Fimmtudagur, 15. maí, 2025 @ 14:00
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Stiklað á stóru eftir færibandi Ford

Malín Brand Höf: Malín Brand
03/12/2021
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 4 mín.
265 20
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Henry Ford var hugsi eftir að hafa skoðað kjötvinnslu nokkra í Chicago í llinois, þar sem kjöt var unnið og því svo pakkað. Hann var ekki hugsi vegna gangs lífs og dauða, og hvorki var hann grænmetisæta né vegan.

Heimsóknin í kjötvinnslu Swift & Co. var nú bara býsna góð þegar allt kom til alls.

Nei, það var pökkunarhluti kjötvinnslunnar sem átti hug hans allan eftir heimsóknina. Þar var tæki á gólfinu miðju og þetta tæki snéri breiðu belti á keflum. Færiband. Beggja vegna beltisins stóð fólk og vann sína vinnu og á meðan hreyfðist beltið og það sem á því var. Fullt af fólki en allir kyrrir á sínum stað.

Henry hinn hugsi spurði sjálfan sig að því hvort ekki mætti útfæra nákvæmlega sömu hugmynd og kerfi fyrir bíliðnaðinn. Færibandið.

Rúmar 12 stundir að setja saman bílinn

Þetta var árið 1912. Þá voru fjögur ár liðin síðan Ford Model T kom á markað. Rúmar 12 klukkustundir tók að setja einn slíkan bíl saman. Engan veginn tókst að anna eftirspurninni og stöðugt lengdust biðlistarnir eftir Ford T; bíl sem þá kostaði mikið og því aðeins þeir efnameiri sem höfðu ráð á að eignast bíl.

Það var alls ekki það sem Henry Ford ætlaði sér í upphafi. Hug­mynd hans var að fram­leiða bíl sem al­menn­ing­ur hefði ráð á að kaupa.

Nákvæm eft­ir­lík­ing af fyrsta verk­stæði Ford þar sem smíði á Ford Qua­dricycle fór fram. Myndin er tekin í Greenfield Village í Dearborn, Michigan. 

Þannig kom kjötvinnslan með lausnina

Eftir heimsóknina góðu í kjötvinnsluna fór Henry Ford að reikna. Útkoman var betri en hann hafði þorað að trúa. Ef hugmynd hans um færibandið í bílaverksmiðjunni myndi ganga upp þá yrði hægt að stytta biðlistann eftir Ford T töluvert.

Hefst nú ferðalagið eftir færibandinu!

Það var á nákvæmlega þessum degi, þann 1. Desember, fyrir 108 árum sem færibandið tók að „rúlla“ í Fordverksmiðjunni í Highland Park. Þetta var fyrsta bílafæriband veraldar. Með öðrum orðum þá var Ford T fyrsti fjöldaframleiddi bíll í heimi.

Úr rúmum tólf stundum í…

Það breyttist margt í kringum þennan dag árið 1913 og skyndilega gerðust hlutirnir óskaplega hratt. Að setja einn Ford T saman tók þá klukkustund og þrjátíu og þrjár mínútur.

Biðlistar styttust …

Og almenningur gat eignast bíl án teljandi vandræða.

Árið 1927 horfði Ford sjálf­ur á fimmtán millj­ón­asta ein­takið trilla út úr verk­smiðju sinni og var harla glaður. Mark­miðinu hafði verið náð og banda­rískt sam­fé­lag hafði tekið stakka­skipt­um fyr­ir vikið.

Hundrað árum eftir að Ford tók færibandið í notkun, það er að segja árið 2013, hafði samsetningartíminn styst verulega. Þá voru að meðaltali 16 bílar framleiddir á 60…sekúndum í verksmiðjum Ford um allan heim.

Í dag, eru tölurnar enn aðrar en stoppum samt hér, og árið er kannski 2013 þar sem meðfylgjandi myndbandi lýkur, en það breytir því ekki að í dag er líka afmælisdagur bílafæribandsins!

?Myndir: Ford og Malín Brand (þ.e. þessi eina mynd úr nútímanum!)

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Nissan kynnir afar nýstárlegan rafpallbíl

Næsta grein

Eldfugl frá 1970

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Höf: Jóhannes Reykdal
16/02/2025
0

En umræðurnar halda áfram..... Ein umdeildasta umræða í bílaheiminum er um skilgreininguna á SUV („Sport Utility Vehicle”) sem við hér...

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

Höf: Pétur R. Pétursson
01/02/2025
0

150.0000 pund er verðið sem eigandinn vill fá fyrir gripinn 27.000 mílur - aðeins þrír eigendur frá upphafi Númer 39...

Næsta grein
Eldfugl frá 1970

Eldfugl frá 1970

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

14/05/2025
Bílaframleiðsla

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

13/05/2025
Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.