Mánudagur, 14. júlí, 2025 @ 19:59
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Vel með farinn Bjúkki frá diskótímabilinu

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
27/05/2023
Flokkar: Bílasagan, Fornbílar
Lestími: 9 mín.
411 4
0
199
DEILINGAR
1.8k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

* Vel með farinn Buick Electra sem er ekinn aðeins 32,773 mílur

* 403 cubic inch Buick V8 – 350 var staðalbúnaður í þessum bíl

* GM Turbo-Hydramatic 400, 3 gíra sjálfskipting

* GM 10 drifrás

* Orginal loftkæling

* Orginal aflstýri

* Orginal aflbremsur/diskar að framan og tromlur að aftan

* Vinyl innrétting og vökva- og veltistýri

* Orginal rafmagnsrúður og sæti, og orginal Cruise Control

* Metallic Brown litur með Landau toppi

* 15 tommu Buick Rallye felgur með hvítum hringjum

* Upprunaleg skjöl: ábyrgðarbæklingur bílsins (með upprunalegum upplýsingum eiganda)

Buick Electra Landau var lúxusbíll sem framleiddur var í Buick deild General Motors. Þessi er frá árinu 1978. Electra var ökutæki í fullri stærð sem var þekkt fyrir þægindi. Bíllinn var rúmgóður og afar þægilegur í akstri. Landau var búnaðarstig innan Electra línunnar sem bauð upp á sérstakan stíl og meiri lúxus.

Ekkert til sparað

Buick Electra Landau árgerð 1978 er glæsilegur bíll. Hann er langur og línan í bílnum er stílhrein og hann er með sérlega áberandi krómgrilli. Landau útgáfan var með sérstöku vínylþaki sem huldi aftari hluta toppsins en það þótti afar flott á þessum tíma. Vínylþakið var fáanlegt í ýmsum litum til að harmonera betur við lit bílsins.

Einn með öllu

Að innan var Electra Landau með flotta og vel skipulagða innréttingu. Bíllinn getur auðveldlega rúmað sex manns í sæti með bekk frammí. Sætin voru venjulega bólstruð með gæða efni, svo sem vinýl eða plussi og framsætin voru yfirleitt rafdrifin sem jók á þægindin. Mælaborðið er vel skipulagt og allt innan seilingar.

Aflstýri og aflbremsur

Hvað varðar eiginleika og þægindi bauð Electra Landau upp á úrval af lúxusvalkostum.

Rafmagn í rúðum, rafmagn í læsingum og loftkæling voru algengir eiginleikar í þessari gerð bíla.

Að auki innihélt Landau útfærslan oft aukagræjur eins og veltistýri, krús kontrol og uppfært hljóðkerfi. Sumar útgáfur af Electra Landau komu einnig með valkosti eins og rafmagni í sætum, stafrænni klukku og afturrúðu hita.

Kraftmikil V8 vél

350 vélin var staðlbúnaður en þessi bíll er með 403, V8 vél sem var nokkuð kraftmeiri en oftast var hægt að panta bíl eins og þennan með stærri vélum.

Kaninn vildi stórar vélar með miklu afli og sjálfskipting var grundvallarbúnaður.

Buick Electra Landau árgerð 1978 var fulltrúi lúxusbíla síns tíma. Electran sameinaði þægindi og notagildi með glæsilegum stíl og ýmsum eftirsóknarverðum eiginleikum.

Í dag er svona Buick Electra eftirsóttur bíll meðal bílaáhugamanna.

Landau merkti lúxus

Í tengslum við Buick Electra Landau vísaði hugtakið „Landau“ til sérstaks búnaðarstigs eða pakka með Electrunni. Landau útgáfan var venjulega viðbótar lúxus og flottheit.

„Landau“ er nafn á ákveðinni tegund hestvagna. Landau-vagn var tegund af lúxus og glæsivagni sem var með fellanlegum blæjutoppi sem huldi farþegarýmið að aftan. Það var tákn velmegunar og fágunar á 18. og 19. öld.

Einstaklega gott eintak

Þetta eintak af Buick Electra er í sérlega góðu ástandi. Lexus hefur stórgrætt á því að selja vel einangraða bíla en þegar þú ekur þessum tekur þú hugtakið „einangrun“ upp á allt annað stig.

Bíllinn er lítið ekinn eða aðeins um 32 þús. mílur – á heilum 45 árum.

Ef þú ert að leita að klassík sem er bæði flott og vel með farin – þá er þetta sennilega bíllinn.  Verðið spillir ekki en það er í kringum 30 þús. dollarar eða um 4,2 milljónir íslenskra króna. Hér má skoða meira um bílinn.

Fyrri grein

BMW rafvæðir 5 seríu fjölskylduna með öflugum i5 fólksbíl

Næsta grein

Krúser hjá Poulsen

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Höf: Pétur R. Pétursson
29/06/2025
0

Þessi Nova hefur farið í gegnum algera „Frame Off“ endurbyggingu þar sem engu hefur verið til sparað. Bíllinn er sprautaður...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

Næsta grein
Krúser hjá Poulsen

Krúser hjá Poulsen

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Ford Ranger PHEV, örlítið fordómafull byrjun

13/07/2025
Bílasagan

Algjör veisla fyrir rúntara

12/07/2025
Bílaframleiðsla

Fiat kynnir mild-hybrid útgáfu af 500e

11/07/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.