Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 9:25
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Stiglausa sjálfskiptingin

Jón Helgi Þórisson Höf: Jón Helgi Þórisson
23/05/2022
Flokkar: Tækni
Lestími: 4 mín.
294 9
0
145
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Stiglausa sjálfskiptingin

1958 kynnti hollenski bílaframleiðandinn DAF stiglausa sjálfskiptingu til sögunnar og fékk hún nafnið Variomatic. Sú sjálfskipting hefur verið til nánast eins lengi og bílar hafa verið til og er kölluð Continously Variable Transmission eða CVT en hún fór ekki í fjöldaframleiðslu fyrr en hún var sett í DAF sem Variomatic.

Í grunnatriðum er sjálfskiptingin tvær trissur eða reimskífur tengdar með kílreim.

Trissurnar eru í tveimur hlutum sem færast stöðugt fjær eða nær hvor öðrum sem veldur því að þvermál þeirra þar sem reimin snertir þær er síbreytilegt og með því fást í raun óendanlega mörg gírhlutföll innan þeirra marka sem trissurnar leyfa.

Hvernig CVT sjálfskipting virkar má sjá hér:

Í upphafi var einföld gúmmíreim notuð í skiptingunni sem sennilega entist ekki vel og það var ekkert mismunadrif (það var leystt á annan máta sem verður ekki farið út í hér) og bíll með svona sjálfskiptingu gat komist jafn hratt afturábak og áfram!

Fyrr á árum fór fram árleg kappaksturskeppni í Hollandi þar sem ekið var afturábak! DAF var settur í sinn eigin flokk vegna þessarar sjálfskiptingar enda hefðu hinir bílarnir ekki átt séns með hefðbundinn gírkassa eða sjálfskiptingu.

Þegar undirritaður var að læra allt um bílaviðgerðir var Variomatic sjálfskiptingin hluti af námsefninu og var hægt að skilja á kennurum og nemendum að þetta væri merkilegt fyrirbæri en ætti nú sennilega ekki mikla framtíð fyrir sér.

Hub van Doorne, sá sem var ábyrgur fyrir því að Variomatic fór í framleiðslu hjá DAF, myndi nú hlægja best ef hann væri ekki dauður. Því nútíma CVT er  með endingargóða stálreim sem má sjá hér og er í fjölmörgum bílum frá mörgum mismunandi bílaframleiðendum.

Skiptingin er líka í sumum vélhjólum og fleiri tækjum og til í mörgum ólíkum útfærslum. Þessar sjálfskiptingar eru gjarnan notaðar með aflminni mótorum en aðrar skiptingar og stundum notaðar í tvinnbíla.

En Honda sem er ekki vel þekkt fyrir afllitla mótora, setur CVT sjálfskiptingar í CR-V með 1,5 VTEC Turbo mótorum sem eru langt gengnir í 200 hestöfl og með tog uppá 243 Nm eins og sjá má hér. Enda eru þessar sjálfskiptingar sífellt að verða sterkari.

Bílaframleiðandinn Honda notar CVT skiptingar í bíla sína.

Vegna þess að CVT skiptingar eru einfaldar þá eru þær léttar. Það er hagkvæmara m.t.t. eldsneytiseyðslu að hafa CVT sjálfskiptingu enda eru færri hreyfanlegir hlutir í henni og það tapast ekki eins mikil orka í núningi í henni og í venjulegum sjálfskiptingum.

Það er hægt að ganga þannig frá hlutunum með CVT að mótorinn snúist nánast allan tímann á hagkvæmasta snúningi vélarinnar sem nýtir eldsneytið best.

Toyota hefur einnig notað CVT skiptingar í sinni framleiðslu.

Sjálfsagt er helsti kosturinn við CVT að það eru engin högg frá skiptingunni enda alveg stiglaus en sumum ökumönnum sem eru vanir að keyra beinskipta bíla og bíla með hefðbundinni sjálfskiptingu finnst reyndar það vera aðal ókosturinn við hana. Þetta er sennilega ástæðan fyrir því að t.d. CVT skiptingin í Honda er sögð vera 7 þrepa en stundum eru forritaðir gervigírar í bíla svo tilfinningin sé líkari því að aka bíl með hefðbundinni sjálfskiptingu.

CVT skiptingar eru í stöðugri þróun og það er á hreinu að þær eiga framtíðina fyrir sér.

[Greinin birtist fyrst í mars 2020]

Tengt efni: 

Meira um CVT skiptingar

Óhefðbundnir gírkassar

Í hlutlausum eða ekki á ljósum?

Er sjálfskiptingin nógu sterk fyrir vélina?

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Nýir bílar frumsýndir hjá umboðum

Næsta grein

70 ára þróunarsaga Land Cruiser á mínútu

Jón Helgi Þórisson

Jón Helgi Þórisson

Bifvélavirki og blaðamaður

Svipaðar greinar

Allt stefnir í að bílasýningin í Munchen í september verði enn stærri en áður

Allt stefnir í að bílasýningin í Munchen í september verði enn stærri en áður

Höf: Jóhannes Reykdal
01/08/2025
0

Núna eru franar að berast fleiri fréttir af bílsýningunni í Munchen sem stendur yfir frá 9. Til 14. September. IAA...

Stellantis og Renault hætta við vetnisbíla – en BMW, Hyundai og Toyota halda áfram að skuldbinda sig

Stellantis og Renault hætta við vetnisbíla – en BMW, Hyundai og Toyota halda áfram að skuldbinda sig

Höf: Jóhannes Reykdal
30/07/2025
0

Bílaframleiðendur hafa skoðað tækni vetniseldsneytis sem raunhæfan valkost við rafknúin ökutæki. En þar sem Stellantis og Renault hætta við vetnisáætlanir...

Tesla hleypir af stokkunum tilraunaverkefni með Robotaxi með allt að 20 Model Y bílum í Texas

Tesla hleypir af stokkunum tilraunaverkefni með Robotaxi með allt að 20 Model Y bílum í Texas

Höf: Jóhannes Reykdal
19/07/2025
0

Þann 22. júní 2025 hleypti Tesla formlega af stokkunum tilraunaverkefni sínu með Robotaxi í Austin í Texas í Bandaríkjunum, og...

Chevrolet Corvette ZR1X árgerð 2026 kemur með 1.250 hestöflum

Chevrolet Corvette ZR1X árgerð 2026 kemur með 1.250 hestöflum

Höf: Jóhannes Reykdal
18/06/2025
0

Corvette ZR1X árgerð 2026 hefur verið kynnt og verður með næstum ótrúlegum 1.250 hestöflum frá háþróaðri blendings drifrás sinni. LT7...

Næsta grein
Ofsóttur eftir að vinningsbílinn eyðilagðist

Ofsóttur eftir að vinningsbílinn eyðilagðist

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.