Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 6:18
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

400 mílna ferðalag á 29 ára gömlum 47 hestafla bíl

Malín Brand Höf: Malín Brand
06/05/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 8 mín.
279 5
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

„Eftirvæntingin vegna ferðalagsins hvarf eins og dögg fyrir sólu um leið og ég opnaði húddið á bílnum,“ sagði bílablaðamaðurinn Kevin McCauley sem tók að sér að aka Fiat Panda rúmlega 600 kílómetra leið vegna bílasýningar í Texas. Það gekk á ýmsu á leiðinni.

Kevin McCauley. Skjáskot/YouTube

Kevin hefur meðal annars skrifað um bíla fyrir tímaritið The Drive og í fyrra birtist grein þar sem hann dásamaði Fiat Panda.

Nú hefur skoðun hans og álit á þeim bíl tekið nokkrum breytingum eftir að hafa ekið 29 ára og 47 hestafla Fiat Panda 400 mílur. Hugmynd sem var góð, þar til hann kíkti í húddið á bílnum rétt fyrir brottför.

Fiat Panda, 4×4, árgerð 1993. Skjáskot/YouTube

„Kælivökvinn minnti einna helst á kókómjólk og það gat varla boðað neitt gott. Ég tók mynd af þessu og sendi á Tom [eiganda bílsins]. Sagði honum að þetta minnti á eitthvert Nesquick sull.“

Sullið. Skjáskot/YouTube

Tom virtist ekki kippa sér upp við þetta en félagi þeirra, bifvélavirkinn í hópnum, sem fékk myndina „óvart“ senda, var ekki eins rólegur yfir kókómjólkurkælivökvagumsinu.

Skjáskot/YouTube

Þrátt fyrir varnaðarorð vélvitans (nýyrði dagsins) ákvað Kevin að láta slag standa og fara af stað á þeim ítalska. Enda hafði hann fengið aðstoðarbílstjóra með í leiðangurinn; Chris nokkurn Perkins, bílablaðamann Road & Track.

Hann er ósköp lítill greyið. Skjáskot/YouTube

„Þekking mín á bílvélum reyndist nógu mikil til viðhalda kvíðahnútnum í maganum yfir ástandi ökutækisins alla ferðina en því miður risti þekkingin ekki það djúpt að ég hefði vit á að blása ferðina af,“ sagði Kevin.

Dyntir, duttlungar og kenjar

Þegar tuttugu mínútur voru liðnar af þessu 400 mílna ferðalagi fór nál hitamælisins í blessuðum bílnum að stíga jafnt og þétt upp á við en hélst þó rétt innan við rauðu línuna á kvarðanum.

Og hærra vísaði nálin. Skjáskot/YouTube

„Þar sem hitinn var nokkuð stöðugur í 110°C ákváðum við að halda ferðinni áfram,“ sagði Kevin en það var einmitt á þessum tímapunkti sem hann áttaði sig á einu sem hann útskýrði svona:

„Það fylgir þessari ást manns á furðulegum gömlum bílum að standa sjálfan sig að því að vera með augun límd við hitamælinn meðan maður ekur. Maður lagar aksturinn einhvern veginn að dyntum bílsins þannig að hann haldist sáttur. Það var einmitt raunin í þessu tilviki.“

Þetta kannast undirrituð alveg svakalega vel við. Eins og meðvirkni með dauðum hlut sem er nú ekki „dauðari“ en svo að minnsta glappaskot manns getur fengið allt til að sjóða upp úr. Við sem átt höfum gamla bíla af gerðinni Fiat sem fyrsta bíl hljótum einhvers konar eldskírn sem verður til þess að maður er afar umburðarlyndur og skilningsríkur þegar bíladyntir eru annars vegar.

Situr hátt en fer hægt

Þó að Pandan sé agnarsmár bíll er það nú svo að maður situr nokkuð hátt og tilfinningin er alls ekki eins og ökutækið sé bílkríli. Ekki einu sinni innan um alla pallbílshlunkana í leiðangri Kevins og Chris í Texas. „Maður finnur ekkert fyrir smæð bílsins fyrr en hann er kominn upp í 72 mílna hraða og hraðar kemst hann ekki.“

Þegar þeir komu í snarkandi síðdegishitanum til Austin í Texas var nálin á hitamælinum farin að gera ýmsar kúnstir og erfitt að átta sig á hvaða lögmál réðu þar. Ekki má gleyma að í slíkum hita er fátt um fína drætti í gömlum bíl; miðstöðin blæs heitu þó hún sé á „kaldasta“ og inn um gluggann kemur auðvitað bara hlýtt loft.

