Tveir bílstjórar – Einn bíll

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Hér er með eindæmum hressilegt myndband þar sem frumlegur bíll er í aðalhlutverki. Bílstjórarnir eru tveir og þeir takast á. Munum að einungis er um einn bíl að ræða og flækjustigið eftir því.

„Jæja félagi! Ég skora á þig,“ getur maður ímyndað sér að sagt hafi verið áður en ballið byrjaði. Skjáskot/YouTube

Þetta hlýtur að vera skemmtilegt nema auðvitað fyrir þá sem eiga það til að verða bílveikir.

Það má sannarlega gleðjast yfir uppátækjum mannsins sem kallar sig „prófessor Pardal“ á YouTube og er þessi fjórhjóladrifni bíll eða „tvíbíll“ algjörlega eitthvað sem gleður „nerði“ jarðar.

Athugið að myndbandið hefst ekki alveg á upphafspunkti en það má „spóla“ til baka.

Fleira gott frá þessum skemmtilega hugsuði í Brasilíu:

Er gufuvélin kannski málið eftir allt saman?

Kraftlaust mótorhjól? Það má bæta úr því!

Álíka sniðugar græjur: 

„Hvolfbíllinn“ hans Jerry

Endalaus Datsun: Furðulegt uppátæki árið 1982

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar