XR2i er góð viðbót við úrvalið í Stóragerði

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
XR2i er góð viðbót við úrvalið í Stóragerði

Í gærkvöldi birti Samgöngusafnið í Stóragerði færslu þess efnis að Ford Fiesta XR2i væri kominn á safnið góða og þar með orðinn hluti af því fíneríi sem tilheyrir GTI/Turbó hluta safnsins. Lítum nánar á þennan rúmlega þrítuga 900 kílóa eðalbíl.

„Samningar náðust með þetta frábæra eintak af Ford Fiesta XR2i. Hann er kominn á sína endastöð á meðal bræðra sinna í GTI / Turbo horninu á safninu. Takk fyrir Marc,“ sagði í færslunni sem Bílablogg fékk leyfi til að birta auk myndanna sem fylgdu.

Ford Fiesta XR2i var framleiddur á árunum 1989 til 1992 og tilheyrir því Mk3 kynslóð Fiesta. Eintakið sem komið er á safnið í Stóragerði er frá árinu 1990 og var bíllinn fluttur inn árið 2017. Hestöflin eru rétt rúmlega 100, vélin 1.6 l. og vegur bíllinn 900 kíló.

Þessi framhjóladrifni og lipri bíll var ákaflega vinsæll í Bretland,i svo dæmi sé tekið, en þar voru rúmlega 27.000 slíkir bílar í umferð árið 1994. Þeim hefur fækkað allverulega en í dag er talið að um 680 eintök séu til þar, ef marka má þessar vefsíður hér.

Frá fertugsafmælishúllumhæi Ford Fiesta árið 2016. Ljósmynd/media.ford.com

Þeim fer fækkandi víðar en í Bretlandi eins og eðlilegt er og virkilega gaman að fá svona heilt og elegant eintak á safnið. Þó að bíllinn hafi selst grimmt sem leiktæki í kringum 1990 þá verður hann auðvitað ekki notaður sem leiktæki á safninu í Stóragerði – það er nú ekki þannig sem samgönguminjasöfnin virka.

Að hugsa sér hversu mögnuð þessi samgöngusöfn á Íslandi eru! Þetta eru algjörar perlur sem vert er að heimsækja í sumarfríinu.  Hér fyrir neðan eru tenglar á nokkur.

Hér er saga Ford Fiesta XR2i rakin í stuttu máli (á ensku)
Endilega látið ykkur vel líka við Samgöngusafnið í Stóragerði á Facebook

Fleira um íslensku bílasöfnin: 

Einn af 2.606 – kominn á Ystafell

Aftur til fortíðar í Skagafirði

Nýtt safn, Frystihúsið bílasafn

Aldinn höfðingi skipar heiðurssess á Ystafelli

Vel heppnað málþing í Reykholti um gamla bíla

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar