Fjöldi hluta sem eitt sinn voru í eða á bílum hafa horfið og við kannski ekki veitt því athygli. Í það minnsta ekki saknað mjög mikið. Tökum nokkur dæmi um misjafnlega áberandi atriði sem horfin eru að mestu eða með öllu.

Tígulegir vængir (uggar) á afturbrettum

Eða það sem kallað var „tail fins“ og þótti hrikalega flott hér áður fyrr. Vængir sem sköguðu bæði upp úr og aftur úr bílnum. Þeir voru einkum og sér í lagi áberandi í hönnun amerískra bíla og eins og margt í Ameríku stækkuðu þeir og stækkuðu.

Harley Earl, hönnuður hjá General Motors er sennilega sá sem hafði mest áhrif á þessa hönnun en sagt er að orrustuþotan Lockheed P-38 Lightning hafi veitt honum innblástur við hönnunina á Cadillac árgerð 1948.

Það var nú bara byrjunin. Uggarnir eða vængirnir urðu stærri og hvassari – svo hvassir að fólk gat meira að segja slasað sig á þessu fíneríi. En þetta útlitsatriði tilheyrir fortíðinni.

Hér er stutt myndband þar sem litið er í „baksýnisspegilinn“ og þar blasa þeir við: Vængirnir.

Sígarettukveikjarinn og öskubakkinn

Í dag eru 12 volta tengi í bílum en ekki sígarettukveikjarar. Öskubakkar? Gleymdu því! Saga öskubakkans er rakin í grein hér á Bílabloggi og lesa má hér.

Blómavasar

Það þótti spaugilegt þegar VW bjalla (New Beetle) kom á markað 1998 og í henni var blómavasi með gerviblómi.

Þetta var í einhverjum bjöllum í fyrndinni en upprunalega var þetta hugmynd komin frá Henry Ford.

Í dag er eflaust hægt að kaupa blómavasa fyrir bíla en Nýja bjallan hætti með blómavasann árið 2011.

Litlu hliðargluggarnir

Munið þið eftir litlu gluggunum fram í sumum bílum í „denn“? Kannski betri miðstöðvar hafi „blásið“ þeim burtu?

Hér er stutt og bara fínt myndband um þessa glugga fortíðar:

Skrautið á húddinu

Já, það er nú ekki horfið alveg en þótti voðalega flott vísbending um velsæld og var á sinn hátt prýði hvers bíls sem slíkt bar.

Loftnet, hjólkoppar, segulbandstæki og fleira má nefna. Jafnvel geislaspilarinn er nánast horfinn úr nýjum bílum. Er eitthvað sem þið, lesendur góðir, munið eftir úr hönnun bíla og saknið?

Hafðir þú gaman af þessari? Þá eru þetta greinar sem þér gæti þótt skemmtilegar:

„1955. Árið, sem bílar voru bílar“

Hver gerir svona? Saga öskubakkans

Saga hanskahólfsins

Flott að eiga bílaplötuspilara

Nokkrar barbabrellur í amerískum fornbílum

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

[Áður birt í febrúar 2022]
Sett inn
12/8/2022
í flokknum:
Bílasagan

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílasagan

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.