Upplýst um sigurvegara í vali á „bíl ársins á Íslandi“ þann 16. október

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Upplýst um sigurvegara í vali á „bíl ársins á Íslandi“ þann 16. október

Senn dregur til tíðinda í vali á „bíl ársins“ á Íslandi. Blaðamenn sem skrifa um bíla í fjölmiðla á Íslandi reynsluaka þeim bílum sem koma inn á markaðinn nýir frá síðasta vali og úr þeim hópi eru síðan valdir bílar sem koma til greina sem „bíll ársins“.

Tilkynnt verður um val á „Bíl ársins“ þann 16. október næstkomandi og sigurvegara í hverjum flokki fyrir sig. Átján bílar í sex flokkum hafa komist í lokaval Bandalags íslenskra bílablaðamanna í vali á bíl ársins 2020. Alls voru 30 bílar í forvali.

Það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, sem eru samtök blaðamanna sem skrifa um bíla, sem stendur að valinu.

Sá bíll sem hlýtur titilinn „Bíll ársins“ fær Stálstýrið til varðveistu næsta árið.

Sex flokkar í úrslit

Í flokki minni fjölskyldubíla komust í úrslit: Mazda 3, Toyota Corolla og VW T-Cross.

Í flokki stærri fjölskyldubíla: Mercedes-Benz B, Peugeot 508 og Toyota Camry.

Í flokki jepplinga: Honda CRV, Mazda CX-30 og Toyota RAV4.

Í flokki jeppa Jeep Wrangler, Ssangyong Rexton og Suzuki Jimny.

Í flokki rafbíla: Hyundai Kona, Kia e-Soul og Opel Ampera.

Í flokki rafjeppa: Audi e-Tron, Jaguar I-Pace og Mercedes-Benz EQC.

Tveir flokkar rafbíla

Athygli vekur að í þetta sinn eru tveir flokkar rafbíla, bæði hefðbundnir rafbílar og eins rafjeppar, sem er gott dæmi um þær breytingar sem eru að eiga sér stað í bílainnflutningi.

?

Svipaðar greinar