Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 19:33
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

„Pop-up“ framljósin: Það besta og það versta

Malín Brand Höf: Malín Brand
27/02/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 10 mín.
283 3
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Framljósin sem kallast hafa „pop-up“, „flip-eye“ eða „hidden-headlights“ settu sannarlega svip sinn á bíla, einkum sportlegri bíla, hér á árum áður. Þessi hönnun ljósa fór bílum misvel en hér er listinn minn yfir flotta og ekki svo flotta bíla með „pop-up“ ljósum.

Börn hafa oft kallað bíla með pop-up ljósum „bíla með augu“ og fundist þeir mennskari en aðrir bílar á að líta.

Þessu áttaði ég mig á í fyrsta rallinu sem við Sigurður Óli Gunnarsson kepptum saman (fyrsta rallið mitt) en bíllinn hans er þessi gullfallegi bíll sem er á myndinni hér að ofan og reyndar fyrir neðan líka.

Við Siggi Óli að klára sérleið við Hvaleyrarvatn í Vorrallinu 2014. Ljósmynd/Þórður Bragason

Eins og glöggir sjá er þetta Toyota Celica árgerð 1990. Eftir akstur einnar sérleiðarinnar man ég eftir krökkum sem klöppuðu þegar við komum akandi. Þau hrópuðu glöð í bragði: „Hér er hann! Flottasti bíllinn. Bíllinn með augun!“ Þetta heyrðum við inn um opinn gluggann mín megin og gátum ekki annað en brosað.

Sá fyrsti, þeir síðustu og…

Áður en við förum í listann er vel við hæfi að skoða snatri hvenær þessi gerð framljósa kom fyrst. Það er nefnilega áhugavert að það eru alveg 85 ár síðan fyrsti bíllinn „með augum“ kom á markaðinn.

Cord 812. Ljósmyndir/Wikipedia

Cord 812 hét hann. Bíllinn kom á markað 1937 og var framleiddur í Indíana í Bandaríkjunum. Hann var virkilega byltingarkenndur bíll og ekki bara vegna framljósanna. Nei, þetta var fyrsti framdrifsbíllinn á bandarískum bílamarkaði.

Hann þótti bæði vera með „augu“ og „nef“ því hann var ekki með eiginlegt grill heldur eins konar ristarhlera (louver) og hönnunin á þeim hluta bílsins varð til þess að hann var kallaður líkkistunefur eða „coffin nose“.

Síðustu (í bili) bílarnir með þessa gerð framljósa komu af færibandinu árið 2004. Það voru Chevrolet Corvette (C5) og Lotus Esprit.

Corvette C5. Ljósmynd/Wikipedia

Þá töldu menn að dagar pop-up ljósanna væru taldir. En viti menn! Eftir 16 ára fjarveru birtust pop-up ljósin á nýjan leik og þá á bíl sem nefnist Ares Panther.

2020 Ares Panther. Ljósmynd/Wikipedia

Þetta var árið 2020 og ekki hef ég kynnt mér þann bíl neitt en lesa má um hann til dæmis á Wikipediu.

Hvers vegna hurfu pop-up ljósin?

Samkvæmt grein nokkurri og Wikipediu var hætt með þessi ljós af öryggisástæðum (þ.e. í Bandaríkjunum). Gangandi vegfarendur gátu víst slasast á hvössum hornum ljósanna, eða eitthvað álíka. En í það minnsta eru ljósin ekki ólögleg.

Porsche 924. Ljósmynd/Porsche

Listinn minn

Hér koma þeir, bílarnir með pop-up ljósum, sitt á hvað; ljótir og flottir. Þetta er auðvitað bara mín skoðun og eingöngu til gamans gert. Sunnudagar eru nefnilega svo mikið þannig.

?

Opel GT (1968 – 1973)

Opel GT. Ljósmyndir/Opel

Ljósin voru kveikt með handafli (stýrisarmi). Þannig „opnaði hann augun“. Sagt var að ljósin rúlluðu á sinn stað en „poppuðu“ ekki upp. Hægt og rólega.

