Þó sannarlega megi sjá fjölda fugla í myndinni The Birds eftir Alfred Hitchcock þá eru bílarnir í myndinni kannski öllu meira spennandi í augum lesenda. Þeir eru býsna margir, þ.e .bílarnir.

Tegundirnar eru nokkrar og ef við teljum tegundir og árgerðir þá eru að minnsta kosti 34 mismunandi gerðir (þar á meðal eitt mótorhjól, traktor og slökkvibíll) sem sjást í þessari fuglamynd sem þó er ekki dýralífsmynd.
Leikstjórinn ásamt leikara úr myndinni.

Allar eru gerðirnar amerískar, að tveimur undanskildum: 1954 Aston Martin, DB2/4 Mk I Drophead Coupé og 1962 Mercedes-Benz 190. Hvernig sem því er snúið þá valdi Hitchcock breskan bíl í aðalhlutverk bílanna, þ.e. Aston Martin.

Aston Martin, DB2/4 Mk I Drophead Coupé, árgerð 1954

Nú kom hinn góði gagnagrunnur imcdb  (Internet Movie Cars Database) heldur betur að gagni því það er svo erfitt og ruglingslegt að telja og punkta hjá sér alla bílana í bíómyndunum.

Á eftir Aston Martin má nefna árgerðir 1955 og 1956 af Buick Century Riviera en sá fyrrnefndi prýðir líka stóru myndina að ofan (forsíðumyndina).
1955 Buick Century Riviera. Og nokkrir mávar.
1956 Buick Century Riviera
Það eru fleiri Bjúkkar (Buick) og við eigum alveg þrjá eftir. „Hlutverkin“ eru auðvitað misjöfn og sum voðalega lítil: 
1959 Buick Electra
1962 Buick Invicta 
Allt fjaðrafokið í kringum fuglana gerði það að verkum að tæp þrjú ár tók að búa myndina til. Eins og kemur fram seinna í þessari umfjöllun þá voru ekki bara plat-fuglar í myndinni heldur líka sprelllifandi tvívængjur og það tók sinn tíma að kenna þeim á þetta allt saman. Þeir þurftu auðvitað að læra hlutverkin og svoleiðis. Myndin kom út árið 1963.
1941 Buick Limited Limousine
1951 Cadillac Series 62 Sedan, 1961 Chevrolet C-10 Apache og 1938 Ford V8 ½-Ton Pick-Up
1960 Chevrolet Impala Sport Coupe og 1955 Ford Mainline
1960 Cadillac sedan, 1962 Ford Galaxie 500 Town Victoria og Harley-Davidson Servi-Car
1950 Chevrolet Styleline De Luxe
1961 Chrysler Newport
Í kvikmyndinni voru bæði „vélfuglar“ og þjálfaðir fuglar og það er frekar spaugilegt að geta þess að einn hrafninn (þeir eru klókir fuglar) þoldi ekki leikarann Rod Taylor (kannski séð lélega mynd sem hann lék í).Þetta var hrafninn Archie og gerði hann ítrekaðar loftárásir á manninn og skipti þá engu hvort verið var að taka upp eða ekki. Þannig að ekki var handritinu um að kenna.
1960 Dodge Polara Hardtop Wagon
1959 Ford Custom 300, 1954 Ford Customline Tudor Sedan og 1960 Ford Fairlane 500
1957 Ford F-100 Flareside og 1948 John Deere Model A
Og önnur af landbúnaðartækinu góða: 1948 John Deere Model A
1962 Mercedes-Benz 190
1951 Plymouth Cranbrook Belvedere og 1947 Studebaker M-5 ½ Ton
Nokkrar líkur eru á að eitthvað sé ekki alveg rétt í myndatextum og jú, eitthvað vantar (einn Rambler, slökkvibíl og hestakerru kannski). Þá er tvennt í stöðunni; að reyna að fá endurgreitt í miðasölunni eða að senda undirritaðri tölvupóst með ábendingum.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Sett inn
18/1/2022
í flokknum:
Fornbílar

Fleiri fréttir úr flokknum:

Fornbílar

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.