Þetta fannst lesendum áhugaverðast 2021

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Þetta gátum við! Klárað árið 2021 og nú hefjum við það næsta.

Það er illmögulegt að spá fyrir um 2022 en einu getum við þó lofað: Við munum halda áfram að byggja Bílablogg upp, fjalla um það merkasta úr heimi bíla og akstursíþrótta og mjög líklega munum við brydda upp á nýjungum sem við kynnum áður en langt um líður.

Gleðilegt ár lesendur góðir, þakka ykkur árið sem nýliðið er og hér kemur það sem ykkur fannst áhugaverðast á vefnum okkar 2021!

Það er engum vafa undirorpið að lesendur eru fróðleiksfúsir og kunna vel að meta tækni, íslenska bílasögu, ameríska bílasögu og tjah… blauta bíla. Það er virkilega áhugaverð blanda! Athugið að greinarheitið aftan við hvert númer er hlekkur á greinina sjálfa. Smellið og greinin opnast í öðrum glugga.

Tækni og góðar sögur

1. Hversu oft á að skipta um tímareim?

Af 10 vinsælustu greinunum á Bílabloggi er sú langvinsælasta af tæknilegum toga og fjallar um hversu oft á að skipta um tímareim.

Farþegi sem þýddi Tinna og samdi texta í mjólkurbíl

2. Sannleikurinn um Bjössa á mjólkurbílnum  

Næstvinsælasta greinin kemur úr nokkrum ólíkum áttum. Við sögu koma Vík, Reykjavík, Haukur Morthens, Loftur Guðmundsson, mjólk og ljón.  

BattMAN kann að meta rafhlöður

3. Hvað verður um rafhlöður úr rafbílum?

Þriðja í röðinni er fremur nýleg grein og í henni er tekin fyrir RISAstór spurning: Hvað verður um rafhlöður úr rafbílum?

Skipalest sem tvístraðist

4. Hundrað amerískir bílar settir saman á Mýrdalssandi 1941

Fjórða mest lesna greinin tengist óveðri, skipalest og amerískum bílum.

Með eindæmum vinsæll bíll

5. Bíll dagsins: Ford Bronco árgerð 1974

Bíll sem var ??grjótharður nagli, hagnýtur og einfaldur: Ford Bronco 1974 gegndi hlutverki jeppans af stakri prýði.

Þetta voru fimm vinsælustu greinarnar 2021. Hér á eftir koma næstu fimm. Færra segi ég um þær því árið 2022 byrjar greinilega á því að tíminn líður eitthvað hraðar en mig minnti!

Sama gildir og um greinarnar hér fyrir ofan: Smellið á greinarheitið og greinin opnast í öðrum glugga. Þakka ykkur, lesendur góðir, fyrir árið 2021 og fyrir að hafa með áhuganum skipað þessum greinum í sæti þeirra vinsælustu á árinu!

6. Ekki segja þetta við bifvélavirkjann

7. Þarf að hreinsa kælikerfið í bílnum?  

?

8. Splunkunýir Land Cruiserar gjöreyðilögðust

 

9. Hvað varð um flóðabílana sem komu 1987 og 1988?

 

10. Hagnýt ráð í bílaviðgerðum

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar