Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 3:50
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

300 ökutímar að baki en höldum endilega áfram

Malín Brand Höf: Malín Brand
29/11/2021
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 6 mín.
282 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Stundum þyrmir yfir mann og göturnar virðast fullar af ökutækjum sem stjórnað er af vanhæfum ökumönnum. Hér eru tvær sögur sem varpa ljósi á hvernig sumir öðlast ökuréttindi þvert á öll lögmál og svo hið gagnstæða: Þegar ósýnileg öfl virðast grípa í taumana og koma í veg fyrir stórslys.

Byrjum á sögunni af Ednu. Hinni áttatíu og fjögurra ára gömlu konu sem ökukennarar voru logandi hræddir við. Símtal frá Ednu gömlu var ávísun á vandræði; svo mikið vissu ökukennarar. Kona nokkru deildi sögunni um Ednu á vefnum fyrir nokkrum árum en söguna hafði hún eftir ökukennara sínum.

Áttatíu og fjögurra ára gömul var hún staðráðin í að hún vildi læra að aka bíl. Eftir 300 ökutíma taldi Bernie, ökukennarinn, að enn væri henni ekki treystandi til að aka bifreið og kvaðst ekki reiðubúinn til að „fórna“ bílnum sínum í sjálft ökuprófið. Honum var alls ekki vel við tilhugsunina í það minnsta.

Í ökutímunum var Bernie með krumlunar á stýrinu, reiðubúinn að bregðast skjótt við ef þess gerðist þörf. Ástæðan var nefnilega sú að í hvert sinn sem Edna leit til hliða, fylgdi bíllinn augunum. Ef hún leit til hægri, þá beygði hún til hægri, hvort sem þar væri vegur eður ei. Sama átti við um vinstri.

Bernie var meðvitaður um þetta,  og einkum og sér í lagi þá staðreynd að Edna gleymdi sér þegar hún sá fólk á gangi. Þá horfði hún á fólkið og…bíllinn fylgdi augunum!

Edna gafst ekki upp, því bílprófinu ætlaði hún að ná. Sama hvað! Það setti ekki stórt strik í reikninginn þegar Bernie neitaði að leggja til ökukennslubílinn á sjálfan prófdaginn. Edna keypti einfaldlega splunkunýjan bíl og svo reyndi hún við ökuprófið. Þrettán sinnum. Hún náði prófinu í þrettándu tilraun.

Svona sér undirrituð Ednu fyrir sér en þetta er þó ekki Edna. Heldur eldri kona sem ekkert nafn fylgir í myndabankanum Unsplash.

Á innan við viku var Edna reyndar búin að dúndra nýja bílnum aftan á vörubíl en meira vitum við ekki. Hún náði þó prófinu.

Hefur reynt að ná prófinu í 30 ár

En 300 ökutímar eru nú ekki neitt í samanburði við þessa sögu sem næst er í röðinni. Í frétt frá því í ágúst síðastliðnum er sagt frá breskri konu að nafni Isabelle Stedman. Hún er 47 ára gömul og samkvæmt útreikningum reiknimeistarans er hér skrifar þá eru þrjátíu ár síðan hún var sautján ára gömul.

Það var einmitt þá, fyrir þrjátíu árum, sem Isabelle fór í fyrsta ökutímann. Ökunámið skilaði litlu. Nei, það gekk ekki sérlega vel hjá 17 ára gamalli stúlkunni að læra þá list sem akstur bifreiðar er.

Þá er nú vissara að taka fleiri ökutíma og athuga hvort þetta komi ekki. Og það gerði hún. Í ágúst 2021 voru ökutímarnir orðnir eitt þúsund talsins og ekki hafði hún náð bílprófinu.

Óminnisástand og fleira vont

Þúsund tímar kosta sitt og sagði Isabelle í viðtali sem hér er vísað í að hún hafi varið einhverjum þúsundum punda í ökutímana. Hin breska Isabelle ætlar sér að ná prófinu og ekkert fær hana ofan af því. Ekki einu sinni 30 ára saga um að henni sé ekki „ætlað“ að stjórna bifreið.

