Litli bróðirinn með stóra nafnið: nýr Ford Explorer er viðkunnalegur bíll

Tegund: Ford Explorer

Árgerð: 2024

Orkugjafi: Rafmagn

Gott að aka, léttur í stýri, útlit
Miðjustokkur
240
DEILINGAR
2.2k
SMELLIR

100% rafdrifinn Ford Explorer er nýr og nettur rafmagns sportjeppi frá Ford. Hann er samstarfsverkefni Ford og Volkswagen en bíllinn notar sama grunn og ID bílar Volkswagen, MEB grunninn.

Ef grannt er skoðað má sjá ýmislegt í bílnum sem minnir á ID línu Volkswagen eins og mælaborðsskjár og viðmót hans, gírhnúður í stýri og rúðuupphalarar.

Í heild samsvarar bíllinn sér mjög vel og útlitið er bæði töff og nýtískulegt.

Ekki er vanþörf á fyrir risana í Evrópu að taka höndum saman og samnýta eitt og annað til að ná betri stöðu í samkeppni.

Það er nóg fótarými í báðum sætaröðum en stór miðjustokkur gæti kannski farið í taugarnar á einhverjum ökumönnum.

Útlit

Við fyrstu sýn fær maður góða tilfinningu fyrir bílnum. Explorer er kraftalegur í útliti en það hefur hann reyndar alltaf verið – núna er hann minni og samt kraftalegur.

Það má álveg sjá hönnunareinkenni Ford í þessum bíl.

Stíllinn er flottur, sportlegur og nýtískulegur, slétt LED framljós og lokað grill gefa til kynna breytingu í átt að framúrstefnulegri, rafvænni hönnun. Stórar felgur gefa bílnum verulega flottan svip.

Hleðslutengið er fínlega samþætt í hönnun boddísins á meðan blátóna merkingar undirstrika að þetta er rafmagnsbíll.

Stíllinn er flottur, sportlegur og nýtískulegur, slétt LED framljós og lokað grill gefa til kynna breytingu í átt að framúrstefnulegri, rafvænni hönnun.

Rúmgóður

Ford Explorer er með ágætt innstig og allt það helsta innan seilingar. Sætin styðja vel við bak og læri en þau eru úr vistvænum efnum sem gefa innanrýminu fallegan svip.

Það er nóg fótarými í báðum sætaröðum en stór miðjustokkur gæti kannski farið í taugarnar á einhverjum ökumönnum – en hann gerir að verkum að fætur hafa minn pláss.

Við ókum bílnum í nágrenni Reykjavíkur og fórum aðeins útfyrir malbikið. Þar stóð bíllinn sig ágætlega, fjöðrun í stífara lagi en ekkert til að kvarta yfir. Ford Explorer EV stýrir vel, stýrið er létt en nákvæmt. Nægt afl er í bílnum enda um 340 hestöflum úr að moða.

Pláss er með ágætum og umgengni þægileg.

Afköst og akstursupplifun

Nýr Ford Explorer er búinn tveimur rafmótorum sem þýðir að bíllinn er með drifi á báðum drifrásunum (aldrif). Með allt að 566 km. drægni á hleðslunni skv. WLTP staðlinum ertu með þokkalega drægni í lengri ferðir um landið og yfirnóg í venjulegan borgarakstur.

Eftirtektarvert er hve Explorer tekur beygjur vel og liggur eins og sleggja á veginum – jafnvel þegar beygt er að talsverðum hraða.

Jafnvel í mjög köldu veðri að vetri til. Bíllinn er lipur og léttur í akstri en hægt er að koma bílnum úr kyrrstöðu í 100 km/klst. á aðeins 5.3 sekúndum.

Hægt er að stilla akstursaðstoðarkerfin í gegnum stýrið.

Eins og með flesta rafbíla er Ford Explorer með lágan þyngdarpunkt sem gerir bílinn sérlega stöðugan á vegi en rafhlaðan liggur neðst í boddýinu.

Eftirtektarvert er hve Explorer tekur beygjur vel og liggur eins og sleggja á veginum – jafnvel þegar beygt er að talsverðum hraða.

Tækni og upplýsinga- og afþreyingarkerfi

Ford Explorer býður upp á stóran lóðréttan 14,6 tommu upplýsinga- og afþreyingarskjá með snertiskjá sem keyrir nýjustu útgáfuna af SYNC hugbúnaði Ford. Viðmót þessa kerfis er einfalt og þægilegt – með því einfaldara sem maður hefur séð í rafbílum í dag. Enn og aftur nokkur svipur með virkninni og í ID línu VW.

