Mánudagur, 18. ágúst, 2025 @ 21:38
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Dapurleg örlög kreppubílsins Dymaxion

Malín Brand Höf: Malín Brand
05/10/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 5 mín.
267 17
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Dapurleg örlög kreppubílsins Dymaxion

11 manna bíll, með eindæmum sparneytinn, kemst leikandi upp í 190 km/klst og getur haldið þeirri ferð á hraðbrautinni? Jú, það er ekki galin tilhugsun í dag. En hvað með árið 1933? Bandaríski hugvitsmaðurinn Buckminster Fuller hannaði slíkt ökutæki.

Módel af bílnum. Mynd/Wikipedia

Snjöll hugmynd

Fuller fékk hugmyndina í heimskreppunni, eða Kreppunni miklu, og hannaði bíl sem hafði það til að bera sem talið var upp hér í inngangi. Árið 1933 smíðaði Chrysler nokkrar frumgerðir sem voru gæddar öllum þeim eiginleikum og kostum sem lagt var upp með.

Glansandi sléttur og loftaflfræðilega ljómandi var bílnum gefið heitið Dymaxion. Dynamic + Maximum + tension = Dymaxion

Í bílnum var V-8 vél sem sjálfur Henry Ford gaf Fuller með þeim hvatningarorðum að Fuller ætti endilega að gera tilraunir með. Vélin var þá algjör nýjung og lítil sem engin reynsla komin á hana.  

Hönnunin á bílnum og vélin fóru vel saman og komst Dymaxion auðveldlega upp í 190 kílómetra hraða á klukkustund. Eyðslan? Það var alveg með ólíkindum hversu lágar eyðslutölurnar reyndust en bíllinn eyddi um 12 lítrum á hundraðið – sem þótti virkilega flott á þeim tíma!

Þessi er á samgönguminjasafninu í Reno í  Nevada. Mynd/Wikipedia

Krappar beygjur á kreppubíl

Dymaxion var um 6 metra langur og var hægt að nánast snúa þessu ferlíki „á punktinum“ ef svo má segja. Það var vegna hjólsins (sem hægt var að stýra sjálfstætt) að aftan en bíllinn var mun breiðari að framan en aftan og sögðu menn að það hafi verið sérlega gaman að leggja bílnum samsíða gangstéttarbrún (parallel parking eins og maður segir á útlensku!).

Myndir/Wikipedia

Hins vegar er sagt að bíllinn hafi verið dálítið einkennilegur, þá einkum í hliðarvindi. Sagt var að hinn óvenjulegi skýrisbúnaður hafi komið í veg fyrir að Dymaxion færi í almenna framleiðslu.

Þetta er það sem gerðist:

Ein frumgerðanna var á ferðinni á heimssýningunni í Chicago árið 1933. Þar gátu gestir skoðað þennan kostum prýdda bíl og einhverjir fóru í bíltúr. Það fór nú ekki vel. Nei, þvert á móti fór það afar illa því ekið var á Dymaxion og við það valt hann og bílstjóri Dymaxion lét lífið. Ekki nóg með það að bílstjórinn, kappaksturshetjan Francis  T. Turner, hafi dáið heldur slösuðust farþegar hans illa. Á meðal farþega voru franski sagnfræðingurinn, stjörnufræðingurinn og flugkarlinn Charles Dollfuss og skoski flugfrömuðurinn og afreksmaðurinn William Sempill (síðar njósnari).

Embættismaður og afglöp

Þetta var auðvitað hið versta mál og var það háttsettur embættismaður sem ók hinum bílnum. Því ruku menn upp til handa og fóta og var bíll embættismannsins fjarlægður áður en blaðamenn kæmu á staðinn. Það var í trássi við allt því ekki mátti fjarlægja bílinn fyrr en búið væri að rannsaka slysstað.

Það fór því allt á annan endann og slysið ekki rannsakað á eðlilegan hátt. Embættismaðurinn var aldrei tengdur við áreksturinn í opinberri umfjöllun á þeim tíma og það sem kom fram í blöðunum var að hið hörmulega slys hefði orðið vegna stýrisbúnaðar Dymaxion. Skuldinni var skellt á Dymaxion sem var aldeilis rakkaður niður í fjölmiðlum.

Myndir/Wikipedia

Var bíllinn kallaður viðundur og furðufar og eins og algengt var á þessum tíma þá var það sjálfur bíllinn sem gerður var að blóraböggli: „Bíllinn drap bílstjórann, kappaksturhetjuna frægu og stóraslasaði erlenda gesti sýningarinnar.“

Raunar kom hið sanna í ljós síðar og við skýrslutöku þótti ljóst, þ.e. af framburði Sempills, farþega og flugfrömuðar, að ekki mætti rekja slysið til hönnunar Dymaxion. Ekki væri við bílinn að sakast. En skaðinn var þegar „skeður“ eins og sagt var.

Þarna má t.d. sjá myndlistamanninn Diego Rivera (heldur víst á frakka) ásamt fleirum skoða Dymaxion árið 1933.

Það fór því svo að farartækið sem menn sáu fyrir sér sem framtíðarbílinn fékk ekki inngöngu inn í framtíðina en aðeins eitt eintak frumgerðanna hefur verið varðveitt og er það á samgönguminjasafninu í Reno í  Nevada.

Þessu tengt: 

Bíllinn sem brotlenti

Bíllinn sem heimurinn hafnaði

Þegar bílar voru vondir og óhöpp skondin

Fyrri grein

Hinn nýi Renault 4 kemur 17. október

Næsta grein

Að velta Citroën 2CV: Er það hægt og má það?

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Næsta grein
Að velta Citroën 2CV: Er það hægt og má það?

Að velta Citroën 2CV: Er það hægt og má það?

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.