Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 15:39
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Ökukennsla: Þegar allt klikkar!

Malín Brand Höf: Malín Brand
16/10/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 6 mín.
274 11
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Fyrstu ökutímarnir, verklega bílprófið og fyrsta ökuferðin… Þetta getur verið skrautlegt og sem betur fer sjá margir spaugilegu hliðarnar á eigin klaufaskap þó það taki stundum nokkur ár að koma auga á þær!

„Í ökuprófinu ók ég yfir snák, klessti á þvottabjörn sem hljóp út á veginn og svo flaug fugl á framrúðuna. Allt gerðist þetta á innan við 45 mínútum en ég stóðst prófið án athugasemda,“ skrifaði ónafngreindur lesandi Buzzfeed, en umfjöllunarefnið var ökukennsla og ökupróf.

Hér getur allt gerst! Myndir/Unsplash

Til er aragrúi frásagna á veraldarvefnum af misvandræðalegum og spaugilegum atvikum frá þeim tíma sem ökumenn voru í mótun. Hér eru nokkrar sögur úr ýmsum áttum. Sögur sem eru hressandi á svona mánudegi í nóvember!

Skrautlegir ökutímar

„Ég þurfti að nauðhemla í ökutímanum og kennarinn hafði ekkert minnst á að hundurinn hans væri aftur í. Ég áttaði mig á því þegar ég sá fljúgandu hund í baksýnisspeglinum,“ rifjaði annar upp.

„Ökukennarinn minn steinsofnaði í ökutímanum þannig að ég ók bara og ók. Þegar hann loks rumskaði hafði hvorugt okkar hugmynd um hvar við vorum. Ökutíminn átti bara að vera klukkutími, í mesta lagi tveir, en við ókum um í marga klukkutíma. Þetta var fyrir tíma farsímanna og ekki vorum við með GPS.“

„Ef það, að grípa óvart í hné ökukennarans í stað gírstangarinnar, er ekki vandræðalegt… þá veit ég ekki hvað!“

Æfingaaksturinn getur líka verið hressandi

„Þegar ég var 16 ára lærði ég á beinskiptan bíl. Pabbi var með mig í æfingaakstri. Eitt skiptið þegar ég  stoppaði á stöðunarskyldu í svakalegri brekku tókst mér ekki að kúpla rétt og bíllinn rann af stað afturábak. Og hann rann beint á lögreglubíl. Þó að löggan hafi verið virkilega skilningsrík þá leið mér alveg ömurlega.“

„Við mamma fórum einu sinni á autt bílastæði við bókasafnið og þar fékk ég að aka bíl í fyrsta skipti á ævinni. Ég steig gjöfina auðvitað í botn, eins og þeir gera alltaf í bíómyndunum; mér tókst að stökkva yfir eyju og minnstu munaði að ég klessti á ljósastaur. Mamma leyfði mér aldrei aftur að keyra.“

„Ég lærði að keyra bíl á landareign afa og ömmu þar sem þau ræktuðu ávexti. Bíllinn var með eitthvert vesen þannig að ef maður ók hægar en 40 þá drapst á druslunni. Ég man hvernig ég reyndi að hafa stjórn á bílnum og svo ók ég, í alvöru, yfir tré. Þetta var lítið tré, en tré var það engu að síður.“

Þannig féllu þau á ökuprófinu

Á TikTok er hefur áhugaverð umræða sem spunnist hefur í kringum myndband frá notanda (@yourfavouritefoodiee) sem féll „aftur“ á bílprófinu fyrir nokkrum vikum. Hér eru nokkrar örsögur þaðan:

„Það að taka af stað í brekku í bakkgír er ekki gott. Ég gerði það. Í ökuprófinu.“

„Ég fór svo hratt yfir hraðahindrun að prófdómarinn skallaði þakið.“

„Ók næstum yfir gömul hjón sem voru að fara yfir gangbraut. Gamli maðurinn varð mjög reiður og barði án afláts í bílinn með stafnum sínum.“

„Ég reyndi að bakka í hringtorgi.“  

„Byrjaði á því að aka á röngum vegarhelmingi. Tvisvar.“

„Ók út á aðalgötuna þar sem ég lenti beint fyrir framan líkfylgd og þar drapst á bílnum.“

„Ég brunaði inn í hringtorg, þið vitið, þangað sem blómin og trén eru í miðjunni.“

„Féll á fyrsta prófinu því ég stoppaði fyrir aftan röð kyrrstæðra bíla. Þeim hafði verið lagt í röð en ég hélt að þetta væri hægagangur í umferðinni og sat bara pollróleg og beið.“

„Ók yfir prófdómarann þegar hann var að taka ökukennslumerkið framan af bílnum áður  en prófið hófst.“

„Þegar ökukennarinn sagði mér að beygja til vinstri, gerði ég það og ók beint á ruslatunnu á hjólum. Ruslið dreifðist út um allt.“

„Systir mín var spurð í ökuprófinu hvernig ætti að athuga loftþrýstinginn í dekkjunum. Hún sýndi prófdómaranum það; fór út og sparkaði í dekkin. Hún féll á prófinu.“

„Mér tókst ekki einu sinni að komast út af bílastæði ökuskólans. Prófdómarinn sagði mér að bakka í stæði og ég varð svo stressuð að ég dúndraði beint á vegg og þá leið yfir mig.“

Svo eru það blessaðir ökukennararnir

„Einu sinni var ég með nýjan nemanda. Þetta var alveg fínn náungi en það var samt eitthvað mikið að: Hann lyktaði alveg hræðilega. Svo skelfilegur var fnykurinn að ég kúgaðist nokkrum sinnum í ökutímanum og ég kastaði næstum upp. Svo viðbjóðslegur var daunninn að ég náði varla andanum. Þetta var eins og að reka nefið ofan í klóak. Eftir ökutímann fór ég heim og gat lífsins ómögulega losnað við bölvaða lyktina úr bílnum. Lyktin efti mig meira að segja inn og út um allt hús. Já, alveg þangað til ég áttaði mig á hvaðan hún kom.

Það var stærðarinnar klessa af hundaskít á öðrum skónum mínum. Þetta var þá ekkert af nemandanum!

Ég flýtti mér að senda honum tölvupóst þar sem ég baðst afsökunar á ógeðslegri fýlunni í bílnum. Hann trúði mér ekki og sagðist ekki ætla í fleiri ökutíma hjá mér. Hann var viss um að það væri alltaf svona ógeðsleg lykt af mér!“

[Birtist fyrst í nóvember 2021]

Í svipuðum dúr: 

Undarleg ökupróf

Stórfurðulegar umferðarreglur?

Ungfrú Bremsa og aðrir ökunemar

300 ökutímar að baki en höldum endilega áfram

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Honda og Sony afhenda fyrstu rafbílana 2026

Næsta grein

Toyota-kirkjugarðurinn á hafsbotni

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Toyota-kirkjugarðurinn á hafsbotni

Toyota-kirkjugarðurinn á hafsbotni

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.