Einstakt óhappamyndasafn Leslie Jones

Þegar almenningur í Vesturheimi eignaðist „hestlausa vagna“ urðu óhöppin í umferðinni vissulega fleiri og annars eðlis en áður. Ljósmyndarinn Leslie Jones (1886-1967) vann fyrir dagblaðið The Boston Herald frá 1917 til 1956. Umferðaróhöpp voru á meðal þess sem hann myndaði.

Leslie Jones, ljósmyndarinn sjálfur. Allar myndirnar í þessari umfjöllun eru birtar með leyfi Boston Public Library. Boston Public Library/ Leslie Jones Collection

Ætli það megi ekki segja að þriðji áratugurinn hafi verið lærdómsríkur tími í bílasögunni. Að skipta úr bensínbíl yfir í rafbíl í dag er sennilega lítið mál í samanburði við að leggja hestvagninum og aka hestlausum vagni. Slysatíðni var há og voru slysin oft alvarleg, einkum og sér í lagi vestanhafs þar sem ökutækin rúlluðu af færibandinu hans Henry Ford og fleiri frumkvöðla – bílar urðu almenningseign og umferðin sennilega kaótísk.

Þessi rataði ofan í skurð í Cambridge og fólkið hópast í kringum farartækið
„Bremsur“ virðast hafa átt langa leið fyrir höndum – alla leið í vöðvaminni bílstjórans. Enginn taumur til að toga í á þessum vögnum.
Falleg mynd en ekki kom þetta til af góðu. Hér er annað sjónarhorn:
Skurðir hvers konar voru ekki vel merktir og rötuðu ófáir ofan í þá.
Hér fékk brunahani að kenna á því og sömuleiðis allt í kring.
Bílar og vatn? Einhvern veginn virðast ökumenn hafa verið óheyrilega duglegir að finna vatnið hvar sem það var að finna.
Slökkvibíllinn átti vissulega ekki að fara út í sjó
Óhöppin urðu líka inni í hverfum, eins og hér. Allar myndirnar eru teknar í Boston.
Tröppur voru líka notaðar á þessum árum
Einn fór niður tröppur og annar upp
En sumir fóru beint. Bara spurning „beint á“ hvað...
Beint á tré eða beint á hliðina
Beint inn í garð...
Beint í holu...
En nú er þetta komið gott í bili og vel við hæfi að birta að lokum mynd af ljósmyndaranum Leslie Jones alveg útkeyrðum: 

Myndasafn Leslie Jones samanstendur af um það bil 40.000 myndum og hér má skoða hluta þess.

Þessu tengt:

Stiklað á stóru eftir færibandi Ford

Einstakar bílamyndir úr Íslandsferð 1934

Þegar bílar voru vondir og óhöpp þóttu skondin

Ford T-módel: Bíllinn sem varð almenningseign

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Sett inn
2/10/2022
í flokknum:
Bílasagan

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílasagan

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.