Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 15:49
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Mestu bílaslátranir kvikmyndasögunnar

Malín Brand Höf: Malín Brand
06/02/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 6 mín.
270 17
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Hvað fer verst með bíla? Svarið er einfalt: Mannfólkið. Þetta var nú aulabrandari en satt er þetta engu að síður. Það getur verið agalega sárt að horfa á bíla drabbast niður og þá einkum og sér í lagi vegna hirðuleysis eigenda. Svo horfir maður á Löggulíf og „æjar og ó-ar“ yfir öllum bílunum sem verða að klessu. Samt eru bílaklessuatriðin svo frábær í þeirri góðu mynd Þráins Bertelssonar. Eltingaleikurinn er algjörlega stórkostlegur, eins og rifja má upp hér:

Olíudrifin slóð í kvikmyndunum

Já, ótal bílum er fórnað í þágu listarinnar. Kvikmyndalistarinnar. „Er þetta ekki allt tölvugert nú til dags?“ Nei, ekki alveg. Auðvitað í teiknimyndum en hendur margra kvikmyndaleikstjóra eru „ataðar“ olíu. Olíu bíla sem ekki aka lengur. Hvernig geta þessir menn sofið um nætur? Við skulum líta á tölurnar yfir fórnarfákana!

Allir þessir fögru bílar! Ónýtir…

Það fyrsta sem kom upp í hugann var hin goðsagnakennda kvikmynd Bullitt með Steve McQueen frá 1968. Man ég hversu spenntur pabbi heitinn var þegar við komum heim af vídeóleigunni, sigri hrósandi, með spóluna. „Malla, nú færðu sko að sjá alvöru bílamynd! Allt annað er bara prump í samanburði,“ sagði hann og var eins og krakki á jólum; svo spenntur að sjá á mér svipinn þegar meistarverkið byrjaði að rúlla.

Munnurinn á mér opnaðist. Og ég gapti frá upphafi myndar til enda.

„Var þetta ekki æðislegt?“ spurði hann mig, steinrunninn krakkann, sem sagði loks: „En allir þessir fallegu bílar pabbi. Þeir eru ónýtir…,“ sagði ég döpur og steindrap stemmninguna.

Já, það var nokkuð til í því enda var gert út af við rúmlega 80 bíla í Bullitt en í staðinn fengum við, áhorfendur, einn magnaðasta bílaeltingaleik kvikmyndasögunnar. Atriði sem, tjah, horfa má á aftur og aftur og aftur. Lifi YouTube! Gengur mun hraðar fyrir sig en að spóla slitinni vídeóspólu aftur og aftur til baka.

Hraðamet í bílfórnum: Gone in 60 Seconds

Það var nefnilega svolítið: „Gone in 40 minutes“ fyrir þá 93 bíla sem enduðu sína bíladaga í tæplega 40 mínútna löngu atriði. Lengsta bílaeltingarleik kvikmyndasögunnar, held ég að rétt sé farið með.

Þarna fóru nokkrir…

Henry Blight Halicki eða H.B. Halicki var aðalmaðurinn í myndinni. Ekki nóg með að hann hafi skrifað Gone in 60 Seconds, leikstýrt myndinni og farið með aðalhlutverkið í henni, heldur átti hann bílana 93 sem enduðu í stöppu. Það ætti því ekki að koma verulega á óvart að hann var af sumum kallaður „klessubílakóngurinn“ eða The Car Crash King.

Það er líka einstaklega vel af sér vikið að hafa – í 98 mínútna langri mynd – banað 93 bílum sem er nánast einn bíll á mínútu. En þar sem þeir „urð´að-klessu-ojbara“ á tæpum 40 mínútum þá eyðilögðust 2,5 bílar á hverri mínútu.

En nú er undirrituð alveg komin í ruglið; samlagning, frádráttur og deiling á heima annars staðar.

Ekkert plat

Myndin kom út árið 1974 og í henni er, að því er fram kemur á ýmsum vefsíðum, ekkert plat. Enda nógu gömul til þess. Tæknibrellna var ekki þörf fyrst svona margir bílar biðu þess að fá að skemmast og fjölmargir áhættuökumenn ólmir í að fá að stökkva, klessa og allt þetta skemmtilega og stórhættulega sem fólst í starfi þeirra á árum áður. Þá var áhættuþóknunin eflaust feit og pattaraleg, enda starfsstétt í bráðri útrýmingarhættu.

Iss, þetta er ekki neitt!

Hafi einhverjum þótt 80 bílfórnir í Bullitt og 93 í Gone in 60 Seconds rosalegar staðreyndir þá skal strax tekið fram að það er nú bara ekki neitt sko!

Í myndinni Blues Brothers frá 1980 urðu 103 bílar að klessu; þar af um 60 lögreglubílar. Í endurgerð myndarinnar frá árinu 2000 voru bílarnir 104 þannig að Blues Brothers hafa 207 bíla á samviskunni.

Svo komu Fast and The Furious myndirnar

Ætli það sé ekki álíka flókið að telja bílana sem eyðilögðust í F&F og myndirnar sjálfar? Óteljandi.

En eftir sem áður mun Fast and The Furious númer fimm státa af 260 bíldrápum og sjötta myndin um 400.

Huggun harmi gegn?

Hátt í turni bílabana kvikmyndasögunnar situr myndin Transformers: Dark of the Moon og hreykir sér hátt yfir þeim 532 bílum sem sálgað var. Það er kannski hugggun harmi gegn að flestir bílanna voru „flóðabílar“ og hvort eð var á leið í pressuna því lögum samkvæmt átti að farga þeim.

Sagt er að leikstjórinn Michael Bay hafi fengið bílana, 530 stykki af gerðinni Chevrolet, gefins með það fyrir augum að umbreyta þeim í brak.

Sannarlega eru kvikmyndirnar fleiri þar sem bílabanar leika lausum hala en þetta er of sorglegt til að telja upp fleiri að sinni.

Fleira bíótengt eftir sama höfund:

Bílarnir í myndinni The Birds eftir Hitchcock  
Hvaða Bond-græju myndir þú velja?
„Harry! Wir brauchen den Wagen, sofort!“ – Derrick og bílarnir ?

Besta bílaatriði íslenskrar kvikmyndasögu  

Verbúðarbílarnir á Suðureyri

Svona eru áhættuökumenn þjálfaðir

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Leyndarmálin á bak við húddmerkin á Rolls-Royce, Bentley og Bugatti

Næsta grein

Það verður Haas-ar í Formúlu 1!

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Það verður Haas-ar í Formúlu 1!

Það verður Haas-ar í Formúlu 1!

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.