Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 15:38
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Neðanjarðarsafn með „bubblu-bílum“ og ótrúlegum hlutum

Malín Brand Höf: Malín Brand
12/12/2021
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
279 6
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Hann safnar skiltum, bílum, auglýsingaspjöldum, standklukkum, veggklukkum; Hann á frumgerð Batmobile og heilan helling af öllu mögulegu! Allt þetta mögulega er í „bílahellinum“ hans neðanjarðar í London.

Messersmith. Nánar um hann í myndbandinu neðst í greininni. Skjáskot/YouTube

Þessi „hann“ á sér nafn: Gary Hillman. Þetta er vörpulegur og vel klæddur karl sem á ótrúlegt bílasafn sem er mjög svo furðulega samsett af leikfagabílum of raunverulegum bílum. Frumgerðum og endurgerðum.

Sérsmíðaðir bílar frá engum öðrum en George heitnum Barris eru í bílahellinum: Manninum sem smíðaði og hannaði meðal annars Batmobile og General Lee.  

Sem dæmi má nefna að í hellinum hans er að finna heilan her af endurgerð smæstu bifreiðar sem framleidd hefur verið í heiminum, Peel 50 Bubble Car, bílnum sem framleiddur var á Isle of Man:

Lengd: 1,3
Breidd: 1,0 m
2,7 – 4,2 hestöfl
Nákvæm endursmíði upprunalega bílsins frá 1962
Peel 50 bubble car, eða „bubblu-bíllinn“ minnir óneitanlega á skósveinana (minions) úr teiknimyndunum, nema hvað þessir eru í röngum lit

Götuskráðan spíttbát á Hillman í safni sínu (sést á myndinni efst í greininni). Það er spíttbátur, byggður á þriggja hjóla hamfaraökutækinu síveltand; Reliant (nafnið vísar eflaust til þess að hægt sé að reiða sig á að apparatið velti í næstu beygju).

Aukinheldur er þarna að finna vatnabílinn Amphicar 770 sem undirrituð hefur mikið dálæti á eftir að hafa ekið einum slíkum og siglt.

Amphicar 770

Gary Hillman lumar líka á pool-borði sem er í rauninni líka bíll með HEMI-vél og þetta er einhvers staðar í hellinum, mitt á milli ET-afsteypu í raunstærð og klessubíla af bestu sort.

Pool-borð með HEMI-VÉL er ekki eitthvað sem maður kannast við að hafa mætt í umferðinni í miðbænum. Skjáskot/YouTube

Þegar maður heldur að ekki sé til fleira fínt dót í öllum heiminum, þá toppar Gary Hillman allt með því að segja að bestu gripina sína geymi hann einmitt efst uppi; í þakíbúðinni sinni.

Þar eru upprunalegir Peel 50 bílar og alls kyns sparidót; mitt á milli sundlaugar, sebrasófa, gamalla glymskratta og spilakassa.

Hér er myndband sem sýnir allt heila gillið og mun fleira en það:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Sjáðu Cybertruck á ferð!

Næsta grein

Hamilton: „Þessi náungi er *** klikkaður“

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Hamilton: „Þessi náungi er *** klikkaður“

Hamilton: „Þessi náungi er *** klikkaður“

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.