Laugardagur, 10. maí, 2025 @ 21:43
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Misvondar afsakanir og hraðasektir

Malín Brand Höf: Malín Brand
24/07/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 3 mín.
273 14
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Lögreglumenn heyra hinar ýmsu afsakanir þegar þeir stoppa ökumenn vegna hraðaksturs. Sumir ökumenn eru auðvitað bara bölvaðir dónar og ekkert gaman að þeim en svo eru aðrir sem eru hreinlega fyndnir og sniðugir í tilsvörum þegar þeir eru staðnir að verki og reyna að komast hjá sektum.

Verstu og bestu afsakanirnar hafa ratað á ýmsar vefsíður en erfitt er að rekja uppruna þeirra. Nokkur dæmi eru af bandarísku vefsíðunni police1.com en annars er þetta héðan og þaðan. Aðallega þaðan.

Hér eru nokkur gullkorn og einhver bullkorn líka:

„Ég er með kvef og í hvert skipti sem ég hósta fer fóturinn ósjálfrátt á bensíngjöfina.“

„Ó! Ég hélt að skiltið I 95 merkti hámarkshraðann. Heppinn ég að þú skyldir ekki ná mér á SR 210 áðan.“

Það hafði snjóað hressilega og lögreglumaður mældi bíl á 90 km/klst þar sem hámarkið var 50. Þegar konan sem ók bílnum hafði numið staðar horfði hún pirruð á löggimann og sagði: „Döh, ég veit alveg að ég ók hratt. Ég var bara að reyna að losna við snjóinn á framrúðunni svo ég gæti séð hvert ég væri að fara!“

Lögreglumaður stöðvaði gaur á 115 kílómetra hraða þar sem hámarkið var 80. Sá var að flýta sér á McDonalds áður en morgunverðinum lyki.

„Það er verksmiðjuinnköllun á bílnum vegna óútskýrðrar hröðunar, og ég er á leiðinni með hann í viðgerð út af því.“

Löggan stöðvaði mann sem hafði ekið allt of hratt. Maðurinn sagði að góð ástæða væri fyrir hraðakstrinum: Hann hafði sett allt of mikla olíu á vélina og nú þyrfti hann að aka mjög hratt til að brenna olíunni…  

Eldri frú gaf lögreglunni þá skýringu að bensíngjöfin væri brotin og hún færi því alltaf svona hratt. Og ekkert við því að gera.

Stundum geta laganna verðir ekki annað en brosað og spilað með

Lögreglumaður nokkur stöðvaði ökumann á Corvettu seint um kvöld á þjóðvegi þar sem umferð var með rólegasta móti. Ók maðurinn býsna greitt, eða á 160 km/klst en hámarkshraði var 90. Lögreglumaðurinn sagði: „Þú ókst ekki heldur flaugst! Þú ferð beinustu leið í grjótið, nema náttúrulega að þú sért með flugskírteini.“ Og jú, maðurinn rétti honum skírteinið og löggimann leyfði flugmanninum að fara sína leið án þess að hafa um það fleiri orð.

Áhugi á Formúlu 1 er útbreiddur en vandasamt að nota þann áhuga til að afsaka hraðakstur þegar lögreglan stoppar mann. En þessi reyndi: „Þetta var ekki hraðakstur. Þetta var tímataka.“

Sautján ára gutti ók 40 kílómetrum yfir leyfilegum hámarkshraða. Þegar löggan spurði af hverju hann hefði ekið svo greitt horfði guttinn á hann galtómum augum og svaraði: „Því ég er bara svona alls konar heimskur.“

Kona á níræðisaldri: „Ég ek nú bara svona hratt svo ég gleymi ekki hvert ég er að fara.“

„Ég biðst innilega afsökunar. Ég hreinlega sá ekkert á hraðamælinn svona gleraugnalaus.“

Ljósmyndir/Unsplash.com

[Birtist fyrst í nóvember 2021]
Fyrri grein

Daihatsu Charade – sagan

Næsta grein

Tvær ömmur á Lambó

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Höf: Jóhannes Reykdal
07/05/2025
0

FIESOLE, Ítalíu — Jeep vonast til að nýja kynslóð Compass jeppans muni stækka viðskiptavinahóp forvera síns, bæta við rafknúinni útgáfu...

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2025
0

Volkswagen leggur mikið kapp á að vera áberandi fyrir kínverska bílakaupendur. Á bílasýningunni í Sjanghæ sýndi framleiðandinn þrjá nýja hugmyndabíla....

VW gæti hleypt af stokkunum rafbílum með lengri drægni í Evrópu, segja stjórnendur

VW gæti hleypt af stokkunum rafbílum með lengri drægni í Evrópu, segja stjórnendur

Höf: Jóhannes Reykdal
29/04/2025
0

SHANGHAI — Volkswagen Group hyggst kynna tækni með lengri drægni fyrir evrópskan markað (sem nefnd er EREV) , sagði Martin...

Næsta grein
Tvær ömmur á Lambó

Tvær ömmur á Lambó

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

10/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025
Álit

Peugeot E-5008 GT – sjö sæta bíll með nægu plássi!

07/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.