Nýr Dacia Duster: Hópur núverandi eigenda skoðar nýja jeppan
Fyrri kynslóð Dusters heillaði þetta fólk nógu mikið til að það keypti jeppann. En hvað finnst þeim um alveg splunkunýja gerð hans?

Okkur dettur í hug fáir aðgengilegir nýir bílar sem hafa jafn sterkan aðdáendahóp og Dacia Duster. Svo til að sjá hvað núverandi eigendum rúmenska jeppans finnst um þriðju kynslóðar gerðina, var nokkrum eigendum Duster hóað saman í stúdíó í Oxfordshire til heyra hvað helstu áðdáendur jeppans fyndist um þann nýja. Þeir gátu allt eins verið helstu gagnrýnendur líka.
Það eru tvær útgáfur af nýliðanum til sýnis í stúdíóinu, önnur gerðin er svona miðjugerð og hin toppútgáfa, og tilfinningin fyrir nýju gerðinni er áþreifanleg þegar eigendurnir koma inn í stúdíóið.

Auðvitað er ekki óvænt að vera spenntur fyrir nýrri útgáfu af eigin bíl. Hins vegar getum við ekki annað en tekið eftir því að það er eitt atriði sem gæti valdið sumum núverandi eigendum nokkrum vonbrigðum.
Dacia hefur staðfest að það verði ekki dísilafbrigði af nýju gerðinni og í staðinn komi ný tvinnaflrás.
Einn úr hópnum sem skoðar nýja bílinn, með núverandi dísil Duster í innkeyrslunni sinni, Julian Miles, segir: „Ég er grjótharður dísilmaður og að hann verði ekki til með slíkri vél er vandamál fyrir mig. Ég ek aðallega á hraðbrautum og kemst allt að 60mpg í vistvænni stillingu. Ég veit ekki hvort tvinnbíll hentar mér; til að vita það með vissu, þá þyrfti ég að keyra hann lengur en venjulegan reynsluakstur. Það þyrftu að vera 48 til 72 klukkustundir til að vita fyrir víst hvort slíkur bíll myndi virka fyrir mig.”

Fyrir aðra úr skoðunarhópnum er dísildæmið ekki eins mikið mál. Adam og Sarah Woodward eru himinlifandi með nýja valkostinn. Sarah segir: „Við erum mjög sátt við að nýr Duster sé blendingur. Við eigum núna bensínbíl, en breyting í tvinnbíl myndi virkilega henta okkur.
Við viljum halda að við séum umhverfismeðvituð, en erum ekki í aðstöðu til að skipta yfir í rafbíl. Við þyrftum að fjárfesta í hleðslustöð heima og ekki gleyma því að rafbílar eru bara svo dýrir. Þetta hljómar fullkomið fyrir okkur! Tvinnbíll er klárlega eitthvað sem við myndum íhuga.”

En þó svo að mismunandi skoðanir komi upp varðandi aflgjafana, þá er meiri samstaða um nýjustu hönnun Duster. Adam bætir við: „Mér finnst nýr Duster ótrúlega flottur. Við ferðumst talsvert, víða frá Cornwall og Devon til Lake District. Ég vona virkilega að Dacia muni koma með topptjald, eins og þeir gera með Jogger. Og svei mér þá ef hann lítur ekki bara betur út en Land Rover Defender, en ég held að það sé vegna þess að hann er á viðráðanlegu verði sem okkur líkar svo vel við hann. Þetta er bíll sem gaman væri að hafa í innkeyrslunni!”
Elise Kelly hefur keyrt alla leið frá Skotlandi til að skoða bílinn í Banbury. Hún er mjög spennt að sjá nýju gerðina og er ekki vonsvikin. „Mér finnst hann mjög flottur og miðað við verðið lítur út fyrir að maður sé að fá mikið fyrir aurinn,” segir hún.
„En hann er flottur vegna þess hve hönnunin er einföld og stílhrein. Rosalega huggulegur bíll, fer ekki í grafgötur með það.”

Gary Wakley er stofnmeðlimur Dacia Owners Club UK og á nokkuð breyttan Duster og Sandero fólksbíl. Hann er jafn jákvæður og segir: „Hann er töfrandi. Þeir hafa tekið þetta á annað stig. Jeppinn lítur ekki út fyrir að hann sé framleiddur sem lággjaldamerki. Þeir hafa hugsað um það.
Hann er ekki búinn til úr afgöngum lengur. Dusterinn minn er frá 2016 og hann lítur út eins og bíll sem þú vilt víkja fyrir. Þessi er eins, hann lítur ljómandi vel út. Ég held að þeir séu með sigurvegara.”
Aðspurður um hvers vegna viðskiptavinir Dacia elska bílinn sinn svona mikið, segir Matthew Bracey okkur: „Hann gerir í rauninni það sem Land Rover Defender gerir, en fyrir helmingi lægra verð.” Sarah bætir við: „Ég elska þá staðreynd að þau hafa augljóslega hugsað um hvernig við notum bílinn í raun og veru. Og ég elska fjölnota þakgrindina! Hún er mjög snjöll og ég skil ekki hvers vegna önnur vörumerki hafa ekki gert eitthvað svipað.”

Reyndar er ljóst að þessi tegund af „óvart og ánægju” upplifun er það sem er virkilega að slá í gegn hjá neytendum, svona eiginleikar sem þú sérð kannski ekki í bæklingnum eða á netinu, en tekur aðeins eftir eftir að hafa eytt tíma í bílnum.
En það er líka mjög ljóst að vörumerkjasnobb er ekki vandamál fyrir Dacia eigendur; í raun er það alveg öfugt, eins og Elise útskýrir.
„Ég hef snúið svo mörgum vinum mínum á rétta braut” segir hún. „Upphaflega spurðu þeir: „Ó, af hverju keyrirðu Dacia Duster?”, en um leið og þeir taka bíltúr með mér og fíla bílinn skilja þeir það alveg.”
Af ofangreindu er ljóst að núverandi viðskiptavinir Dacia mest hrifnir af nýju gerðinni, með aðeins örfáum fyrirvörum, aðallega vöntun á dísilaflrás. Hins vegar, þegar við tölum við vörustjóra Dacia, Matt Downing, er ljóst að fyrir þróunarteymið er dísilolía ekki lengur raunhæfur kostur fyrir tiltölulega ódýrar gerðir eins og Duster.

„Vandamálið er ekki nýtt af nálinni varðandi dísilolíu, ásamt því ná að framleiða vélar á viðráðanlegu verði og tryggja að það sé markaður til að kaupa þær,” segir hann. „En við erum alltaf að vinna fimm ár fram í tímann og framvegis verður nánast ómögulegt að réttlæta framleiðslu díselbíla á þessu verði.”
Byggt á grein Autoexpress
Umræður um þessa grein