Toyota innkallar 4.021 bíl á Íslandi vegna galla í loftpúða
Talið að um 37 milljónir bíla með um 50 milljón gallaða loftpúða falli undir þessa innköllun í heild í heiminum.
Toyota á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu um að innkalla þurfi Toyota bifreiðar af árgerðunum 2000 til 2007. Um er að ræða 4021 bifreiðar af gerðunum Avensis (1654 eintök), Corolla (2159 eintök), Verso (185 eintök) og Yaris (23. eintök). Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Um er að ræða hluta af alþjóðlegri innköllun sem rekja má til loftpúðaframleiðandans Takata.
Við innköllun er skipt um loftpúða eða hluta af honum. Viðgerð tekur allt frá einni klukkustund til tæpra sex klukkustunda. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
Fram kemur á vef neytendastofu að bifreiðaeigendur eru hvattir til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.
Innköllunin hér á landi er hluti af alþjóðlegri innköllun sem rekja má til loftpúðaframleiðandans Takata, en við innköllunina er skipt um loftpúðann eða hluta af honum. Í tilkynningunni kemur fram að viðgerðin taki á milli einnar og sex klukkustunda, og að viðkomandi bifreiðaeigendum verði tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.

Stærsta innköllun í bílaiðnaðinum
Innköllunin vegna Takata loftpúða er sú stærsta í sögunni hvað varðar bílaiðnaðinn, því hún snertir 19 bílaframleiðendur og tugi milljóna loftpúða. Gallaðir loftpúðar geta valdið alvarlegum meiðslum eða jafnvel dauða ef ekki er gert við þá strax.
Gróflega er talið að 37 milljónir bíla með um 50 milljón gallaða loftpúða falli undir þessa innköllun í heild í heiminum.
?