„Takk fyrir að borga allt saman,“ sagði David Couldhart sposkur á svip við fyrrum liðsfélaga sinn, Mika Häkkinen. Þetta var nú smá grín sem skýrist í meðfylgjandi myndbandi sem tekið var upp síðustu helgi eftir Race of Champions sem fram fór í Svíþjóð.

Það er hlýtt á milli þeirra félaga og ekki laust við að manni finnist þeir eins og tveir gaurar.
Enda voru þeir að fara að „gaurast“ saman í Finnlandi og eru eflaust að bralla þar eitthvað núna. Sjáið þessa stráka í myndbandinu; eins og þeir séu ekki deginum eldri en tja, 25 ára? Alla vega í anda!
Fleiri kunnu að meta þetta myndband og hér er eittt gott sem undirrituð sá að Mika Häkkinen deildi á Twitter og tengist þeim Coulthard:

Annað sem tengist þessari grein:
Hrekkjótt akstursíþróttafólk
Alveg sérstakar sérútgáfur
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.



