Besta akstursíþróttafólk heims kemur almenningi oftar en ekki fyrir sjónir sem svakalega alvarlegt og einbeitt fólk. Skárra væri það nú ef Luis Hamilton væri ekki einbeittur á brautinni í Formúlu eitt, svo dæmi sé tekið. Þá myndum við ekki vita hver hann er.

Þeir sem hafa skyggnst á bak við tjöldin, og t.d. horft á þætti eins og Drive To Survive og fleira í þeim dúr, vita að ökuþórar geta verið mestu sprelligosar. Já, rétt eins og gengur og gerist meðal fólks í hvaða starfsstétt sem er.

Innvígsla nýrra ökukennara

Fyrir nokkrum árum kom upp sú hugmynd í ökuskóla nokkrum úti í heimi, að bjóða nýráðna kennara, velkomna til starfa við skólann með „dálitlu“ sprelli.

Haft var samband við framleiðslufyrirtækið Maxman.tv sem skipulagði stórskemmtilegan hrekk. Akstursíþróttakonan og atvinnudriftarinn Leona Chin var þar í aðalhlutverki og látum myndbandið tala sínu máli:

Gamall karl með hatt

Rallýkappinn norski, Petter Solberg, er ekki sérlega gamall. En fyrir fimm árum síðan brá hann sér í hlutverk gamals manns. „Gamli maðurinn“ sem ók um á Mercedes-Benz AMG C63 hringdi eftir aðstoð bifvélavirkja bílaframleiðandans og kvartaði yfir undarlegu hljóði í bílnum.

Hér er myndbandið með þeim „gamla“:

Stórvarasamur starfsmaður á þýsku verkstæði

Margfaldur heimsmeistari í Formúlu eitt, Sebastian Vettel, skemmti sér konunglega í hlutverki luralegs bifvélavirkja fyrir fáeinum árum. Honum tókst næstum að hræða líftóruna úr saklausum viðskiptavinum á þýsku verkstæði. Gjörið svo vel:

Hláturinn lengir lífið

Vonandi kom þetta sprell ykkur, lesendur góðir, í jafngóðan gír og undirritaðri. Jújú, þetta eru „eldgömul“ myndbönd og örugglega margir búnir að horfa á þau.

Ráðlegging blaðamanns er eftirfarandi: Horfið bara aftur á þetta!

Ef hláturinn lengir lífið þá er þetta eðalfínt efni til að bæta nokkrum mánuðum við lífið!

Sett inn
20/9/2021
í flokknum:
Bílaheimurinn

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaheimurinn

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.