Föstudagur, 9. maí, 2025 @ 8:50
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Ekki segja þetta við bifvélavirkjann

Malín Brand Höf: Malín Brand
12/11/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 6 mín.
273 17
0
139
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Það eru nokkur atriði sem er eiginlega bara bannað  að segja við bifvélavirkja. Eða það mælist öllu heldur ekki vel fyrir. Og sömuleiðis eru atriði  sem gætu a) farið mjög í taugarnar á þeim eða  b) glatt þá. Ekki það að bifvélavirkjar séu eitthvað oftar pirraðir en annað fólk. En förum aðeins yfir þetta.

Einmitt svona, þó ekkert endilega svona mikið brosandi, er einna best að hafa bifvélavirkjann. Hér á eftir eru dæmi um hvað virkar illa og svo að lokum það sem getur virkað vel. Myndir: Unsplash

Byrjum á mikilvægu grundvallaratriði:

Þegar komið er með bílinn á verkstæði, smurstöð eða á skoðunarstöð þá er ástæða fyrir því að einhvers staðar eru nokkrir stólar í hnapp, fjarri vinnusvæðinu. Þar eiga viðskiptavinir að bíða.

Fæstir vilja hafa fólk vappandi um allt inni á gólfi hjá þeim, glápandi yfir öxlina eða andandi ofan í hálsmálið á þeim.

Svo ekki sé talað um þegar viðskiptavinur á flandri um allt, dúndrar höfðinu í eitthvað og slasar sig eða stígur ofan í einhverja lummu og kámar allt út.

Það er ekki líklegt til vinsælda þegar bíleigandi hefur af einstakri fákunnáttu reynt að „fiffa“ hlutina sjálfur. Eins og til dæmis troðið skærum ofan í skiptinguna til „reddingar“, eins og hér hefur verið gert:

Þegar viðskiptavinurinn hefur tekið sig til og bætt ofsalega mikilli olíu á vélina áður en hann kom á verkstæðið. Það er sjaldnast góð byrjun.?

Ömurlega illa pakkaðir varahlutir sem eigandinn er kannski búinn að geyma í skottinu í marga mánuði er pottþétt líka pirrandi.

Þegar bíllinn er skilinn eftir á verkstæði er algjörlega óþolandi þegar fólk hringir milljón sinnum til að spyrja um gang mála og til að spyrja klukkan hvað bíllinn verði tilbúinn.

Alls ekki fara að karpa um verðið og reyna að kría út afslátt eftir á þegar þegar búið er að gera það sem samið var um.

Ekki mæta rétt fyrir lokun og fara fram á eitthvað. Það getur mælst rosalega illa fyrir hjá þreyttu fólki þegar vinnudagurinn er að klárast.

Ef þannig vill til að viðskiptavinur er inni á gólfi meðan verið er að gera við bílinn hans þá er algjört „nó-nó“ að fara að fikta í verkfærum og pota í hluti. BANNAÐ!

Að koma með bílinn á verkstæði, skilja hann eftir og eldsneytistankurinn er GALTÓMUR; Það er algjör skandall.

Það er mjög óheppilegt þegar komið er með bíl í bremsuskipti eða eitthvað ákveðið afmarkað verk en viðskiptavinurinn fer fram á alls konar „smáræði“ til viðbótar. Það fellur oft í grýttan jarðveg – sérstaklega ef „farið er fram á“ hitt og þetta með frekju og almennum leiðindum.  

Best að sleppa því bara.

Það er rosalega niðurdrepandi ef kúnninn spyr ítrekað (eða bara einu sinni – það er líka of mikið) hvort bifvélavirkinn viti örugglega hvað hann sé að gera. Það er ekki sniðugt að spyrja að slíku.

