Hvað er hollara, eftir páskaeggjaát og almennt ofát, en að líta á nokkur voðaverk á hjólum? Eitthvað sem er of mikið af alls konar og svo vont og ljótt að syndir hins almenna manns fá vængi og syndarinn fær geislabaug. Lítum á nokkur dæmi um hörmungar á hjólum.
Tvíhöfði

Stundum veit maður ekki hvað snýr fram og hvað aftur nema hvort tveggja sé og þá er maður orðinn svo ruglaður að þessi bíll hér er nánast orðinn eðlilegur. Eins gott að hann sé ekki notaður í kappakstri, ruglandi aðra keppendur.
Grænhöfðatvíhöfði

Og hér er fjarskyldur ættingi hans:

Þessi er hins vegar bara nokkuð venjulegur í samanburði við frændur hans:

Upp um alla veggi

Sem betur fer er þetta ekki raunverulegt ökutæki. Þetta er listaverk eða svokölluð innsetning. Hugmynd listamannsins Erwin Wurm tengdist því að leggja í of lítið stæði og hversu sniðugt það væri ef bíllinn gæti nýtt það rými sem til væri; t.d. með því að fikra sig upp eftir veggjum. Jújú, það er áhugaverð „pæling“ en mögulega gagnslaus.
Impala blendingur

Þetta gæti orðið útkoman ef bílapartasali fengi að rasa út. Til dæmis. Reyndar var undirrituð eitt sinn hálfgildings bílapartasali og datt aldrei neitt svona í hug. En hefði maður haft úr svona pörtum að velja sem og gott tonnatak er aldrei að vita hvað hefði gerst.
Þessi minnir líka á eitthvað svipað og lýst var hér að ofan. Eða grín sem gekk allt of langt:

Óæskileg tegundablöndun

Hér er eins og grillið og framljósin séu af Chevy Trailblazer, hjóladótið úr Plymouth Prowler (eins og þeim sem fjallað var um hér í gær), alls konar úr öðrum tegundum og toppurinn af Ford Model T.
Bað-car

Það er mikill munaður að vera bæði með sturtu og baðkar. Svo ekki sé minnst á „bað-car“.
Meiri minnimáttarkennd

„Mín minnimáttarkennd er meiri en þín,“ las ég einhverju sinni í bók þar sem veggjakrot og fleyg orð voru til umfjöllunar. Þessi minnti mig á það sem ég las.
Lautarferð án lautar

Með því að bregða sér í lautarferð á svona ökutæki (eða hvað þetta nú er) er lítil hætta á ónæði frá maurum eða öðru leiðinlegu og truflandi sem býr í grasinu. Grasið er ekki fyrirstaða heldur undirstaða.
Sjónhverfing eða léleg gleraugu?

Hér er tæki sem mér skilst að sé notað til að færa sjóflugvélar.

Það er örugglega mjög óþægilegt að vera við hliðina á þessu tæki í umferðinni því það virðist vanta hátt í helminginn á það. Hér er afar stutt myndband sem sýnir hvernig þetta á að virka:
Pallur á kostnað annarra

Þetta er pallbíll af sérstakri gerð. Útsýnispallur í þeim skilningi að hann bæði skemmir og spillir útsýni allra í kring. Hef ekki hugmynd um tilganginn en kannski er einhver leynilegur tilgangur með þessu. Svo leynilegur að enginn hefur hugmynd um hann.
Köngulóarbíll

Átta fætur og átta dekk.
NASA-flóttabíll

Hvað þetta er virðist fremur óljóst en á einhverri síðunni var því velt upp að hér væri kannski um einhvers konar „tungl-bíl“ að ræða sem á hugmyndastigi hefði sloppið frá NASA.
BMWoff

BMW pallbíll? Nei, æj. Þetta er eitthvað sem ekki ætti að vera á ferðinni í dagsbirtu.
Munið: Nagladekkin undan og beltin undir

Hér er snjóbíll en bara að aftan. Þessa skemmtilegu kynningu á upprunalega bílnum (Honda T360 ´63) rambaði undirrituð á. Kynningin er sérstaklega skemmtileg fyrir tungumálafólk.
Fleira um faratæki á „gráu“ svæði:
Brot af því versta: Pallbílar
Bílar sem aldrei fóru af stað
Hlægilegur, ljótur eða bara sniðugur?
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.