„Að akstri þessa dags loknum opnuðum við vélarhlífina og undir henni virtist allt eins og það átti að vera. Olían í góðu lagi og brúna gumsið var enn… já það var enn ógeðslegt.“

Snemma morguninn eftir héldu þeir áfram og var óvenjukalt í veðri. Hitamælirinn rauk engu að síður upp í 110°C eftir tíu mínútna akstur. Hitinn lækkaði þegar bíllinn var í hægagangi, t.d. á ljósum eða í umferðarþvögu en rauk aftur upp í akstri og eðli máls samkvæmt var óþægilegt fyrir þá félaga, Chris og Kevin, að vita ekkert hvers vegna þetta gerðist.

„Þegar við skröltum loks inn á sýningarsvæðið var það góð tilfinning að leggja bílnum, vitandi það að við þyrftum ekki að hreyfa hann næstu sex klukkustundirnar.“

Panda í útrýmingarhættu vekur lukku

Á sýningarsvæðinu voru ótal merkilegir bílar frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Þegar Pandan mætti á svæðið þyrptist fólk að. „Ótrúlega margir höfðu aldrei nokkurn tíma séð Pöndu og þótti farartækið hið merkilegasta. Það var samt ekki fyrr en Chris lenti í basli með afturhlerann sem fjöldinn margfaldaðist á örskotsstundu. Flestir, þar á meðal ég sjálfur, vildu gefa honum gagnslaus ráð um það hvernig loka mætti hleranum. Chris bjargaði þessu sjálfur en mér tókst að skemma læsinguna áður en við lögðum af stað heim.“

Jú, afturhlerinn var festur með ótal vírum og spottum og þannig hélst hann lokaður alla helgina. Myndin efst er einmitt af þeim „búnaði“

Þegar vélvitinn, vinur þeirra, leit loks á Pönduna kom í ljós að brúna gumsið (kælivökvaígildið) „stafaði sennilega af ryði og svo var líka mikill léttir að vita að heddpakkningin væri ekki farin. Þá gat maður nú andað léttar,“ sagði Kevin.  

Eftir nokkuð vandaðar „reddingar“ varð Pandan ljúf eins og…panda? Jæja, alla vega þá var gangurinn þýður og allt í lukkunnar velstandi á leiðinni til baka.

„Við urðum svo glaðir því Pandan var orðin skemmtileg aftur. Þess vegna stoppuðum við hér og þar til að taka myndir og svoleiðis. En þegar við áttum 25 mílur eftir til Houston fór hitamælirinn aftur að láta illa.“

Þeir félagar ákváðu að tímabært væri að stoppa, fá sér hádegisverð og leyfa Pöndunni að kæla sig dálítið áður en þeir bættu vatni á hana.

„Við bættum dágóðum slatta af vatni á bílinn og skiluðum honum til Tom. Þar með var vandamálið úr sögunni. Alla vega hvað okkur snerti. Tom situr núna uppi með vesenið. Takk Tom fyrir lánið.“

Reynslunni ríkari og þakklátur fyrir félagsskap Chris Perkins í þessum sjóðheita bíltúr kveður Kevin. Chris skrifaði söguna á Road & Track en Kevin sagði söguna í myndbandi á YouTube og er þessi greinarstúfur samsuða úr báðum áttum. Sem fyrr segir eru þeir Chris og Kevin báðir bílablaðamenn. En greinilega hvorki „vélvitar“ né bifvélavirkjar.

Kevin og Chris í Pöndunni. Skjáskot/YouTube

Lokaorðin fær Chris að eiga: „Ég hef ekið mörgum áhugaverðum bílum starfs míns vegna en ætli þessi bíll verði ekki einn af þeim eftirminnilegri. Ef ég yrði beðinn um að gera þetta aftur þá myndi ég segja já. En ég myndi ekki mæla með því að neinn annar gerði það.“

Sérstakir þessir bílablaðamenn!

Af öðrum óhefðbundnum bíltúrum: 

Ekið á gargönum eftir ropvatni – Laxness og bílar

Þá ók blaðamaður inni í húsi og uppi á þaki

Sunnudagsbíltúr: „Stopp! Það er skriðdreki að koma“

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Birtir til í bílaframleiðslu hjá Volkswagen Group

Næsta grein

Átt þú of fínan bíl?

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Bölvað bras að setja bensín á Tesluna

Bölvað bras að setja bensín á Tesluna

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.