Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 19:33
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Bíllinn sem brotlenti

Malín Brand Höf: Malín Brand
23/07/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 4 mín.
274 11
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

„Góð hugmynd, en gagnslaus,“ segir maðurinn minn stundum þegar einhver kemur með arfavitlausa hugmynd. Stundum er þessi „einhver“ reyndar ég. En já, sumar hugmyndir hljóma vel en þjóna engum tilgangi eða hafa ekkert hagnýtt gildi.

Svo eru það hugmyndir sem eru einfaldlega vondar. En sem betur fer verða flestar þeirra aldrei annað en það sem þær einmitt ættu bara að vera; hugmyndir.

Flugbíllinn ConvAirCar var í upphafi hugmynd en svo komst mynd á hugmyndina og hún fór á flug. En þó aldrei í framleiðslu.

Tvær frumgerðir af flugbílnum ConvAirCar (einnig nefndur Hall Flying Automobile) voru smíðaðar og tók sú fyrri á loft þann 15. nóvember árið 1947.

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Convair ætlaði að hrinda hugmyndinni um bílinn fljúgandi í framkvæmd og fór maður að nafni Ted Hall fyrir verkefninu. Verkefni sem fékk, sem fyrr kemur fram, nafnið ConvAirCar.

Aftur í bílnum var loftkæld 25 hestafla Crosley vél sem knúði bílinn en 190 hestafla Lycoming vél sá um flughlið fyrirbærisins.

Flugmaður úti á þekju

Það kom nú ekki til af góðu að tvö eintök voru smíðuð. Nei, síður en svo. Flugmaðurinn sem flaug flugbílnum þann 18. nóvember 1947, hét Reuben Snodgrass. Nafn sem hljómar ekkert allt of vel (Snoð-gras?) en hvað um það. Þetta var annað tilraunaflugið á flugbílnum.

Snodgrass var kannski eitthvað smá úti á þekju því hann gleymdi að setja eldsneyti á vélina. Þau mistök gera menn yfirleitt bara einu sinni.

Skemmst er frá því að segja að bíllinn brotlenti. Þ.e. flugbíllinn.

Snodgrass slapp með skrekkinn, jú og nokkrar skrámur, blessaður. Eins og sést á meðfylgjandi myndum skánaði flugbíllinn ekkert í útliti við það að verða að klessu en hann varð samt ekki að algjörri klessu því vængurinn var ekki alveg ónýtur og hvað gerðu menn þá?

Jú, notuðu auðvitað vænginn í annan flugbíl. Reyndar þurfti að útvega allt annað; Bíl, vélar og annað smálegt. Þann 29. janúar 1948 tók eintak númer tvö af ConvAirCar á loft. Af einhverjum ástæðum var Snodgrass ekki sá sem flaug í það skiptið. Hann hefur verið eitthvað upptekinn karlinn. W.G. Griswold flaug bílnum í það skiptið. Sérstök nöfn á þeim körlum, Grísvaldur og Snoðgras…

Þó að allt hafi virkað ágætlega í flugi Griswolds var eins og neistinn væri ekki lengur til staðar. Áhuginn á verkefninu var á bak og burt og ekki fór flugbíllinn í framleiðslu.

Hefði fallið illa inn í hópinn

Kannski hafði það eitthvað að segja hversu svakalega bíllinn hefði skorið sig úr í umferðinni svona almennt. Með skrúfu, vængi og stél einhvern veginn eins og harmonikku fasta ofan á sér. Maður veit ekki.

Ekki það, að sem flugvél var ConvAirCar líka svolítið spes. En nóg um það.

Í lokin er rétt að geta þess að Snodgrass var, sem fyrr segir, ekki alveg með á nótunum þegar hann framkvæmdi „pre-flight-tékkið“. Hann glápti á bensínmælinn fyrir bílinn sjálfan en ekki flugvélina. Fór altsvo í loftið með tóman eldsneytistank fyrir flugvélina en nóg bensín fyrir litla 25 hestafla bílmótorinn. Það var bara ekki nóg.

[Greinin birtist fyrst í október 2021]
Fyrri grein

Hundrað amerískir bílar settir saman á Mýrdalssandi 1941

Næsta grein

Yugo litli fer til Ameríku

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Næsta grein
Yugo litli fer til Ameríku

Yugo litli fer til Ameríku

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.