„Of mikið er passlegt,“ sagði maðurinn og það eru orð að sönnu. Hvað er verra en kraftlaust ökutæki? Það er nú það! Hér er til umfjöllunar þeysireið á mótorhjóli; hjóli sem er þó fjarri því að vera kraftmikið. Hvernig má það vera?

Hér er „á ferðinni“, í orðsins fyllstu merkingu, stórmagnaður náungi. Undirrituð hefur fjallað um hann áður en þetta er brasilískur uppfinningamaður sem hefur meðal annars prófað sig áfram með gufuvélina og sett hana á vissan hátt í nútímaskrúða.

Hann kallar sig Professor Pardal á YouTube. Það er skemmtilegur húmor, því Georg gírlausi heitir nefnilega Professor Pardal á portúgölsku og spænsku. Gyro Gearloose heitir þetta sköpunarverk Carls Barks á ensku.
Georg gírlausi „að störfum“. Carl Barks kynnti þennan karakter árið 1952.

Hér fyrir neðan er Georg gírlausi nútímans á fljúgandi ferð og tilfinningin virðist góð, eins og sést:

Fleiri karakterar sem kalla má uppfinningamenn: 

Hvað næst? Jú, Tesla með þotumótorum

Allt rauðglóandi í kringum „The Rocketman“

Sexhjóla Tesla verður til

Er gufuvélin kannski málið eftir allt saman?

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Sett inn
22/6/2022
í flokknum:
Bílaheimurinn

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaheimurinn

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.