Föstudagur, 19. september, 2025 @ 0:46
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Fólk pantar bara alla rafpallbílana!

Malín Brand Höf: Malín Brand
30/01/2022
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 5 mín.
264 20
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Svo mikil er spennan fyrir rafknúnum pallbílum í Bandaríkjunum að fólk virkilega pantar bara allt heila klabbið; Rivian, Cybertruck, F–150 Lightning, Chevrolet Silverado EV… Já, fólk borgar staðafestingargjaldið og kaupir svo þann sem fyrstur kemur í röðinni. Og biðin virðist endalaus.

Er þetta virkilega þannig að neytendum sé sama um hvaða tegund sé að ræða? Bara að það sé rafknúið, pallkyns og amerískt? Tjah, það virðist vera nokkurn veginn þannig – ótrúlegt en satt. Alla vega í mörgum tilvikum. Sem skýrir kannski biðlistana ógnarlöngu.

Chevrolet Silverado EV er einn pallbílanna sem beðið er eftir. Mynd/Chevrolet

Fallegar myndir og pirrað fólk

Rivian, framleiðandinn lukkulegi sem m.a. er fjallað um í þessari grein HÉR birti í fyrradag myndir sem borist höfðu frá alsælum kaupendum sem voru í „vímu“ hveitibrauðsástarinnar eftir að hafa fengið afhenta nýja R1T pallbíla. Myndirnar eru ljómandi fallegar og sýna pallbílana í snotru umhverfi og eru myndirnar með myllumerkinu #adventurousforever á Twitter.

Skjáskot/Twitter@Rivian

Þar sem undirrituð skoðaði ljósmyndirnar (nokrkar þeirra birtast hér, þ.m.t. forsíðumyndin) var nokkuð ljóst að væntanlegir kaupendur eru sumir hverjir ekki sáttir við biðina eftir „sínum“ bíl af sömu gerð.

Skjáskot/Twitter@Rivian

Einn sem pantaði sinn Rivian R1T fyrir nokkrum vikum var svo bjartsýnn að halda að hann fengi bílinn í lok sumars 2022. Hann afpantaði eftir að hafa lesið þetta:

Já, hann @OttogiBeefCurry gafst strax upp á biðinni þegar hann áttaði sig á að fólk sem pantaði Rivian árið 2018 væri enn að bíða.

Það er mikið til í því sem hann segir þarna: Markaðurinn er býsna furðulegur þessi misserin. Í það minnsta markaður rafknúinna pallbíla í Ameríkunni stóru.

Pant panta allt

Fólk forpantar bílana og kostar 1.000 dollara að forpanta Rivian. Gjaldið er ívið hærra en það sem Tesla setur upp fyrir forpantanir en það hefur verið þúsund dollarar frá 2018 eins og sjá má hér.

Hætti kaupandi við, fær hann umsvifalaust endurgreitt. Þetta háa verð fyrirbyggir kannski að fólk forpanti bíl án þess að fótur sé fyrir herlegheitunum. Fyrstu tölur sýna að áætlanir ársins 2021 stóðust nokkurn veginn hjá Rivian en nú virðist eftirspurn orðin mun meiri en hægt er að anna að öllu óbreyttu í framleiðslunni.

Svona gera menn þetta þá! Panta alla réttina á matseðlinum en borða bara þann sem kemur fyrst og hætta við rest. Twitter@Rivian

Þeir sem forpanta F–150 Lightning greiða 1.000 dollara, rétt eins og hjá Rivian og er sú greiðsla endurgreidd ef hætt er við pöntunina.

Forpantanir á F–150 Lightning eru orðnar 200.000 talsins í Bandaríkjunum.

GMC innheimtir aðeins einn tíunda þess gjalds, eða 100 dollara fyrir forpöntun á Hummer rafpallbílnum og Tesla sömuleiðis fyrir forpöntun á Cybertruck sem og Chevrolet fyrir Silverado EV.

Hummer EV virðist ekki eins vinsæll og R1T, Cybertruck og Silverado EV, alla vega ekki á þessum þræði sem hér er vísað í.

