Einstaklega flott hönnun á nýjum Hyundai Santa Fe PHEV

Tegund: Hyundai Santa Fe PHEV

Árgerð: 2024

Orkugjafi: Bensín/rafmagn

Verulega mjúkur í akstri, falleg og hagnýt hönnun, skjár
Afl mætti vera meira, stilling á loftkælingu í aftursæti
246
DEILINGAR
2.2k
SMELLIR

-myndband í lok greinar er hluti af umfjöllun okkar – endilega horfið!

Hyundai Santa Fe tengiltvinn er afar vel heppnaður bíll í flokki fjölnotabíla að okkar mati og hentar sérstaklega vel fyrir þá sem vilja blöndu af hagkvæmni og nýjustu tækni.

Fjórhjóladrif, sjálfskipting og bensínvél og rafmótor.

Með fjórhjóladrifi, sjálfskiptingu og 1.6 lítra bensínvél sem styðst við rafmótor, er þessi bíll einstaklega hentugur fyrir bæði borgarakstur og lengri ferðir.

Hér lítum við nánar á helstu kosti bílsins og hvaða eiginleikar gera hann að eftirsóknarverðum kosti fyrir íslenskar aðstæður.

Virkilega falleg hönnun á þessum bíl – afturendinn er svolítið sérstakur en okkur finnst hann sjarmerandi.

Öryggi og þægindi í fyrirrúmi

Þegar sest er inn í Hyundai Santa Fe PHEV, tekur bjart og sérlega fallegt innanrými á móti manni.

Sætin eru þægileg, stjórntæki vel staðsett sem gefur góða yfirsýn og hjálpar ökumanni við stjórnun bílsins.

Sérlega huggulegt innanrými með verulega þægilegum sætum. Hægt er að fá fjölda litasamsetninga á innanrými og sæti.

Búnaðurinn í bílnum er margþættur, með áherslu á öryggi og akstursaðstoð sem styður ökumann í öllum aðstæðum. Til dæmis akreinastýring, skynvæddur hraðastillir og árekstrarviðvörun – allt eiginleikar sem gera aksturinn áreynslulausari og öruggari.

Snjallsímatengingin er einföld og virk, og tengist án fyrirhafnar við margmiðlunarkerfið.

Kerfið styður leiðsögu, tónlist og símtöl með einföldum hætti. Allt vinnur þetta saman ansi smurt.

Apple Carplay virkaði toppvel þráðlaust í bílnum.

Þá má nefna að í þessum bíl eru tvær þráðlausar hleðsludokkur fyrir farsíma – og ekki nóg með það – þú sérð hleðslustöðuna með ljósum á dokkunni. Þessar tækninýjungar gera Santa Fe að vel útbúnum bíl fyrir þá sem vilja vera tengdir og hafa allt aðgengilegt í akstri.

Hvað er nýtt

Kassalaga hönnun einkennir nýjan Hyundai Santa Fe PHEV. Bíllinn er búinn 1.6 lítra fjögurra strokka vél sem skilar um 253 hestöflum og 367 Nm af togi. Þetta afl tryggir að bíllinn býr yfir nægu afli, hvort sem ekið er í borgarumferð eða á landsbyggðinni.

Hins vegar er getur hann ekki flokkast sem neinn kappakstursbíll enda um 10 sekúndur í hundraðið.

Svartar felgur og píanóglansandi svartir listar. Töff með græna litnum hér.

Fjórhjóladrifið skilar traustum akstri með fjölbreyttum aksturstillingum en þrjár stillingar eru fyrir mismunandi yfirborð og svo er hægt að stilla aflið með tilliti til hagkvæmni, sportlegri upplifunar eða egónómískrar.

Aksturstillingarnar koma án efa vel út í krefjandi íslensku veðurfari. Sjálfskiptingin er mjúk og gerir aksturinn eins og maður svífi, sem bætir akstursupplifunina enn frekar og eykur þægindin í lengri ferðum.

Mælaborðið er skýrt og einfalt og maður er fljótur að átta sig á virkninni.

Þægindi og mýkt eru lykilatriði í aksturseiginleikum þessa bíls. Rafdrifið stýri er áreiðanlegt en frekar létt, sem gerir auðvelt að stýra bílnum í þröngum rýmum sem og á hraðbrautum. Í Calligraphy týpunni fylgir einnig fjarstýrð bílastæðaaðstoð.

Drægni upp á 56 kílómetra á rafmagni

Einn af lykileiginleikum Santa Fe PHEV samtvinning rafhlöðu og bensínvélar, þar sem bíllinn býður upp á allt að 56 kílómetra drægni á rafmagni einu saman.

Þetta hentar vel fyrir þá sem aka mest innanbæjar, þar sem rafmagnsnýtingin lágmarkar eldsneytis kostnaðinn.

Hér er hægt að hlaða tvo snjallsíma í einu þráðlaust.

Þegar rafhlaðan tæmist tekur 1.6 lítra bensínvélin við, sem veitir áhyggjulausa lengri drægni fyrir þá sem nota bílinn á landsbyggðinni eða lengri ferðir.

Hins vegar vinna rafmótorinn og brunavélin mjög vel saman og þannig getur þú blandað saman orkukostum til að ná fram hagkvæmni og akstursþægindum.

Bíllinn hleður líka í akstri og hægt er að stilla orkuendurheimt.

Fyrir hverja hentar nýr Santa Fe

Hyundai Santa Fe PHEV er pottþétt bíll fyrir stærri fjölskyldur eða þá sem stunda útiveru með mikið af fylgihlutum.

Hentar breiðum hópi. Golfarar, sumarbústaðafarar, kajakarar eða hjólreiðafólk.

Einnig myndi þessi bíll sóma sér ákaflega vel í sem leigubíll. Aðgengi, tækni og þægindi bera af í nýjum Santa Fe og dýrasta dýpan minnir óneitanlega á einhverjar týpur Land Rover eða Jaguar.

Aðgengi er mjög gott og pláss í aftursætum hið besta. Þröngt innstig í þriðju sætaröðina ætti ekki að koma að sök enda frekar hugsað fyrir börn og unglinga.

Það sem var einstaklega eftirtektarvert er hve auðvelt er að til dæmis tengja bílinn þráðlaust við símann.

Apple Carplay svínirkaði frá fystu mínútu. Stórir skjáirnir eru einfaldir í notkun, kýrskýrir og snöggir.

Hurðir opnast upp á gátt – og þú stígur beint inn – ekki ofan í bílinn.

Hér áður fyrr þóttu 253 hestöfl ansi mikið og men sættu sig vel við 10 sekúndur í hundraðið. Nú er hins vegar rafmagnsöldin runninn upp fyrir alvöru og þá spyr maður sig – af hverju ekki meira afl í svona stórum bíl?

Fyrir mína parta dugar þetta afl alveg þó eflaust margir vildu hafa það meira.

Myndband

Helstu tölur:

Verð: 11.490.000 kr. til 12.790.000 kr. Limited og Calligraphy – reynsluakstursbíll, Calligraphy gerð.

Eyðsla: 1.7 ltr./100km.

Hestöfl: 253 hö.

Tog: 357 N⋅m.

Rafhlöðustærð: 13,4 kWh

Hröðun 0-100 km/klst: ca.10 sek.

Eigin þyngd: 2.090 kg.

Lengd/breidd/hæð mm: 4.830/1.900/1.780

Svipaðar greinar

Svipaðar greinar