- TÓRÍNÓ – ÍTALÍU — Fiat kynnti 4. úlí milda-hybrid útgáfu af 500e, sem er rafknúinn bíl, sem mun koasta um 17.000 evrur (sem svarar um 2.420.000 ISK).
500 Hybrid verður framleiddur í nóvember í verksmiðjunni í Mirafiori í Tórínó þar, þar sem hann verður smíðaður samhliða rafhlöðuútgáfunni.
Hybrid-bíllinn verður í boði í sömu þremur gerðum og 500e — hlaðbakur (hatchback), 3+1 gerð og bæjubíll. Hann er knúinn af 70 hestafla, 1,0 lítra mild-hybrid bensínvél með 12 volta rafkerfi og sex gíra beinskiptingu.
Væntingar eru um að 500 Hybrid muni hjálpa til við að blása nýju lífi í sölu Fiat á meðan markaðurinn fyrir rafhlöðuknúna bíla er hægari en búist var við. Hann mun einnig auka nýtingu afkastagetu í Mirafiori með því að bæta við 100.000 eintökum á ári.

Fiat 500 Hybrid – Ytra byrði Fiat 500 Hybrid, sem sést, er eins og rafknúna 500e gerðin, nema hvað loftinntakið er lárétt undir 500 merkinu til að kæla vatnskassann. – Olivier Francois, forstjóri FIAT og alþjóðlegur markaðsstjóri Stellantis – Alberto Cirio, forseti Piedmont-héraðsins – Stefano Lo Russo, borgarstjóri Tórínó eru hér á bílnum á innri kappakstursbraut uppi á þaki Mirafiori-verksmiðjunnar (FIAT)
Olivier Francois, forstjóri Fiat, sagði að bílaframleiðandinn hyggist framleiða 5.000 eintök af 500 Hybrid á þessu ári. Gerðin er „500 fyrir alvöru fólk, hinn raunsæi 500,“ sagði Francois í forsýningu fjölmiðla á bílnum 4. júlí.
Stellantis, móðurfyrirtæki Fiat, smíðaði 475.000 bíla á Ítalíu árið 2024, samanborið við 751.000 árið 2023, þar sem bílaframleiðsla lækkaði um 46 prósent og er nú lægsta síðan 1956.
Framleiðsla 500e, sem kostar 30.000 evrur, var aðeins 25.000 eintök á síðasta ári, þar sem Mirafiori varð fyrir nokkrum stöðvunum vegna lítillar eftirspurnar og starfsmenn voru sendir í leyfi.
Fiat seldi 7.331 eintak af 500e á fyrstu fimm mánuðunum, samanborið við 14.597 á sama tímabili í fyrra, samkvæmt markaðsrannsóknarfyrirtækinu Dataforce.

Stellantis hefur gert hlé á framleiðslu 500e, sem sést á myndinni, nokkrum sinnum vegna lítillar eftirspurnar. (mynd: STELLANTIS)
Ákvörðun Fiat um að búa til mildan blendingsútgáfu af 500e var óvenjuleg þar sem 500e var hannaður til að vera eingöngu rafknúinn. Vörumerkið seldi 500 bílinn með bensínvél 500 sem var örlítið minni en 500e BEV frá 2007 til 2024.
Árið 2023, síðasta heila árið sem það var á markaðnum, seldist 500 með bensínvélin í næstum 105.000 eintökum í Evrópu, samkvæmt Dataforce.
(Automotive News Europe – Reuters lagði sitt af mörkum við þessa frétt).
Umræður um þessa grein