Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 15:54
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

„Yfirgefinn“ Batmobile úti í móa

Malín Brand Höf: Malín Brand
18/06/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
271 14
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Það getur verið sniðugt, áður en básúnað er að maður hafi fundið Batmobile úti á víðavangi, að kanna umhverfi fundarstaðarins aðeins. Já, bara að ganga úr skugga um hvort í næsta nágrenni sé skemmtigarður eða tökustaður kvikmyndar, svo dæmi sé tekið.

„Batmobile Mysteriously Found Abandoned In A Field“ er fyrirsögn greinar sem birtist í dag á bílavefnum Motorious.  Í greininni er  fjallað nokkuð ítarlega um þessa eftirlíkingu Batmobile sem fannst „yfirgefin einhvers staðar í útjaðri Dallas-Fort Worth en nákvæm staðsetning liggur ekki fyrir,“ eins og segir þar.

Myndirnar af bílnum birtust fyrir nokkrum dögum á Instagram-síðu Rotting Classics. Fylgjendur eru hátt í 200.000 og hafa eðli máls samkvæmt spunnist nokkrar umræður um þennan „dularfulla“ Batmobile

Skjáskot/Instagram/RottingClassics

Skemmst er frá því að segja að í fyrrnefndri grein fer greinarhöfundur á flug og fullyrðir að bíllinn sé í toppstandi og að augljóst sé að vel hafi verið hugsað um hann áður en Batmobile endaði með „dularfullum hætti“ úti í móa.

„Myndi seljast á augabragði“

Svo heppilega vill til að bíllinn er með lykilinn í svissinum, eins og algengt er með yfirgefna bíla – er það ekki annars?

Greinarhöfundur minnist raunar ekki á lykilinn en hann sést nú alveg á tveimur myndum.

Hins vegar segir hann að þessi dularfulli Batmobile sé í svo góðu standi að hann myndi pottþétt „seljast á augabragði“ ef hann væri til sölu.

Ekki nóg með það heldur mætti án efa fá fyrir hann væna summu. „Sú staðreynd er skammarleg að bíllinn sé bara úti í móa,“ segir þar.

Skemmtigarðurinn með Batman-þemanu

Þannig er að í útjaðri Dallas-Fort Worth er risastór skemmtigarður og nefnist hluti hans einfaldlega Gotham City.

Hér er Gotham City. Skjáskot/GoogleEarth

Þar er vissulega margt Batman-tengt og til að mynda er svipaður bíll við hlið eins Batman-rússíbanans.

Hægra megin við bílinn er The Race; rússíbani sem er eflaust hressandi að fara í. Skjáskot/GoogleEarth

Gott ef þessi „dularfulli“ Batmobile stendur ekki bara einmitt ásamt ýmsum tækjum sem tekin hafa verið úr notkun og eru geymd á draslaralegu svæðinu við einn enda skemmtigarðsins Six Flags Over Texas.

Undirrituð skrapp þangað gegnum hræódýra ferðagátt er nefnist Google Earth. Þar má til dæmis úr lofti sjá ýmislegt sem vel gæti verið hinn „dularfulli“ og „yfirgefni“ Batmobile.

Almenn skemmtilegheit og fleira Batman-tengt:

Ensk skrítnubílaleiga hressir bætir og kætir

Furðuveröld Jays Ohrberg

Neðanjarðarsafn með „bubblu-bílum“ og ótrúlegum hlutum

Bílabrellumeistari margra James Bond kvikmynda

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Íslensku bílasöfnin

Næsta grein

Hættulegir og varasamir aukahlutir

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Nýr smá-Jeep sést í prófunum

Nýr smá-Jeep sést í prófunum

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.