Útlit er fyrir að margra ára bið sé eftir Cybertruck Teslakóngsins Elon Musk en það má þó vera  að lágt staðfestingargjald hafi búið til óheyrilega langan biðlista sem svo að engu verður þegar allir sem borguðu 100 dollara fyrir að forpanta bílinn taka upp tómt veski þegar kallið kemur. Þá styttist biðin mjög. Sjáum hvað gerist.

Hann lætur bíða eftir sér, blessaður Cybertrukkurinn.

Ég er svo hræðilega laus við að hafa nokkurt einasta vit á hagfræði og markaðsfræði að ég ætti auðvitað ekki að tjá mig um neitt sem slíkum fræðum er svo mikið sem fjarskylt. Samt segi ég eitt: Vonandi verður þetta ekki þannig að milljón manns panta pallbíl, þriðjungur afpantar þegar uppgjör og afhending nálgast og framleiðendur sitja uppi með fjölda bíla sem að lokum verða gefnir leikmunadeildum kvikmyndaveranna.

Útiloka ekki að Rivian drífi alla leið til Evrópu  

Einn spurði hvort Rivian væri mögulega á leið á Evrópumarkað í nálægri framtíð. Svarað var í nafni fyrirtækisins innan tíu mínútna og var svarið á þessa leið: „Ævintýrið er rétt að byrja og hlökkum við til að sjá alþjóðlega samfélgið okkar taka við stýrinu í nánustu framtíð,“ sagði þar.

Mynd/Twitter@Rivian

Ástralir virðast mjög spenntir fyrir Rivian en þrátt fyrir fjölda fyrirspurna á þræðinum kom ekkert svar frá Rivian. Komin helgi hjá starfsmanninum eða kaffið kannski búið.

Í það minnsta þá eru til ýmis ráð fyrir þá sem eru að bíða eftir Cybertruck og undirrituð hefur tekið saman en auðveldlega má heimfæra öll ráðin upp á bið eftir öðrum rafpallbílum. Allt um biðina löngu og styttingu stundanna hér í greininni Meðan beðið er eftir Cybertruck.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Þá snjóaði í „helvíti“: Ófært í Istanbúl

Næsta grein

Að læra áhættuakstur

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Verður seinkun á rafknúnum VW Golf?

Verður seinkun á rafknúnum VW Golf?

Höf: Jóhannes Reykdal
18/09/2025
0

Talið að VW fresti rafknúnum Golf þar sem niðurskurður tefur endurbætur á verksmiðjunni Samkvæmt frétt frá Bloomberg stendur Volkswagen frammi...

Sjötta kynslóð Renault Clio frumsýnd í München

Sjötta kynslóð Renault Clio frumsýnd í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/09/2025
0

Nýr Renault Clio byrjar ferskur með sportlegri hönnun og skilvirkari blendingadrifrás MÜNCHEN — Renault hefur tekið hreina nálgun á sjöttu...

Nýr Mercedes GLC frumsýndur í München

Nýr Mercedes GLC frumsýndur í München

Höf: Jóhannes Reykdal
09/09/2025
0

Nýr Mercedes GLC kemur fyrst á markað sem rafbíll í áskorun við BMW iX3 MÜNCHEN — Mercedes-Benz snýr aftur í...

BMW mun kynna 40 gerðir byggðar á Neue Klasse undirvagninum

BMW mun kynna 40 gerðir byggðar á Neue Klasse undirvagninum

Höf: Jóhannes Reykdal
09/09/2025
0

MÜNCHEN — BMW hyggst kynna 40 nýjar eða uppfærðar gerðir byggðar á Neue Klasse tæknigrunni sínum fyrir árið 2027, sagði...

Næsta grein
Að læra áhættuakstur

Að læra áhættuakstur

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Verður seinkun á rafknúnum VW Golf?

18/09/2025
Álit

MG EHS PHEV – samspil fegurðar, þæginda og hagkvæmni

15/09/2025
Bílasagan

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

13/09/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.