Ástæðan, að því er fram kemur í umfjölluninni sem vísað er til hér (hlekkur fyrir ofan) mun vera sú að oft þegar hún kemur sér fyrir í námunda við stýrishjólið, líður yfir hana! Blaðamaður sem hefur sómakennd kannar auðvitað hvort eitthvað sé hæft í sögunni og það gerði undirrituð.

Mynd af Isabelle Stedman sem farið hefur víða í fréttaflutningi af óheppilegheitunum.

Þetta virðist því miður eiga sér stoð í raunveruleikanum og blessuð konan er fræg að endemum í Bretlandi og raunar um alla Evrópu fyrir þvergirðingsháttinn.

Hringtorgin fá allt til að hringsnúast

Þegar Isabelle nálgast hringtorg bugast hún algjörlega. Hún fær hreinlega kvíðakast (sem er spes því ég hélt það væri löngu liðið yfir blessaða konuna) en hún segir:

„Ég botna bara ekkert í þessu en það er eins og ég verði svo kvíðin að sambandið við heilann hreinlega rofnar og ég missi meðvitund í nokkrar sekúndur. Hringtorgin eru verst,“ er haft eftir hinni 47 ára gömlu móður.

Við þetta bætir Isabelle: „Þegar ég kemst til meðvitundar erum við á röngum vegarhelmingi því ökukennarinn þurfti að grípa í stýrið. Þá þyrmir svo yfir mig að ég brest bara í grát. Allt flóir í tárum og ég verð að fara heim.“

Isabell kveðst þrá ökuréttindin svo heitt til að hún geti heimsótt fjölskylduna og skutlað dóttur sinni í háskólann. Já, það er ekki heil brú í þessu, lesendur góðir!

Börnin hennar tvö, Dominic og Stella sækja (í lok ágúst sl.) bæði tíma hjá ökukennara og gengur ökunámið snurðulaust fyrir sig.

Reyndi að ná prófinu fyrir móður sína

Það er gott að blessuð börnin þurfi ekki að bíða lengur eftir að móðir þeirra nái prófinu og til allrar hamingju virðist Isabelle Stedman ekki hafa gripið til óþverrabragða eins og að fá dóttur sína til að taka prófið í sínu nafni.

Mynd/Unsplash

Eitthvað í þá veru var reynt í Kanada fyrir fimm árum síðan. Það er að segja; upp komst um slíka pretti í Kanada fyrir fimm árum síðan en miðað við hversu margir fullkomlega vanhæfir bílstjórar virðast vera í umferðinni hljóta slík svik og prettir að vera algengari en mann grunar. Það kemst bara ekki upp.

Lögregla var kölluð til sumarið 2016 á skrifstofu samgöngumála í Ottawa í Kanada. Þar var stödd 39 ára gömul kona með gleraugu og hárkollu. Já, hún leit út eins og móðir hennar í þessu múnderingu.

Mynd/Unsplash

Fréttin er stutt og einhvern veginn svona:

Kona með þykkt lag af farða og hárkollu á höfði mætti í ökupróf og þóttist vera 73 ára gömul kona. Tilgangurinn var að láta líta út fyrir að þar væri á ferðinni móðir stúlkunnar,  73. ára gömul kona sem ítrekað hefur fallið á ökuprófi

Það fór þó ekki svo að ekkert hefðist upp úr þessu öllu saman. Stúlkan fékk nú eitt og annað fyrir uppátækið og má þar einna helst nefna lögreglukærur, m.a. eina fyrir að villa á sér heimildir, sem víðast hvar flokkast sem refsiverð háttsemi.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Bandarískt veggjakrot

Næsta grein

Bílaklúbburinn Krúser

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Bílaklúbburinn Krúser

Bílaklúbburinn Krúser

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.