Þessi gullfallegi Mercedes-Benz 220S Ponton er á uppboði um þessar mundir. Hann hefur verið gerður upp og seljandinn býður áhugasömum að skoða sögu endurgerðarinnar í myndum.
Vélin er 6 strokka, 2.2 lítra línuvél og tengd við beinskiptingu með fjögurra gíra kassa.

Innréttingin er í góðu ástandi og er búin dökkrauðu áklæði og fallegu viðarmælaborði.
Krómið á bílnum tekur sig vel út og skapar flottar andstæður.
Mercedes-Benz 220S Ponton er veigamikil gerð í sögu Mercedes-Benz, sem táknar bæði lúxus eftirstríðsáranna og þróun bílahönnunar á sjötta áratugnum. 220S var hluti af „Ponton” seríunni, sem dregur nafn sitt af þýska orðinu „pontoon”, sem vísar til samþættrar einfaldrar hönnunar bílsins en hún var frávik frá klossuðum gerðum fyrir stríð.


Mercedes-Benz 220S Ponton var kynntur til sögunnar í mars 1956 og framleiddur til ársins 1959. Hann var hluti af W180 seríunni, sem þróaðist úr fyrri W120/W121 Ponton gerðum.
220S var lúxus fólksbíll sem trónaði á toppnum í meðalstórri gerðalínu Mercedes, hannaður til að bjóða kaupendum sínum bæði afköst og þægindi.
Nútímalegur bíll
220S Ponton var með þá nútímalegri „unibody” byggingu, sem var öruggari og sterkari en yfirbygging á grind sem algeng var í fyrri bílum. Hönnunin var létt og nútímaleg fyrir sinn tíma, með sléttu, ávölu útliti sem lagði áherslu á loftaflfræðilega skilvirkni.
Gælunafnið „Ponton” á rætur sínar að rekja til þess hönnunar tungumáls, sem vísar til hversu samþætt boddý hönnunin var og tengdi saman boddý, stuðara og króm.

Að innan var 220S hreinn og beinn lúxus, með hágæða efnum og áherslu á þægindi. Mælaborðið var með einföldu en glæsilegu skipulagi, með viðarklæðningu og krómáherslum.
Innanrýmið var rúmgott í bíl á þessum tíma og bauð upp á nóg pláss fyrir farþega, sem gerði bílinn aðlaðandi valkosti fyrir fjölskyldur og fyrirtæki.





Línusexa sem hikstaði ekki
Í vélarsalnum var 220S búinn 2,2 lítra línu-sexu, sem var þekkt fyrir hnökralausa virkni og áreiðanleika. Vélin skilaði um 100 hestöflum, sem var vel í lagt á þessu tímabilið og gaf gott jafnvægi á afköstum og skilvirkni.
Bíllinn var fáanlegur með fjögurra gíra beinskiptingu og síðari gerðir buðu upp á valfrjálsa Hydrak hálfsjálfskiptingu, sem auðveldaði akstur í þéttbýli.
Blæja og kúpubakur
220S var fáanlegur í nokkrum gerðum, þar á meðal fjögurra dyra fólksbíl, tveggja dyra kúpubaki og tveggja dyra blæjubíl (Cabriolet).
Í dag eru kúpubakar og blæju útgáfurnar mjög eftirsóttar á klassíska markaðnum vegna glæsilegrar hönnunar og að sama skapi vegna þess hve sjaldgæfar þær gerðir eru í dag.

Á meðan á framleiðslunni stóð öðlaðist 220S orðspor fyrir að vera endingargóður og áreiðanlegur bíll, sem hjálpaði til við að styrkja orðspor Mercedes-Benz sem gæðabíla. Bíllinn var þekktur fyrir þægilegan akstur, mýkt og heilt yfir góða upplifun.
Mercedes-Benz 220S Ponton er minnst fyrir klassa, gæði og góða bílaverkfræði frá sjötta áratugnum. Hann markaði umskipti fyrir Mercedes-Benz í átt að nútímanum, með samþættri yfirbyggingu og áherslu á bæði afköst og lúxus.
Í dag er 220S ástsæll klassískur bíll, dáður á klassíska markaðnum, áhugamönnum um sögulega þýðingu og tímalausa hönnun.




Ponton serían, þar á meðal 220S, gegndi mikilvægu hlutverki í að festa Mercedes-Benz í sessi sem leiðandi á heimsvísu í lúxusbílum og setti grunninn fyrir framtíðarvelgengni vörumerkisins.
Uppruni: E&R Classic cars
Umræður um þessa grein