Bíllinn var einungis framleiddur með stýrið „réttum megin“ og fékkst með 1.1 og 1.9 lítra vél.

Yfir 100.000 bílar voru framleiddir af þessari gerð og þá eru meðtaldir þeir sem báru Buick merki fyrir bandarískan markað.

?

Volvo 480 (1986-1995)

Volvo 480. Ljósmyndir/Wikipedia

Þessi ólögulegi bíll var fyrsti framhjóladrifni bíllinn sem Volvo framleiddi. Jú, hann komst í sögubækurnar fyrir það en líka fyrir að vera fyrsta og eina gerðin sem var með pop-up framljós.

Hann var smíðaður í Hollandi og fékkst með 1.7 og 2.0 lítra vél (frá Renault). Sú fyrrnefnda var meira að segja túrbó.

Útlitslega minnir hann mig á Suzuki Swift með Honda Civic í snefilmagni sem var kastað úr mikilli hæð og svona leit lumman út. Illa sagt kannski en þetta er það sem fyrir augu mín ber.

?

Fiat X1/9 (1972-1989)

Fiat X1/9. Ljósmynd/Wikipedia

Sportarinn með furðulega nafnið, Fiat X1/9, var alls framleiddur í um 150.000 eintökum. Var hann sagður eins og ferskur andblær á sínum tíma (ekki þó úr pústinu) á markað smærri sportbíla. Auk þess að vera skemmtilega öðruvísi var hann líka fremur ódýr.

Vélin í þessum tveggja sæta bíl var í honum miðjum og segja mér kunnugir að bíll þessi hafi verið einstaklega skemmtilegur í akstri.

?

Chrysler LeBaron Coupe/Convertible (1987-1995)

Já, best að segja bara sem fæst og skrifa enn minna.

?

Honda Prelude (1982-1987)

Sá hvimleiði ókostur fylgdi hönnuninni að þegar bíllinn var „með augun opin“ skapaði það töluverða loftmótstöðu og það er aldrei sniðugt. En flottur hefur mér þótt hann.

?

Saab Sonett III (1970 – 1974)

Þessi Saab vakti nokkra lukku og seldust yfir 8000 bílar af þessari III kynslóð hans. Hinar vöktu eiginlega ekki lukku og var þessi sú eina með pop-up ljósum. Jú og eina gerðin sem Saab framleiddi með slík ljós. Fleiri urðu kynslóðirnar víst ekki.

Sonett minnti mig á eitthvað eða einhvern úr Simpsons þáttunum og ég var dálitla stund að finna út hvaða karakter það var en hann er sá sem er hægra megin á myndinni fyrir neðan:

Svona í lokin

Þar sem þetta er orðið helst til langt hjá mér þá fá myndir að tala fyrir þá síðustu en listi bíla með pop-up ljós er sannarlega mun lengri en þessi hér.

Hefur þú skoðun á þessu? Endilega segðu hvað þér finnst um pop-up ljósin og bílana sem skörtuðu þeim, á Facebooksíðu Bílabloggs.

?

Porsche 924

?

Lincoln Continental

?

BMW 850

Ljósmyndir/BMW

?

1942 DeSoto convertible

Ljósmynd/Wikipedia

Var þetta skemmtieg lesning? Þá gætir þú séð húmorinn í þessum greinum hér: 

Fari það í hurðarlaust…

Nokkrar barbabrellur í amerískum fornbílum

5 hlutir úr bílum fortíðar

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

[Forsíðumynd: Þórður Bragason 2014]
Fyrri grein

Heilsast eigendur Tesla Plaid svona í umferðinni?

Næsta grein

Ford Ranger Raptor eins og King Kong!

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Næsta grein
Ford Ranger Raptor eins og King Kong!

Ford Ranger Raptor eins og King Kong!

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.