„Þjóðaríþrótt okkar Íslendinga, forvitni um náungann“
Íslendingar vildu fylgjast með ferðum samlanda sinna

Sumarið 1990 hringdi bíleigandi nokkur á ritstjórn Dagblaðsins Vísis og lá honum eftirfarandi á hjarta: Var hann hreint ekki ánægður með nýju bílnúmerin því ekki var lengur hægt að sjá „hvaðan fólk er“ eins og sagði í blaðinu skömmu síðar.

Mynd úr Dagblaðinu þann 30. júlí 1990.

Nýju bílnúmerin ómöguleg - sést ekki hvaðan fólk er

„Mér finnst alveg ótækt að gömlu bílnúmerin skulu vera að hverfa af götunum. Það var alltaf svo gaman að geta fylgst með því frá hvaða landshluta fólk var. Á ferðalögum hafði fjölskyldan gaman af að fylgjast með bílnúmerunum.

Spumingar eins og hvað ætli þessi með U-númerinu sé að gera á Ströndum eða hvort þessi á K-bílnum þekki Stínu frænku á Króknum? stytta fólki stundir á löngum keyrslum.

Þjóðaríþrótt okkar Íslendinga, forvitni um náungann, fær útrás með þessum hætti og ég sé ekkert rangt við það. Við erum svo fá og allir eru skyldir öllum eða í öllu falli kunningjar frænda einhvers.

Á nýju númerunum eru komin einhver sveitarfélagsmerki sem gætu svo sem þjónað sama tilgangi og hinir gamalkunnu númerastafir. Því miður eru þessir miðar bara alltof litlir til að möguleiki sé að sjá hvað á þeim stendur.

Bifreiðaskoðun Íslands hlýtur að geta búið svo um hnútana að stærri og skýrari merkingar séu á boðstólum svo að við Íslendingar töpum ekki niður þessum sérstaka sið að fylgjast með ferðum náungans.“

Frásögnin birtist í Dagblaðinu Vísi þann 30. júlí 1990.

Aðrar greinar um íslensk bílnúmer:

Tveir með sama bílnúmerið

Skroppið á rúntinn ´64

Þegar braskað var með bílnúmer: Hátt verð fyrir lágt númer

​​Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Sett inn
18/5/2022
í flokknum:
Bílasagan

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílasagan

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.