Nýtt safn, Frystihúsið bílasafn

153
DEILINGAR
1.4k
SMELLIR

Nýtt safn, Frystihúsið bílasafn, opnar á Breiðdalsvík laugardaginn 26. júní

Frystihúsið bílasafn opnaði í dag laugardag, 26. júní, í gamla frystihúsinu á Breiðdalsvík. Boðið er upp á léttar veitingar frá kl. 14 þegar safnið opnar ásamt leiðsögn um salinn.

Frystihúsið bílasafn verður opið í allt sumar frá kl. 10-18 alla daga.

2006 árgerð af Mercury Grand Marquis GS sem hinn ástsæli söngvari Raggi Bjarna flutti inn til landsins og notaði til dánardags.

Þeir Ingólfur Finnsson, Guðbjartur Guðmundsson, Ingólfur Finnbogason og Ólafur Hvanndal eiga veg og vanda að framtakinu en þeir eru allir vel þekktir bíladellumenn og hafa gert Breiðdalsvík að miðpunkti langaksturstúra en svæðið er annálað fyrir skemmtilegar og hrífandi akstursleiðir.

Þeir tveir fyrrnefndu eru heimamenn og enn fleiri heimamenn hafa lagt hönd á plóg enda er mikið við að vera á Breiðdalsvík um þessar mundir.

Mercedes-Benz 290B árgerð 1937, líklega einn sögufrægasti bíllinn á Íslandi.

Safnið hefur að geyma rúmlega 20 bifreiðar sem spanna tímabil frá 1936 til 2004 og eru þær annaðhvort perlur úr íslenskri ökutækjasögu eða eiga sér aðrar áhugaverðar sögur sem tengjast íslenskri dægurmenningu og bíladellu.

Þar má meðal annarra ökutækja sjá hina þekktu Mercedes-Benz bifreið Gerlachs ræðismanns Þýskalands á Íslandi í seinni heimstyrjöldinni, handsmíðaða íslenska sportbílinn Adrenalin auk annarra fágætra gripa sem sjaldséðir eru á Íslandi.

Frystihúsið bílasafn er tileinkað bíladellu sem áhugamáli og því kennir þar ýmissa grasa.

Húsakynni safnsins eru vegleg og þar má njóta glæsilegs útsýnis við sjávarsíðuna innan um listaverk á fjórum hjólum ásamt forvitnilegra muna úr íslenskri dægurmenningu.

Breiðdalsvík er 139 manna bær á Austurlandi þar sem má finna fjölbreytta afþreyingu, gistingu, tjaldsvæði, brugghúsið og barinn Beljanda og nú einnig Frystihúsið bílasafn.

Aðgangseyrir er kr. 1000 en frítt er fyrir börn.

[Greinin birtist fyrst í júní 2021]

Hér eru fleiri greinar um íslensk bílasöfn (athugið að greinarnar eru eldri en þessi): 

Íslensku bílasöfnin

Samgönguminjasafnið á Ystafelli

Svipaðar greinar