Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 8:25
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Óhefðbundnir gírkassar

Jón Helgi Þórisson Höf: Jón Helgi Þórisson
20/11/2021
Flokkar: Tækni
Lestími: 5 mín.
299 13
0
149
DEILINGAR
1.4k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Óhefðbundnir gírkassar, stutt skýring

Hefðbundnir gírkassar sem eru kallaðir beinskiptir, eða af sumum handskiptir, eru með kúplingu sem er þurr og nokkrum gírum sem dvelja innilokaðir í húsi ásamt vel rúmlega botnfylli af gírolíu. Þeir bílar sem eru með slíka gírkassa eru með kúplings fótstig eða pedala og gírstöng en á gírstönginni er hnúður sem á eru númer fyrir gírana og R fyrir bakkgírinn. En hér verður ekki meira fjallað um þá gerð.

Það sem verður fjallað um hér eru gírkassar sem mætti t.d. kalla hálfsjálfskipta enda stundum kallaðir semi automatic á ensku. Það er ekkert fótstig fyrir kúplingu í þeim.

Gírstangir eða skiptistangir eru oftast líkar þeim sem eru í sjálfskiptum bílum. Það sem aðskilur gírkassa frá sjálfskiptingu er að það eru í þeim tannhjól fyrir alla gírana en oftast plánetugírar í hefðbundnu sjálfskiptingunum eða stálreim í CVT sjálfskiptingum.

Ein undantekning er Direct Shift-CVT frá Toyota sem er með einum tannhjólagír en að öðru leyti er það stiglaus sjálfskipting. Önnur undantekning er Hondamatic sjálfskiptingin sem verður fjallað lítillega um í þessari grein.

Hér er L fyrir  fyrsta gír og * fyrir annan gír.

Upphaflega Hondamatic var hálfsjálfskiptur tveggja gíra gírkassi með lockup torque converter (Honda markaðssetti hann sem þriggja gíra) en eins og allar Honda sjálfskiptingar sem fylgdu í kjölfarið, var hann með gírhjólum á samhliða ásum í staðinn fyrir plánetugíra sem eru í flestum öðrum sjálfskiptingum.

Líklega er hugmyndin að Hondamtic fengin frá þeirri hlið fyrirtækisins sem framleiddi mótorhjól. Gírhjólin voru ekki færanleg, þ.e.a.s. þau voru alltaf í snertingu en með kúplingu (en hver gír hafði eigin kúplingu með mörgum diskum eins og í sjálfskiptingu) var hægt að tengja einn gír í einu.

Kúplingunum var stjórnað með skiptistönginni með því að færa hana á milli 1 og 2, þetta var vökvastýrð skipting og skiptistöngin var í raun vökvaventill, olíuþrýstingur var notaður til að setja í valinn gír. Það var ekkert mál að keyra alltaf í 2. gír af því hún var með vökvagír/átaksbreyti (torque converter).

I-SHIFT frá Honda. I-SHIFT er 6 gíra rafstýrður gírkassi með tölvustýrðri vökvakúplingu. Þetta er allt sem ég gat fundið um þennan gírkassa.  

DSG gírkassi.

DSG eða Direct-Shift Gearbox er rafstýrður gírkassi frá VW með tvöfaldri votri og sjálfvirkri kúplingu (svipuð gerð og er inni í sjálfskiptingum) nokkrum ásum með tannhjólum á og getur verið með alsjálfvirkum eða hálf handvirkum gírskiptingum.

DSG gírkassi gerir einfaldlega tvo aðskilda gírkassa og kúplingar sjálfvirkar inni í einu húsi sem vinna saman sem ein eining.

Með því að nota tvær óháðar kúplingar nást hraðari gírskiptingar og það þarf engann vökvagír/átaksbreyti (torque converter) sem þarf með hefðbundnum sjálfskiptingum.

MM eða MMT stendur fyrir Multimode Manual Transmission. Þessi beinskipti gírkassi er frá Toyota en hefur líka sést í Peugeot og Citroen. Munurinn á honum og þessum hefðbundnu er sá að kúplingin er sjálfvirk eða sem sagt rafstýrð/tölvustýrð og gírskiptingarnar líka. Það eru tveir rafmagnsmótorar sem stýra skiptingunum eða “H” hreyfingunni sem er venjulega framkvæmd með gírstönginni og þriðji mótorinn sér um kúplinguna.

Hér sjást spaðarnir sem notaðir eru til að skipta um gír í Selespeed en þessir eru með framlengingum sem hægt er að kaupa sem aukahlut.
Selespeed stýripinninn eða skiptistöngin og City hnappurinn.

Selespeed er raf- og tölvustýrður gírkassi í Alfa Romeo með rafkúplingu. Skiptingunni er stjórnað með spöðum á stýrinu (hægri skiptir upp og vinstri skiptir niður) eða stýripinna sem er á milli framsætanna, þú ræður hvorn mátann þú notar.

Þetta er ekki ósvipað og í kappakstursbíl eða mótorhjóli, gefur hraðari gírskiptingar en það er ekki hægt að hlaupa yfir gír. Gírkassann er hægt að stilla á “city-mode” en þá virkar hann svipað og hefðbundin sjálfskipting.

Auto Gear Shift frá Suzuki

Ég gef þessum Indversku herrum orðið varðandi þennan gírkassa.

Easy-R eða Automatic Manual Transmission (AMT) gírkassi er notaður í Dacia. Hann er sjálfvirkur gírkassi með raf- og vélrænni tækni í staðinn fyrir vökvatækni og hann er með rafstýrðri kúplingu. Gírskiptingarnar eru sjálfvirkar og því er engin þörf fyrir fótstig fyrir kúplinguna.

Væri betra að kalla þessa gerð af gírkössum, sjálfvirka eða hálfsjálfvirka eftir atvikum í staðinn fyrir eitthvað annað sem þeir gætu hafa verið kallaðir og til aðgreiningar frá sjálfskiptingum?

Sjálfsagt eru til fleiri útfærslur af svona gírkössum og það væri gaman ef lesendur gætu bent okkur á þá.

Að lokum, hafa lesendur reynslu af þessum gírkössum og hvernig líkar ykkur við þá?

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

WRX 2022: Rallýbíll nýrrar kynslóðar?

Næsta grein

Verstappen: Engin refsing

Jón Helgi Þórisson

Jón Helgi Þórisson

Bifvélavirki og blaðamaður

Svipaðar greinar

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Rannsóknir benda til þess að neytendur séu óánægðir með snertivirkni í stýri og snertiskjástýringar. En það er allt að breytast....

2026 Volvo EX90 fær hraðari hleðslu og snjallari öryggistækni

2026 Volvo EX90 fær hraðari hleðslu og snjallari öryggistækni

Höf: Pétur R. Pétursson
01/10/2025
0

Volvo hefur opnað pantanabækurnar fyrir 2026 árgerðina af EX90. Flaggskip rafjeppa vörumerkisins fær nokkrar lykiluppfærslur fyrir nýju árgerðina. Þökk sé...

Porsche afhjúpar 2026 Cayenne með fljótandi bogadreginn skjá

Porsche afhjúpar 2026 Cayenne með fljótandi bogadreginn skjá

Höf: Pétur R. Pétursson
01/10/2025
0

Porsche gefur okkur fyrstu innsýn í væntanlegan Cayenne Electric, sem verður formlega frumsýndur í lok þessa árs. Alrafknúni jeppinn mun...

Næsta grein
Verstappen: Engin refsing

Verstappen: Engin refsing

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.