Miðvikudagur, 14. maí, 2025 @ 6:01
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Eru sjálfstæð leiðsögutæki í bílum úrelt?

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
05/07/2022
Flokkar: Tækni
Lestími: 4 mín.
297 6
0
145
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter
Eru sjálfstæð leiðsögutæki í bílum úrelt?
  • Stutta svarið er nei – skoðum það nánar

Fyrir allnokkru fjölluðum við um bílamyndavélar (Dash Cam) hér á vefnum og fengum í kjölfarið nokkrar spurningar. Meðal þeirra voru spurningar um leiðsögutæki í bílum, hvort þau væru orðin úrelt vegna þess að æ fleiri bílar koma með slíkan búnað innbyggðan í skjá bílsins.

Við tókum málið til skoðunar – og stutta svarið er NEI! Í mörgum tilfellum kemur þessi búnaður sér vel og verður farið yfir það nánar hér á eftir.

Við erum búin að „prufukeyra“ eitt slíkt tæki um nokkurn tíma, Garmin Drivesmart 66 MT- Travellers Edition, með nýlega uppfærðu Íslandskorti, og reynslan er góð.

Ágætt Íslandskort

Strax við fyrstu sýn kemur það á óvart hversu Íslandskortið í tækinu er gott og það sýnir vel gatnakerfi og næsta umhverfi með örnefnum.

Helstu kostir:

Sýnir alltaf réttan raunhraða. Hraðinn sem ekið er á er sýndur í ramma neðst til vinstri á skjánum. Þar fyrir ofan er leyfður ökuhraði á viðkomandi götu sýndur inni í rauðum hring.

Lætur vita ef ekið er yfir leyfilegum hraða. Þegar það gerist breytist liturinn á sýnda hraðanum þannig að grunnlitur í reitnum verður rauður. Tækið lætur einnig vita með hljóðmerki þegar þetta gerist, og er hægt að velja hvort viðvörunin kemur strax eða til dæmis þegar hraðinn fer nokkra kílómetra yfir leyfðan hraða.

Varar við þegar hraði er takmarkaður fram undan. Íslandskortið í tækinu er með skilgreindum hraða á öllum vegum, og um leið og bíllinn nálgast til dæmis íbúðahverfi með 30 km hámarkshraða, þá lætur tækið vita að þetta er fram undan.

Hér er nærmynd af skjánum í notkun. Hér ekur bíllinn á 70 km hraða á klukkustund (sýnt í reitnum neðst til vinstri á skjánum) á svæði þar sem 80 km/klst hraði er leyfður (inni í rauða hringnum). Hér er tækið stillt þannig að akstursáttin er alltaf sýnd beint upp á kortinu. Efst í hægra horninu er áttavitanál sem sýnir stefnuna, en hún er líka sýnd í reitnum neðst til hægri.

Vel hægt að nota snjallsímann og kort Google

Nú er það svo að hægt er að nota nær alla snjallsíma til að veita okkur svona leiðsögn og margir bílar eru með skjá sem hægt er að tengja við símann og varpa þannig leiðsögninni á skjáinn.

Við höfum prófað þetta bæði hér innanlands og erlendis, og þetta virkar ágætlega. Kortin eru að vísu ekki alveg eins nákvæm, en leiðsögnin virkar.

Hér er mynd af „vörpun“ á leiðsögn úr snjallsíma yfir á skjá í bíl. Eins og hér sést er kortið ekki eins greinilegt, en dugar vel ef annað er ekki í boði. Leiðsögnin úr báðum tækjunum er mjög svipuð og síminn hefur verið notaður í mörgum ökuferðum á Spáni með góðum árangri.

Tækið veit betur

Leiðsögutækið frá Garmin hefur hins vegar þann kost að vera nákvæmara, og vara betur við þeim svæðum þar sem hraði hefur verið lækkaður, því þar sem hraði var áður leyfður 50 km/klst, er hann nú jafnvel 40 km/klst eða 30 km/klst. Leiðsögutækið aðstoðar ökumenn við þeim vansa að vera teknir fyrir of hraðan akstur á slíkum svæðum, til dæmis þar sem hraði er takmarkaður við 30 km/klst.

Þetta er mikilvægt vegna þess að ef ökumaður lendir í því að aka á því sem nemur tvöföldum þeim hraða sem er leyfður, til dæmis 30 km/kst þá hækka sektir verulega og heimilt er að svipta ökumann ökuréttindum í 3 mánuði til viðbótar.

Það hefði betur borgað sig fyrir ökumanninn að vera með búnað sem hefði varað hann við að hann væri að aka allt of hratt á þessu tiltekna svæði.

Góð leiðsögn

Við höfum líka reynt tækið til að veita okkur leiðsögn, og þar virkar það vel, en skoðum þá aðgerð betur síðar.

En niðurstaðan eftir nokkurra vikna prófun er að Garmin-tækið virkar vel, veitir mér sem eldri ökumanni gott aðhald og varar við ef ekið er of hratt, sem skiptir miklu máli. Nokkuð sem allir ökumenn hafa gott af!

Skylt efni: 

Myndavélin tekur oft af allan vafa

Leiðsögukerfi fortíðar – á segulbandi!

Varpar upplýsingum á alla framrúðuna?

Bíllinn sagði mér að gera þetta! GPS mistök

Fyrri grein

Polestar mest seldi rafbíllinn í júní

Næsta grein

Ný gildra í bílaviðskiptum

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Hyundai hlaut 10 leiðandi öryggisverðlaun frá IIHS

Hyundai hlaut 10 leiðandi öryggisverðlaun frá IIHS

Höf: Pétur R. Pétursson
20/03/2025
0

Bandaríska umferðaröryggisstofnunin IIHS (The Insurance Institute for Highway Safety) verðlaunaði nýlega kóresku fyrirtækjasamsteypuna Hyundai Motor Group (HMG) þegar fyrirtækið veitti...

Porsche mun setja á markað bensínsportjeppa til að selja ásamt rafmagns Macan

Porsche mun setja á markað bensínsportjeppa til að selja ásamt rafmagns Macan

Höf: Jóhannes Reykdal
16/03/2025
0

Porsche stefnir að jeppa með brunahreyfli sem gæti komið í staðinn fyrir bensín Macan þar sem bílaframleiðandinn eykur fjárfestingar í...

Sænski rafhlöðuframleiðandinn Northvolt óskar eftir gjaldþroti

Sænski rafhlöðuframleiðandinn Northvolt óskar eftir gjaldþroti

Höf: Jóhannes Reykdal
13/03/2025
0

STOCKHOLM - Northvolt, sænskur framleiðandi á rafhlöðum fyrir rafbíla, sagðist hafa farið fram á gjaldþrot í Svíþjóð, sem bindur enda...

Er vetnisbíladraumur Toyota að hrynja?

Er vetnisbíladraumur Toyota að hrynja?

Höf: Jóhannes Reykdal
30/12/2024
0

Toyota seldi færri en 150 rafknúin ökutæki sem fá frá orku frá vetni um allan heim í síðasta mánuði. Sala...

Næsta grein
Ný gildra í bílaviðskiptum

Ný gildra í bílaviðskiptum

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

13/05/2025
Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

10/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.