Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 14:57
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Þá ók blaðamaður inni í húsi og uppi á þaki

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
10/11/2021
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 3 mín.
279 5
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Frumsýning á Fiat 500e vekur upp gamlar minningar

Ísband í Mosfellsbæ frumsýndi í gær rafdrifinn Fiat 500e, sem strax við fyrstu sýn virðist vera hinn fullkomni „borgarbíll“ – lítill og nettur, rafdrifinn, með gott og rúmgott innanrými og síðast en ekki síst þriðju hurðina við götubrún sem auðveldar aðgengið mjög.

En frumsýningin á þessum nýja rafbíl frá Fiat vekur upp minningar frá þeim tíma þegar Fiat var raunverulegur „bíll fólksins“ um alla Evrópu, og einnig hér á landi.

Fiat 500 árgerð 1969.

Á síðustu árum síðustu aldar var það Fiat Uno sem átti hug og hjörtu bílakaupenda um alla Evrópu. Þessir bílar náðu góðri hylli kaupenda hér á landi og eitt árið seldust meira en eitt þúsund Uno hér á landi.

Meira að segja blaðamaður Bílabloggs eignaðist einn slíkan, árgerð 1987 með 999cc vél; Fiat Uno 45, sem þjónaði fjölskyldunni í mörg ár og þegar upp var staðið höfðu þrír Uno-bílar átt leið um hlaðið hjá okkur.

Fyrsti bíllinn sem blaðamaður Bílbloggs eignaðist á sínum tíma sem var „nýr úr kassanum“ var einmitt svona Fiat Uno 45.

Á þessum árum var oft boðið í reynsluakstur á Fiat Uno þegar nýjar gerðir komu fram á sjónarsviðið, og ein þessara ferða var sérlega minnisstæð vegna nokkurra atriða.

Kappakstursbraut á þaki verksmiðjunnar

Þannig hagaði til í Tórínó, heimabæ Fiat að á efstu hæð gömlu verksmiðjubyggingarinnar, Lingotto, í hjarta borgarinnar hafði Fiat látið búa til reynsluakstursbraut, eiginlega raunverulega „kappakstursbraut“, þar sem nýjum bílum var reynsluekið.

Kappakstursbrautin í notkun skömmu eftir vígsluna 1923.

Í þessari tilteknu heimsókn var löngu búið að leggja af bílaframleiðslu í þessari 6 eða 7 hæða byggingu, en enn var hægt að aka upp hringlaga braut í miðri byggingunni.

Hér var ekið innanhúss, alla leið upp á topp.

Við blaðamennirnir sem vorum frá mörgum löndum Evrópu byrjuðum á því að aka þessari nýju gerð af Uno upp hringinn innanhúss og fara svo nokkra hringi á brautinni uppi á þaki gömlu verksmiðjunnar.

Arkitektinn Giacomo Mattè-Trucco öðlaðist frægð fyrir hönnun verksmiðjunnar en hún var í byggingu frá 1916 til 1923.

En eftir nokkra hringi var leikurinn stöðvaður og okkur sagt að leggja bílunum og fylgja kynningarstjóra Fiat á annan stað á brautinni.

Þar beið okkar röð af eldri gerðum frá Fiat; allt frá gamla og góða „Topolino“ til nýrri gerða.

Mér var úthlutaður þarna fallegur Fiat 500 árgerð 1969, sem skyldi verða „minn bíll“ þennan daginn.

Kíkt í heimsókn til Ferrari

Byrjað var á því að fara nokkra hringi á brautinni á þakinu á Lingotto, en síðan lá leiðin niður alla hringina, niður á jafnsléttu og síðan var brunað úr borginni út í sveit.

Þá tók við ferðalag um sveitirnar í nágrenni Tórínó. Stoppað var í litlu þorpi, þar sem sumir fengu sér kaffi en nokkrir sturtuðu í sig bjór eða heilli hvítvínsflösku og svo var aftur farið „út að aka“.

Þegar komið var undir kvöld var meira að segja komið við hjá Ferrari í Maranello, þar sem við fengum að skoða Ferrari safnið áður en haldið var til baka til Tórínó. Ógleymanlegur dagur!

Fyrri grein

Starf leigubílstjórans: Þriðji og síðasti hluti

Næsta grein

Brunabílar 1974

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Næsta grein
Brunabílar 1974

Brunabílar 1974

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.