Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 19:30
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Endalaus Datsun: Furðulegt uppátæki árið 1982

Malín Brand Höf: Malín Brand
22/10/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 4 mín.
282 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Já, það er eitt og annað sem virðist endalaust. En aldrei fyrr hafði ég hugsað um Datsun í hinu endalausa samhengi. Ekki fyrr en gömul grein í dagblaði vakti athygli mína. Þetta er grein eða greinarstúfur sem birtist í Tímanum þegar undirrituð var eins árs og sex daga gömul.

Vissulega tók ég ekki eftir greininni þá, enda upptekin við annað. Læra að ganga og svoleiðis vesen.

Nú, nema hvað, þá segir í greininni sem birtist í Tímanum þann 29. júlí 1982 frá tveimur bílum af gerðinni Datsun Cherry 1977 árgerð (F10) sem höfðu sameinast. Þeir höfðu verið soðnir saman og, eins og myndirnar sýna, þá er bíllinn endalaus. Sem er auðvitað ekki rétt þar sem hann er með tvo framenda. En það skiptir ekki máli.

Viðhaldið lengir líf þeirra gömlu

Var bílunum skeytt saman þegar hvor um sig hafði lagt 130.000 kílómetra að baki. Átti þessi samsuða að sýna hversu brýnt væri að halda bílum vel við: Öðrum, þeim dökka á myndinni, var haldið við.

Hann fékk gott viðhald; reglulega var skipt um olíur, kerti, platínur og fleira.

Þeim ljósa var hins vegar bara ekið. Ekkert var gert fyrir blessaðan bílinn. Vanræksla og ekkert viðhald. Hér nálgumst við kjarna málsins og er best að vitna beint í grein Tímans:

„Þegar gerðir voru upp reikningar var endursöluverð dökka bílsins miklu mun hærra heldur en ljósa síamstvíbura hans. Bensíneyðsla dökka bílsins var lægri en þess ljósa og auk þess öruggt að dökki bíllinn myndi endast a.m.k. 50.000 km. í viðbót án meiriháttar viðgerðar, en talsvert þurfti að gera við ljósa bílinn til þess að nota mætti hann áfram,“ sagði þar og fleiri voru orðin ekki um þann endalausa.

Hvað varð um tvíhöfða?

Hér var athygli blaðamanns vakin. Það er raunar svo að óskaplega margt gerir það, þ.e. vekur athygli undirritaðrar. Ekki það að fyrirbærið á myndinni sé fagurt á að líta; síður en svo.

En hins vegar þurfti ég nauðsynlega að fá svör við nokkrum spurningum:

Hver stóð fyrir þessu?

Hvað varð um þennan „bíl“ eða ætti maður heldur að skrifa „tvíbíl“?

Var hægt að aka fyrirbærinu?

Það ætti kannski ekki að koma á óvart að fyrirtækið, varahlutaframleiðandinn, sem skapaði þennan ófögnuð, hét og heitir FRAM. Því fleiri fram„endar“ því betra. En þetta er nú útúrdúr.

Uppátækið virðist fremur litla athygli hafa vakið, þarna fyrir tæpum fjörutíu árum, og var ekki hlaupið að því að finna upplýsingar um þessa (að því er virðist) misheppnuðu markaðssetningu FRAM.

En viti menn! Árið 1998, eða þar um bil, rambaði bifvélavirki nokkur í Ameríkunni stóru, á þetta fyrirbæri þar sem það var, báðir helmingar þess, vanrækt og jafnvel ljótara en áður. Á einni vefsíðu kemur fram að þetta hafi verið við hlið kirkju en það er nú aukaatriði, nema bíllinn hafi þá fundist í kirkjugarði.

Áfram eða aftur á bak?

Bifvélavirkinn sem fann þennan sérkennilega Datsun, virðist hafa þótt nokkuð í hann spunnið því um áratug eftir að hann rambaði á tækið var myndbandi hlaðið upp á YouTube og þar sést hvar bíllinn brunar áfram eða aftur á bak. Það veltur alfarið á því frá hvorri hlið bílsins er horft.  

Árið 2009 var þetta „tvíbíli“ á sýningunni Inland Valley Show á vegum Z-Car Club í Temecula í Kaliforníu.

Meðfylgjandi myndir eru vissulega afleitar en sýna samt apparatið sem var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Léleg gæði myndanna vinna kannski bara með apparatinu, ef eitthvað er.

Ekki er fleira um þann endalausa hægt að skrifa en hér er myndbandið sem sýnir að þetta gat ekið. Til að bifreiðin fengi að vera á númerum (og þar af leiðandi lögleg í umferðinni…) voru bremsuljósin í öðru grillinu.

Fyrri grein

Hvað eru rafliðar og hvað gera þeir?

Næsta grein

„Harry! Wir brauchen den Wagen, sofort!“ – Derrick og bílarnir

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Næsta grein
„Harry! Wir brauchen den Wagen, sofort!“ – Derrick og bílarnir

„Harry! Wir brauchen den Wagen, sofort!“ - Derrick og bílarnir

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.