Þegar ein öld og nokkrir áratugir betur eru frá því að „bílaöldin“ gekk í garð hefur ýmislegt breyst – og flest til batnaðar.
Það getur verið gaman að skoða hvernig þetta var í bílum hér áður fyrr, jafnvel fyrir aðeins nokkrum árum eða áratugum, eða hvernig þetta er í dag.
Skoðum nokkur dæmi:
Bremsur:

?


Spindilboltar og spindilkúlur
Hér í árdaga bílsins voru bílar með þverbita að framan og á sitt hvorn enda var búnaður sem gerði það mögulegt að beygja með framhjólunum. Þetta var gert með „spindibolta“ sem gekk í gegnum auga á hvorum enda bitans og klafi með fóðringum frá hjólabúnaðinum greip utan um spindilboltann að ofan og neðan og gerði þannig mögulegt að snúa framhjólunum til hliðar.


Fjöðrun


Hér er dæmi um sjálfstæða afturfjöðrun í bíl. Drifkúlan er fest við undirvagn bílsins og afturhjólin geta fjaðrað sjálfstætt, en eru fest við bílinn með spyrnum. Á mynd ofar í greinni má sjá dæmi um sjálfstæða fjöðrun að framan.

Algengasta fjöðrun að framan í bílum í dag er MacPherson-fjöðrun. Í þessari gerð fjöðrunarkerfis er efri endinn notaður sem snúningsás fyrir framhjólið. Þessi gerð framfjöðrunar nútímabíla er nefnd eftir bandaríska bílaverkfræðingnum Earle S. MacPherson, sem fann upp og þróaði hönnunina.
Fleira um fortíð og nútíð í ökutækjaheimum:
Gömul og úrelt bílorð
5 hlutir úr bílum fortíðar
„Samlokuljós“ – hvað var það?
Þegar Coca Cola var besta rúðuhreinsiefnið
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.



