Föstudagur, 10. október, 2025 @ 3:12
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

„Var sko ekkert að senda SMS“: Afsakanir og símar

Malín Brand Höf: Malín Brand
12/03/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 5 mín.
278 6
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Fjöldi ökumanna virðist hafa ótrúlega frjótt ímyndunarafl. Í það minnsta þegar þeir eru staðnir að verki við umferðarlagabrot. Þá virðast engar hömlur á hugarfluginu hvað afsakanir og útskýringar áhrærir.

Auðvitað getur verið að sá hópur sem brýtur af sér búi yfir auðugra hugsmíðaafli en þeir sem ekki brjóta af sér en það er önnur saga!

Hér verður fjallað um þær útskýringar, afsakanir, skilgreiningar og túlkun ökumanna á því hvort þeir hafi verið í símanum þegar lögregla stöðvaði þá. Það er alvarlegt brot að blaðra í síma eða fikta í síma við akstur (nema með þar til gerðum búnaði eins og allir vita) en hér er dálítil samantekt á útgáfunum sem umferðarlögreglan í hinum ýmsu löndum hefur mátt hlusta á.

Myndir/Unsplash.com

Rennum yfir þær algengustu:

Ég var að nota GPS-ið

Ég var að kíkja á klukkuna

Ég hélt bara á símanum en var ekki að nota hann.

Síminn datt á gólfið, ég náði honum og held þess vegna á honum.

Yfirmaðurinn/læknirinn/lögfræðingurinn var í símanum

Allt er þetta nú hrútleiðinlegt en vindum okkur þá í „áhugaverðari“ skýringar ökumanna á farsímanotkun við akstur.

„Nei, ég var alls ekki að skrifa skilaboð. Ég var nú bara að tékka á tölvupóstinum.“

„Síma? Nei, ég er ekki einu sinni með hann á mér,“ sagði konan og í þeim töluðu orðum byrjaði síminn að hringja í farþegasætinu.

„Æj, gerðu það ekki sekta mig fyrir þetta. Þið eruð nýbúnir að sekta mig fyrir þetta. Í síðustu viku.“

„Fyrirgefðu. Ég var að selja hlutabréf.“

„Í símanum? Nei, ertu frá þér! Ég var bara að lesa.“

„Þetta er ekki sími. Þetta er ferðaútvarp.“

„Þetta var ekki sími sem ég hélt á heldur greiða. Ég var að greiða mér.“

„En ég var með símann á flugstillingu.“

„Ég er nýbyrjaður með stelpu og lagið okkar var í útvarpinu. Ég varð bara að hringja í hana.“

Agalega lummó en svo er hér önnur tónlistartengd skýring sem er skömminni skárri en sú fyrri: Maður nokkur heyrði svo geggjað lag í útvarpinu að hann varð bara að opna Shazam (app sem greinir tónlist) til að vita hvaða lag væri í spilun.

„Sjálfur þoli ég ekki ökumenn sem eru í símanum en ég var bara að taka eina mynd.“

„Jæja, ég veit vel að þú stoppaðir mig bara af því að ég er á Porsche.“

„Afsakaðu kæri löggimann að ég stoppaði ekki áðan. Ég sá þig ekki því ég var í símanum.“

„Heyrðu, ég er betri bílstjóri en flestir.“

„Hvaða æsingur er þetta! Ég var bara að millifæra. Var ekkert að tala í símann maður.“

„Sérðu! Hann er stilltur á handfrjásan búnað.“

„Karlinn minn, ég gjörþekki lögin. Ég var bara rétt að kíkja á símann.“

„Ég er með svona app í símanum sem minnir mig á að taka lyfin á réttum tíma. Þess vegna var ég með símann í höndunum því það var kominn tími á lyfin.“

„Þetta er allt í góðu. Lögreglumaður sagði mér að það væri í lagi að tala í síma og aka ef ég væri með símann í kjöltunni.“

„Bölvaður vekjarinn! Ég varð að slökkva á honum því hann truflaði mig við aksturinn.“

Það er óneitanlega ánægjulegt að greina frá því að þetta eru gamlar afsakanir. Þá á ég við að vandamálið er ekki eins stórt og það var fyrir tíu til fimmtán árum síðan. Auðvitað er of snemmt að hrósa happi núna og segja að vandinn sé úr sögunni. Hins vegar hefur margt breyst (aukin fræðsla, betri vitund, bætt tækni o.s.frv.) og færri slys má rekja beint til ökumanna sem eru að vesenast í símanum meðan á akstri stendur.

Árið 2019 mátti rekja yfir 3.100 dauðsföll í Bandaríkjunum til ökumanna sem ekki voru með hugann við aksturinn. Til dæmis fólks sem var að senda sms eða að „like-a“ eitthvað í símanum meðan það ók.

Það styttist vonandi í að okkur þyki álíka fáránleg tilhugsun að nota símann meðan ekið er og að reykt hafi verið um borð í flugvélum fyrir nokkrum árum! Gapandi galið hvort tveggja.

Var þetta þokkalegt? Hér er fleira í svipuðum dúr: 

Misvondar afsakanir og hraðasektir

Ökukennsla: Þegar allt klikkar!

Stórfurðulegar umferðarreglur?

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Ný nálgun í rafvæðingu frá Nissan með e-Power

Næsta grein

BL hefur afhent þrjú þúsund rafbíla

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Næsta grein
BL hefur afhent þrjú þúsund rafbíla

BL hefur afhent þrjú þúsund rafbíla

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.