Miðvikudagur, 21. maí, 2025 @ 2:52
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Bíllinn sem heimurinn hafnaði

Malín Brand Höf: Malín Brand
27/12/2021
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 5 mín.
269 17
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Hann þótti ægilega ljótur á sínum tíma og hann heitir eftir skorkvikindi. Stout Scarab var fyrsti „mini-van“ sögunnar sem og fyrsti bíllinn með loftpúðafjöðrun og yfirbyggingu úr trefjaplasti. Þó að hann hafi verið algjör snilldarsmíði var honum í raun stax hafnað en núna þykir hann listaverk.

Smíðaður af William B. Stout, flugvélaverkfræðingi og bílasmið, kom Scarab (það er bjöllutegund sem á íslensku nefnist goðýfill eða taðuxi) fyrir augu manna sem frumgerð árið 1932.

Skorkvikindi er nú ekki fallegt orð yfir bjöllu en þetta er Scarab.

Bíllinn var loftaflfræðileg snilld og í honum kristallaðist hugsun og framtíðarsýn Williams B. Stout: Að heimfæra hin ýmsu lögmál flugvélahönnunar upp á bílaframleiðslu.

William B. Stout við Stout Scarab.

Markmið hans var að smíða léttari, öruggari, áreiðanlegri og einfaldari bíl en þekktist í Bandaríkjunum á þessum tíma. Útkoman var bíll (sem seinna meir var kallaður fyrsti „mini-van“ sögunnar) með vélina aftur í og jú, afturhjóladrifinn, þægilegur og rúmgóður eins og setustofa.

Í bílnum voru ótal hlutir sem ekki þekktust í bílum þess tíma; loftkælingu, miðstöðvarsíu, rafdrifnar hurðir án útstæðra húna, sjálfstæða fjöðrun, vökvabremsur, sætisbekk sem hægt var að fella niður og útbúa sem rúm, borð sem brjóta mátti saman, sléttan gólfflöt og sæti sem mátti færa, snúa og stilla að vild.

Vélin var 85 hestafla Ford „flathead“ V8 með þriggja gíra skiptingu. Hámarkshraði var 129 km/klst og hröðunin, úr 0 í 100, 15 sekúndur. Bíllinn var innan við 1400 kíló og sparneytinn.

En nei

Átta bílar til viðbótar af gerðinni Stout Scarab, voru smíðaðir á árunum 1932 til 1936 og þeir útfærðir á ýmsa vegu hvað innréttingar snerti. Hér vantar eflaust heilan helling inn í, enda langt ferli og flókið.

En til að setja þetta fram á afskaplega einfaldan hátt þá má orða þetta svona: Stout gerði ráð fyrir að um 100 bílar yrðu smíðaðir á ári (eftir pöntun) og bjóst bara við að bílnum yrði vel tekið, enda ánægður með sköpunarverkið.

En nei, bíllinn þótti allt of undarlegur útlits og verðið of hátt (hefði kostað næstum á við þrjá „venjulega“ fólksbíla þess tíma) . Gleymum ekki að þetta var á krepputímum og heimurinn ekki „upp á sitt besta“ þarna á milli 1930 og 1940, ef svo má segja. Í það minnsta vann margt á móti bílnum og skapara hans og eintökin urðu aldrei fleiri en þessi níu.

Með vélina aftur í. Þegar vélarrýmið var opnað leit „bjallan“ út fyrir að vera tilbúin fyrir flugtak.

Bílnum er hampað í dag og þykir flottur fulltrúi „art deco“ stefnunnar. Þessi fimm eintök sem eftir eru af þeim níu sem smíðuð voru, þykja svo falleg að þau hafa meira að segja ratað á listasöfn heimsins.

Það er ljóst að William B. Stout gat hannað og smíðað stórkostlegan bíl en heimurinn og bíliðnaðurinn var bara ekki tilbúinn fyrir Scarab. Hann var svo langt á undan sinni samtíð að það liðu áratugir þar til bíllinn hefði átt einhverja möguleika á bílamarkaði.

Grautfúlt en samt staðreynd. Hér er mjög fínt myndband sem gefur glögga mynd af bílnum, stærð, notagildi og hönnunaratriðum sem ótrúlegt er að séu frá nítjánhundruð-þrjátíu-og-eitthvað!

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Jaguarinn hans Morse

Næsta grein

Ljósasprell Teslu: Gagn eða gaman?

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Höf: Jóhannes Reykdal
16/02/2025
0

En umræðurnar halda áfram..... Ein umdeildasta umræða í bílaheiminum er um skilgreininguna á SUV („Sport Utility Vehicle”) sem við hér...

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

Höf: Pétur R. Pétursson
01/02/2025
0

150.0000 pund er verðið sem eigandinn vill fá fyrir gripinn 27.000 mílur - aðeins þrír eigendur frá upphafi Númer 39...

Næsta grein
Ljósasprell Teslu: Gagn eða gaman?

Ljósasprell Teslu: Gagn eða gaman?

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

BYD Sealion 7 – fágaður lúxus og kraftmikið tæknibúnt

19/05/2025
Bílaheimurinn

Þjónustudagur Toyota

16/05/2025
Bílasýningar

Vígalegur 35″ Defender og fjallahjólhýsi á vorsýningu Land Rover á laugardag

16/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.