Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 8:50
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Græðir þú á því að kaupa gráan bíl?

Jón Helgi Þórisson Höf: Jón Helgi Þórisson
03/01/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
311 3
0
150
DEILINGAR
1.4k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Græðir þú á því að kaupa gráan bíl?

Nei, þessi grein fjallar ekki um innflutning bifreiða sem eru gráar á litinn. En sumar af bifreiðunum geta þó sjálfsagt verið gráar.

Greinin fjallar um fyrirbæri sem kallast á ensku Grey Import Vehicles eða Paralell Import.

En þetta eru bílar sem eru fluttir á milli landa án aðkomu bílaframleiðandans eða aðila sem eru viðurkenndir af framleiðandanum og á bæði við um nýja eða notaða bíla. Bílar sem hafa lent í tjóni og hafa verið fluttir á þann máta á milli landa geta líka fallið undir þessa skilgreiningu. Þetta er löglegur innflutningur í flestum tilfellum.

Það er rétt að taka það fram strax að Evrópusambandið sektar þá sem reyna að koma í veg fyrir að einstaklingur fari til annars Evrópusambandslands og kaupi bíl ódýrar þar. Eins mega þjónustuaðilar í einu landi ekki neita að þjónusta bíla sem eru keyptir í öðru Evrópusambandslandi. Þetta er eitt markaðssvæði með frjálsri samkeppni án tillits til landamæra.

Þetta eru bílar með Evrópuviðurkenningum og uppfylla allar kröfur Evrópusambandsins.

En hvað með bíla sem eru fluttir á milli markaðssvæða? Þá fara málin að flækjast. Bílar sem eru framleiddir í Ameríku uppfylla aðrar reglugerðir og staðla en bílar sem eru framleiddir í Evrópu. Kostnaðurinn er mismunandi eftir því hvar bílarnir eru framleiddir en sem dæmi þá var ákveðin gerð af amerískum bílum framleidd bæði í Ameríku og Evrópu. Evrópski bíllinn var dýrari en líka í hærri gæðaflokki. En venjulegir bílakaupendur átta sig ekki á þessu enda ekki í neinni aðstöðu til þess.

Í nokkrum tilfellum hefur undirritaður séð í amerískum ábyrgðarbókum klausu sem segir að bíllinn fellur úr ábyrgð ef hann er fluttur út frá því markaðssvæði sem hann var smíðaður fyrir.

En ef bíllinn var fluttur inn keyptur beint af framleiðandanum af viðurkenndum aðila þá tók hann nú samt ábyrgð á bílnum!

Svokallaðir búslóðarbílar frá Ameríku eru grár innflutningur, þeir fást (yfirleitt) skráningarskoðaðir en það er skráning á stöku ökutæki sem mætir í skoðun og ef sköffuð eru umbeðin gögn fæst bíllinn skráður á götuna. Gerðarviðurkenning fæst ekki fyrir slíka bíla en það er skráning sem gildir fyrir eina gerð af ökutæki sem uppfyllir Evrópska staðla.

Þegar viðurkenningin er í höfn þá er hægt að selja alla bíla sömu gerðar með því að senda inn svokallaða forskráningu en bara eitt eintak var skoðað í upphafi (þetta var þannig en gæti hafa breyst) og eitt sett af gögnum var afhent viðkomandi yfirvöldum.

Þeir sem eru líklega mest á móti gráum innflutningi eru viðurkenndir innflutningsaðilar bifreiða. Bílarnir sem umboðin fá koma yfirleitt frá Evrópu eða eru framleiddir fyrir Evrópumarkað en þeir eru mun dýrari en hliðstæðir bílar framleiddir fyrir Ameríska markaðinn.

Einnig þeir sem eiga sömu sort af bíl því mikill innflutningur ódýrra bíla hefur áhrif á endursöluverð. Sem dæmi olli innflutningurinn á „Brunabílunum“  og „Flóðabílunum“ , sem við höfum áður fjallað um, óánægju meðal eigenda samskonar bifreiða því þeir töldu að þegar kæmi að því að selja bílinn myndi fást minna verð fyrir hann.

Tryggingafélög í Bandaríkjunum selja oft bíla úr landi sem hefur verið stolið og endurheimtir frá þjófunum eða hafa orðið fyrir tjóni. En þessir bílar eru teknir af skrá og fást aldrei aftur skráðir þar í landi. Sumir af þeim enda á Íslandi.

Það eru mismunandi reglur í löndum heimsins varðandi gráan innflutning, allt frá því að það eru nánast engar hindranir yfir í það að innflutningurinn er nánast alveg bannaður.

Það eru kostir og gallar við að kaupa bíl sem hefur verið fluttur inn grátt. Helsti kosturinn er að bíllinn er líklega ódýrari en hliðstæður nýr eða notaður af sömu gerð sem var fluttur inn af umboði. Helsti ókosturinn er að þú þekkir líklega ekki innflytjandann og veist í rauninni ekki mikið um hvort bíllinn kemur úr einhverju tjóni, var seldur á uppboði eða tryggingafélag átti hann. Þú gætir verið að kaupa gullmola eða köttinn í sekknum. Þetta getur verið svolítið happdrætti.

Ef bíllinn er eina eintakið af gerðinni á Íslandi er nánast öruggt að það eru ekki til neinir varahlutir í hann. Það er eitt af því sem þarf að hafa í huga.

Fyrri grein

Skellinöðrufaraldurinn og Hannes á horninu

Næsta grein

Þetta fannst lesendum áhugaverðast 2021

Jón Helgi Þórisson

Jón Helgi Þórisson

Bifvélavirki og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Þetta fannst lesendum áhugaverðast 2021

Þetta fannst lesendum áhugaverðast 2021

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.