Opel undirstrikareigendaskiptin frá General Motors yfir til PSA Group með nýrri línu í hönnunsem kalla má bæði „hreina og djarfa“ með því að forsýna útlitið á nýjum GT Xtilraunabíl sem er jeppi/crossover sem er eingöngu rafknúinn að sögn AutomotiveNews Europe.
Hönnuðir Opelhafa dregið úr hefðbundnum, svokölluðum „skurðarlínum“ í yfirbyggingu hugmyndabílsinsí lágmark, til að gefa þessum rafdrifna hugmyndajeppa hreint hátækniútlit. Hanner með nýja hönnun á grilli sem Opel kallar „Vizor“ (skyggni eða hjálmgríma)vegna þess að það líkist augnloki vélhjólahjálms.
Hugmyndabíllinn forsýnirútlitið á Opel bílum sem koma á markað um miðjan áratuginn eftir 2020 með djörfu,og hreinu útlit, segir bílaframleiðandinn í yfirlýsingu.
Haft er eftir MarkAdams yfirmanni hönnunardeildar Opel að hönnuðirnir höfðu velt fyrir sérsérhverri virkni og einingu bílsins til að draga úr óþarfa hönnunareiningum ogná fram hreinleika í hönnun.
Opel valdi aðforsýna nýja stíl í jeppa vegna vaxandi eftirspurnar eftir slíkum ökutækjum. Áárinu 2020 gerir fyrirtækið ráð fyrir að 40 prósent af öllum bílum sem þaðselur séu jeppar.
Það að þessitilraunajeppi sé eingöngu með rafrifna drifrás undirstrikar áherslu á áætlanirOpel um að rafvæða sína framleiðslulínu.
Opel stefnir aðþví að bjóða upp á rafmagnsútgáfur af öllum vörulínum sínum árið 2024. Framleiðandinnmun bjóða rafhlöðu-rafmagns- eða tengitvinnbíla ásamt viðbótum með hefðbundnumbrunahreyflum.
Næsta kynslóðCorsa mun fá rafmagnaðan drifbúnað með tækni PSA árið 2020, ári eftir að nýCorsa með hefðbundnum vélbúnaði fer í sölu. Það mun fylla bilið sem verðurþegar Opel Ampera-E hættir.
Tilraunabíllinn GTX er byggður á léttri hönnun með afli sem kemur frá 50 kílówatta litíum-ion-rafhlöðumeð span-hleðslu. Hann verður búinn þriðja stigs aðgerðum fyrir sjálfstæðanakstur. Þetta þýðir að bíllinn getur séð um alla þætti aksturs sjálfur enökumaðurinn verður að geta svarað beiðni um að grípa inn í ferli. Að sögn Opel.
Umræður um þessa grein