Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 21:48
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Ekið með þjóðarleiðtogana

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
16/05/2023
Flokkar: Bílaheimurinn, Umferð
Lestími: 6 mín.
300 16
0
151
DEILINGAR
1.4k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

  • Forseti Bandaríkjanna nýtur einna mestrar öryggisgæslu af öllum í heiminum

Í ljósi aðstæðna er ekki úr vegi að skoða aðeins bílalest Bandaríkjaforseta. Fjöldinn allur af bílum, blikkandi eins og jólatré aka í halarófu með blessaðan forsetann. Markmiðið er að halda honum á lífi – hvað sem það kostar.

Cadillac 1.

Til að átta sig á umfanginu fylgir hér neðst myndband sem lýsir þessu vel og vandlega.

Hundrað manna starfslið

Í bílalest Bandaríkjaforseta er um 50 farartæki og um 100 manns sem koma að henni. Markmiðið er einfalt en það er að halda forsetanum á lífi. Hjartað í bílalestinni er forsetabíllinn sjálfur sem kallaður er „the Beast”.

Það fer langt í heilan brúsa af Sonax á þessi föls líklega.

Bíllinn lítur út eins og Caddi en er í raun meira svona eins og skriðdreki. Bíll forsetans gengur einnig undir nafninu Cadillac 1 en Guðni forseti er með númer 1 á sínum bíl. Prísinn á kagganum er um 1,5 milljónir dollara sem eru að jafnvirði um 209 milljónir íslenskra króna. Þyngdin er um 9 tonn.

Svo eru menn að kvarta yfir þyngdinni á rafhlöðum í nýjum bílum í dag!

Það ótrúlega er að hver og einn leyniþjónustumaður sem starfar í bílalest forsetans, þarf ekki að sitja lengra námskeið en 5 daga til að ná valdi á allskyns akstursfídusum sem krafist er af þeim aðilum sem passa hans hátign. Bílstjóri forsetans þarf hins vegar aðeins lengra og yfirgripsmeira námskeið.

Það fer vel um hjónin í aftursætinu í þessum bíl.

Brýtur ekki rúðuna

Dyr bílsins eru um 20 sm. á þykkt og rúðurnar þola kúlu úr 44 Magnum. Stálplötur eru í botni bílsins ef einhverjum dytti í hug að koma sprengju fyrir undir honum. Bíllinn er einnig varinn sýklaáras og með sér súrefniskerfi. Blóð í blóðflokki forsetans er tilbúið í skottinu ef til átaka kæmi og forsetinn særðist.

Að auki er þokkalega stórt vopnabúr í bílnum til að grípa til á ögurstundu.

Bandaríkjamenn eru svo sem ekki alveg óvanir slæmum uppákomum í flutningi á forseta sínum en árið 1963 var John F. Kennedy veginn í Dallas en hann ferðaðist í opnum bíl þann daginn. Ekki góð hugmynd með tilliti til öryggisþátta.

Tveir bílar fyrir sama aðilann

Í dag er aldrei vitað í hvorum bíl af tveimur með sama númeri forsetinn er fluttur í. Í bílalestinni eru tveir nákvæmlega eins bílar sem ganga undir kallmerkinu „the Beast”. Til að tryggja öryggi aka bílar fyrir framan og aftan og beggja megin til hliðanna. Þeir bílar eru búnir skyttum og búnaði til að trufla hugsanlega flugskeyti eða sprengjur sem stýrt er með fjarskiptatækni.

Hér er sýnt hversu margir bílar auk þyrlunnar eru í lest forsetans.

Í bílum fyrir aftan forsetann eru ráðgjafar hans og læknateymi. Bíllinn sem kallaður er „Cat car” æðir svo á eftir því farartæki sem reynir að komast að forsetanum.

Fremst í lestinni eru síðan lögreglubílar sem kallaðir eru „Route car” og „Pilot car” á milli kemur síðan mótorhjólagengið sem kallað er „the Sweepers” en fyrir aftan þá er bíll sem kallaðu er „the Lead car”.

Þetta er reyndar ekki forsetabíll – engu að síður eru hér þægindi sem gaman er að virða fyrir sér.

Mótorhjólin hafa að markmiði að „hreinsa” leiðina fyrir lestina. Þjálfun stjórnenda lestarinnar byggir svo á að taka skjótar ákvarðanir ef þurfa þykir.

Annars er ökuferð talin ein ótryggasta flutningsaðferð við að koma forsetanum milli staða.

Á ráðstefnunni sem nú er haldin í Hörpu og þjóðarleiðtogar ýmissa Evrópulanda sitja eru notaðar svipaðar aðferðir þó svo að þær séu kannski ekki eins stórar í sniðum og fyrir forseta Bandaríkjanna. Bílarnir sem þeir eru fluttir með eru Audi bílar sem Hekla flutti sérstaklega inn fyrir verkefnið.

Þetta er bíllinn sem John F. Kennedy sat í þegar honum var sýnt banatilræði. Þetta er Lincoln Continental.

Síðasta ferð John F. Kennedy var síðan farin í þessum Cadillac úr því við fórum að sýna bílinn sem hann lét lífið í.

Forsíðumyndin með greininni er af forsetabíl Eisenhowers.

Svona virkar bílalest Bandaríkjaforseta

Fyrri grein

Rafale – nýr flaggskips-crossover frá Renault

Næsta grein

2023 Ram 1500 Rebel TRX og Rebel Lunar útgáfur kynntar

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
2023 Ram 1500 Rebel TRX og Rebel Lunar útgáfur kynntar

2023 Ram 1500 Rebel TRX og Rebel Lunar útgáfur kynntar

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.