Mánudagur, 19. maí, 2025 @ 23:41
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Íslensku bílasöfnin

Haraldur orn Arnarson Höf: Haraldur orn Arnarson
18/06/2022
Flokkar: Bílasýningar
Lestími: 4 mín.
388 16
0
193
DEILINGAR
1.8k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Íslensku bílasöfnin

Núna þegar ferðamannatíminn stendur sem hæst og Íslendingar flykkjast um landið sem aldrei fyrr er ekki úr vegi að kíkja á þá staði sem bílamenn ættu að heimsækja. Bílasöfn eru þar vitaskuld efst á listanum, en fjögur slík eru í landinu.

[Athugið að greinin er frá 2020 og hafa ný söfn bæst við síðan þá – sjá hlekk neðst þar sem hægt er að lesa um fleiri bílasöfn]
Á yngsta bílsafni landsins í Borgarnesi, sem rekið er af Fornbílafjélagi Borgarfjarðar, er m.a. þessi forláta Ford-rúta af árgerð 1947 í eigu Sæmundar Sigmundssonar, en hann annaðist í fjöldamörg ár sérleyfið á milli Reykjavíkur og Borgarness.

Safn Fornbílafjélags Borgarfjarðar

Yngsta bílasafn landsins er í Borgarnesi, en þar tóku nokkrir bílamenn sig til og opnuðu safn í gærukjallara gamla sláturhússins í Brákarey árið 2013 og hafa til sýnis gott sýnishorn af fornbílum, ekki síst atvinnubílum, m.a. rútu Sæmundar í Borgarnesi, Ford árgerð 1947, sem fór hringinn í kringum landið í tíu ára afmælisferð Fornbílaklúbbsins árið 1987 en varð fyrir því óláni að velta út fyrir veg.

Það kennir margra grasa í Stóragerði, jafnt meðal fólksbíla og vörubíla. Hér er fremstur Ford árgerð 1954.

Samgöngusafnið í Stóragerði

Norðlenskur bílamaður, Gunnar Þórðarson ábúandi á Stóragerði í Skagafirði, lét ekki sitt eftir liggja og byggði skemmur yfir bíla- og dráttarvélaflota sinn, en þar hefur frá árinu 2004 verið rekið myndarlegt samgönguminjasafn sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Þegar Fornbílaklúbburinn fer norður yfir heiðar er skyldumæting á Ystafell, eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var fyrir nokkrum árum. Hér fer fremstur í flokki Oldsmobile árgerð 1947, en fyrir aftan hann eru m.a. Chevrolet ´55 og Dodge Weapon ´52.

Samgönguminjasafnið Ystafelli

Á Ystafelli í Köldukinn, skammt frá Húsavík, setti Ingólfur Kristjánsson upp myndarlegt safn um síðustu aldamót, þá kominn fast að áttræðu. Hafði Ingólfur búið á Ystafelli frá stríðslokum og starfrækt þar vélaverkstæði. Mikið var um viðgerðir á landbúnaðartækjum í sveitinni og sankaði Ingólfur að sér öllu sem til féll af gömlum bílum og járnadóti, enda ekki auðvelt að verða sér úti um varahluti í þá daga. Smám saman fjölgaði í flotanum á grasbalanum fyrir aftan útihúsin og ekki hjá því komist að bjarga heillegustu fornbílunum í hús og hefja rekstur bílasafns, sem nú er í öruggum höndum Sverris, sonar Ingólfs. Síðan safnið var opnað hefur það stækkað umtalsvert og bílunum fjölgað að sama skapi, en þar hafa margir merkilegir fornbílar verið teknir í fóstur af öllu landinu.

Á samgönguminjasafninu á Ystafelli í Köldukinn kennir margra grasa, en þar er mikill fjöldi fornbíla, dráttarvéla og snjóbíla. Hér má til vinstri sjá merkilegan bíl, Dixie Flyer árgerð 1919, en hann er sá eini sinnar tegundar á Íslandi.

Samgöngusafnið í Skógum

Árið 2002 voru reistar viðbyggingar við Minjasafnið í Skógum undir Eyjafjöllum og þar opnuð myndarleg samgöngudeild sem m.a. hýsir tækjasafn Vegagerðarinnar og marga bíla frá Þjóðminjasafninu, auk annarra fornra ríkisbíla, eins og póstbíl frá 1933 og landmælingajeppa frá 1946. Skógasafnið er meðal best sóttu minjasafna landsins, enda í alfaraleið þeirra sem leið eiga um Suðurland.

Aðrar greinar um bílasöfn Íslands: 

Nýtt safn, Frystihúsið bílasafn

Samgönguminjasafnið á Ystafelli

Fyrri grein

Þetta gat enginn séð fyrir

Næsta grein

„Yfirgefinn“ Batmobile úti í móa

Haraldur orn Arnarson

Haraldur orn Arnarson

Svipaðar greinar

Vígalegur 35″ Defender og fjallahjólhýsi á vorsýningu Land Rover á laugardag

Vígalegur 35″ Defender og fjallahjólhýsi á vorsýningu Land Rover á laugardag

Höf: Pétur R. Pétursson
16/05/2025
0

Land Rover við Hestháls heldur vorsýningu á helstu bílum sínum á laugardag, 17. maí milli kl. 12 og 16, þar...

Sumarsýning Heklu fer fram laugardaginn 17. maí, frá kl.12 til 16.

Sumarsýning Heklu fer fram laugardaginn 17. maí, frá kl.12 til 16.

Höf: Pétur R. Pétursson
16/05/2025
0

Hekla kynnir nýjan og glæsilegan Škoda Enyaq, nýtt og betra verð á Audi Q6, auk sértilboðs á Volkswagen ID.4 GTX. Nú...

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2025
0

Volkswagen leggur mikið kapp á að vera áberandi fyrir kínverska bílakaupendur. Á bílasýningunni í Sjanghæ sýndi framleiðandinn þrjá nýja hugmyndabíla....

Bílasýningin í Sjanghæ opnar með tolla Trumps og öryggi í aðalhlutverki

Bílasýningin í Sjanghæ opnar með tolla Trumps og öryggi í aðalhlutverki

Höf: Jóhannes Reykdal
23/04/2025
0

SHANGHAI - Reuters News - Helstu árlegar bílasýningar Kína eru orðnar sýningargluggi fyrir uppgang sífellt ódýrari rafbíla sem afkasta betur...

Næsta grein
„Yfirgefinn“ Batmobile úti í móa

„Yfirgefinn“ Batmobile úti í móa

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

BYD Sealion 7 – fágaður lúxus og kraftmikið tæknibúnt

19/05/2025
Bílaheimurinn

Þjónustudagur Toyota

16/05/2025
Bílasýningar

Vígalegur 35″ Defender og fjallahjólhýsi á vorsýningu Land Rover á laugardag

16/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.