Síðast en ekki síst þá ber að nefna að þegar komið er með bíl á verkstæði er það ekki hlutverk viðskiptavinar að segja bifvélavirkjanum fyrir verkum. Þetta: „Veistu, ég myndi nú ekki gera þetta svona…“ er svo óþolandi að ég segi bara ekki fleira um það. Verkstæðið er ekki inni í „viðskiptavinurinn-hefur-alltaf-rétt-fyrir-sér“ hugmyndafræðinni.

Að kæta bifvélavirkja

Nú er gaman! Það er nefnilega ekki allt bannað. Það er eitt og annað sem getur glatt bifvélavirkjann og það þarf ekki að vera Rolex úr í gjafaumbúðum. Sleppið bara umbúðunum! Grín.

Það eru nokkur einföld smáatriði sem gera mikið gagn og skapa gott skap. Tökum dæmi:

Þegar viðskiptavinur hefur verið svo hugulsamur að hafa allt það til sem bifvélavirkinn þarf til verksins (varahluti, smurbók og þess háttar). Það er oft andlegur léttir að þurfa ekki að gramsa í loðnu og viðbjóðslegu hanskahólfi. Ég hef fundið gamla túnfiskssamloku í hanskahólfi og það var ekki hressandi (hún minnti einna helst á Graf Zeppelin þarna í… æj ekki orð um það meir).

Þegar viðskiptavinurinn hefur vandað sig rosalega og skrifað bréf eða orðsendingu fyrir bifvélavirkjann – ekki segja honum til sko! Muna það – heldur þar sem reynt er að útskýra vandlega hvernig bilunin lýsir sér. Þessi orðsending er dæmi um svona:

Eða smá pepp á pappír þegar allt er að verða vitlaust:

Kannski aðeins of… en jæja!

Jæja, þetta var nú allt og sumt í bili en ég veit að atriðin eru enn fleiri. Ekki hika við, frábæru lesendur, að senda mér ábendingar, sögur eða tillögur. Netfangið er malin@bilablogg.is.

[Greinin birtist fyrst í desember 2021]

Þessu tengt:

Margt ber fyrir augu bifvélavirkjans

Tommi tekur sig til og smyr VW ID.3

Verkstæðishryllingur: Útskýringar viðskiptavina

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Hvað verður um rafhlöður úr rafbílum?

Næsta grein

Kemur Volvo með fólksbíla og stationbíla í kjölfar jeppanna?

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Höf: Jóhannes Reykdal
07/05/2025
0

FIESOLE, Ítalíu — Jeep vonast til að nýja kynslóð Compass jeppans muni stækka viðskiptavinahóp forvera síns, bæta við rafknúinni útgáfu...

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2025
0

Volkswagen leggur mikið kapp á að vera áberandi fyrir kínverska bílakaupendur. Á bílasýningunni í Sjanghæ sýndi framleiðandinn þrjá nýja hugmyndabíla....

VW gæti hleypt af stokkunum rafbílum með lengri drægni í Evrópu, segja stjórnendur

VW gæti hleypt af stokkunum rafbílum með lengri drægni í Evrópu, segja stjórnendur

Höf: Jóhannes Reykdal
29/04/2025
0

SHANGHAI — Volkswagen Group hyggst kynna tækni með lengri drægni fyrir evrópskan markað (sem nefnd er EREV) , sagði Martin...

Nýr Mercedes Vision V Concept forsýnir framtíð lúxus fjölnotabíla

Nýr Mercedes Vision V Concept forsýnir framtíð lúxus fjölnotabíla

Höf: Jóhannes Reykdal
28/04/2025
0

Mercedes Vision V Concept forsýnir úrval af ofurlúxus fólksflutningabílum sem líta út fyrir að vera tilbúnir í framleiðslu, en sá...

Næsta grein
Má bjóða þér fimm hjóla VW?

Má bjóða þér fimm hjóla VW?

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025
Álit

Peugeot E-5008 GT – sjö sæta bíll með nægu plássi!

07/05/2025
Bílaframleiðsla

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

02/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.