Einfalt og skilvirkt stýrikerfi.

Lítið er um takka í bílnum en snertiskynjun er gegnumgandi í stjórnkerfinu.

Það sem er hins vegar afar jákvætt við Fordinn er að þú sérð stillingar á miðstöð alltaf á skjánum og þær stillingar eru á góðum stað fyrir ökumann að stjórna í akstri.

Grunnkerfi inniheldur það helsta eins og hraðastilli, umferðaskiltalesara og veglínuskynjara en hægt er að spérpanta bílinn með bílastæða aðstoð, akreinamiðjun og akreinaaðstoð hjá Brimborg.

Samþætting snjallsíma í gegnum Apple CarPlay og Android Auto er í boði og þráðlaus virkni þess kerfis er mjög góð.

Ford hefur einnig útbúið jeppann með háþróaðri ökumanns aðstoðareiginleikum, svo sem aðlagandi hraðastilli, akreinaraðstoð og hálfsjálfvirkri akstursaðstoð.

Grunnkerfi inniheldur það helsta eins og hraðastilli, umferðaskiltalesara og veglínuskynjara en hægt er að spérpanta bílinn með bílastæða aðstoð, akreinamiðjun og akreinaaðstoð hjá Brimborg.

Við prófuðum að nota hálfsjálfvirku bílastæða aðstoðina á bílastæðinu hjá Hagkaup í Garðabæ. Þar fann bíllinn sjálfur stæði, bað um að vera settur í rétta stöðu við stæðið og svo lagði hann sjálfur eins og hann hefði aldrei gert neitt annað en að leggja í þröng stæði. Verulega þægilegur búnaður og virkar ágætlega. Það er hægt að sérpanta þennan búnað með báðum Ökumannspökkum hjá Brimborga.

Hleðsla og skilvirkni

Ford Explorer styður hraðhleðslu, en rafhlaðan tekur inn á sig allt að 185 kWh á klukkustund sem gefur allt að 80% hleðslu á um 26 mínútum á hraðhleðslustöð. Heima getur þú notað hleðslustöð en bíllinn hleypir allt að 11 kWh inná rafhlöðuna á klukkustund í slíkri stöð. Þar má reikna með 4-5 tímum miðað við að hlaðið sé yfir nótt.

Rafmagnseyðsla er um 15-16 kWh á hverja 100 km. og er svipað og á öðrum rafbílum í þessari stærð.

Aksturstillingar

Þó að Ford Explorer sé ekki harðkjarna torfærubíll eins og hann var áður býr hann yfir nokkrum skemmtilegum fídusum sem auðvelda akstur í misjöfnum aðstæðum.

Fjórhjóladrifskerfið, ásamt akstursstillingum fyrir mismunandi landslag, gerir kleift að aka betur. Stillingar eins og eco, sport, traction og individual gera þér kleift að velja stillingu sem hentar best hverju sinni.

Góður kostur

Ford Explorer er flottur nýr rafmagnsbíll frá Ford sem erfði nafn frá eldri bróður. Ekki er margt að sjá úr eldri bílnum í þeim nýja – nánast ekki neitt. Hins vegar hefur þessi nýi Explorer margt fram að færa. Hann er þægilegur í akstri, hefur þokkalegt rými þrátt fyrir stóran miðjustokk og farangursgeymslu sem mætti alveg vera stærri.

Þegar þetta er ritað er verð bílsins á pari við bíla í samkeppni eins og til dæmis VW ID.4, Kia Niro, Skoda Enyaq.

Ford Exlorer rafmagnsbíllinn hentar án efa breiðum hópi enda bíllinn notendavænn og fallegur og akstursupplifunin er líka toppgóð.

Myndband

Helstu tölur:

Verð: 7.890.000 kr. til 8.290.000 kr. (með styrk frá Orkusjóði)

Drægni (WLTP): 566 km.

Hestöfl: 340 hö.

Tog: 684 N⋅m.

Rafhlöðustærð: 79 kWh

Hröðun 0-100 km/klst: 5.3 sek.

Dráttargeta: 1,200 kg.

Hraðhleðslugeta (DC): 185 kW (10-80% á 26 mín).

Heimahleðslugeta (AC): 11 kW (3-fasa).

Myndataka: Radek Werbrowski og Pétur R. Pétursson.

Svipaðar greinar

Svipaðar greinar