Einkanúmerið 00OO00 vekur forvitni ferðamanna

145
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

Ferðalangur deildi mynd af bíl með einkanúmeri í „Íslandshópi“ á samfélagsmiðlinum Reddit í gær. Spurði hann hvort bíllinn, sem stóð við Smáralindina, tilheyrði einhverjum frægum Íslendingi og voru viðbrögðin hin ágætustu.

Það er óhjákvæmilegt að fá nokkra athygli aki maður um á bíl með einkanúmeri. Svo ekki sé minnst á ef bíllinn er bæði fallegur og einkanúmerið sérstakt. Þá er nú næsta víst að fólk taki myndir af bílnum og jafnvel þeim sem bílnum ekur. Svo getur myndefnið birst víða án þess að maður hafi nokkuð um það það segja.

Eins og hér, til dæmis. Svo eru íslenskar grúppur á Facebook sem snúast eingöngu um númeraplötur, eins og Einkanúmerasamfélagið og Fyndin íslensk bílnúmer. Samanlagt tilheyra 5.200 notendur þessum grúppum.

Svo eru til erlendar síður þar sem íslensku einkanúmerin þykja mjög áhugaverð og eru ófáar myndir af bílnúmerum þar. Forsíðumyndin er einmitt fengin af einni slíkri síðu.

Númerið var á Hondu nokkurri í rúm 10 ár, eða þar til hún var seld. Nú er bíllinn aftur kominn með hefðbundið númer og er raunar í öðru Evrópulandi. Ljósmyndir/Olav Brekke/2011/Olav´s Plates

En snúum okkur aftur að færslunni á Reddit. Hér er skjáskot af henni:

Númerið er sannarlega sérstakt en það samanstendur af bókstafnum O og tölustafnum 0. Eða 00OO00. Núll núll O O núll núll. „Á einhver frægur þennan fína bíl?“ er spurt á síðunni og svörin mörg.

Nei, það er ekki þjóðhöfðingi sem ekur um á þessum fína Mercedes Benz S-Class sem fluttur var inn til landsins árið 2018.

Sitt sýnist hverjum um gildi einkanúmera og auðvitað ber að varast fullyrðingar um að einungis spjátrungar aki um á bílum með einkanúmer. Það eru nokkrir sem tjá sig um „hvers lags“ fólk fær sér einkanúmer á borð við þetta.

Gaman er að sjá hversu margir svara fyrirspurninni með góðum upplýsingum um hvernig númerakerfið á Íslandi er og hvaða reglur gilda um einkanúmer. Enda þakkaði ferðamaðurinn fyrir svörin – margs vísari um íslensk einkanúmer. Ætli viðkomandi hafi nokkuð komið á einkaþotu? Það er aldrei að vita.

Góðar stundir!

Fleiri greinar um íslensk bílnúmer:  

Óður Flosa til bílnúmersins

Tveir með sama bílnúmerið

Nýju bílnúmerin eyðilögðu þjóðaríþróttina

Þegar braskað var með bílnúmer: Hátt verð fyrir lágt númer

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar