Vetnisbílar
Toyota gerir ráð fyrir að verð á vetnisbílum muni samsvara tengitvinnbílum innan 10 ára

Toyota telur að verð á bílum með efnarafal, eða vetnisbílar, muni verða svipað og á bílum með blandaða orkugjafa innan 10 ára, að því er Matt Harrison sölustjóri Toyota í Evrópu segir.
„Í þriðju kynslóðinni getum við að fullu búist við að kostnaður við vetnisbíla sé sambærilegur við bíla með blandaða orkugjafa“, sagði Harrison á ráðstefnu Automotive News Europe í Gautaborg. „Við teljum að ökutæki með efnarafal (vetnisbílar) hafi mikla möguleika“, sagði hann.
Toyota selur nú fyrst kynslóð vetnisbíls, Mirai fólksbíl, á verði sem byrjar í kringum 7,2 milljónir jena (um 8,1 milljón króna) í Japan.
Harrison sagði að Toyota ætti „ekki svo langt í það“ að selja aðra kynslóð af bílnum og þriðja kynslóðin komi innan áratugs.
Eins og hjá öllum bílaframleiðendum sem selja í Evrópu, þarf Toyota að draga úr losun koltvísýrings frá nýjum bílum til að uppfylla sífellt þrengri markmið sem Evrópusambandið leggur á til að takast á við loftslagsbreytingar.
„Það er engin fullkomin tækni til að takast á við þetta verkefni til að ná árangri“, sagði Harrison. „Við erum að undirbúa ýmsa kosti og munum láta viðskiptavini okkar ákveða hvaða form rafmagnstækni hentar þeim.”
Harrison sagði að tengitvinngerðir Toyota muni hjálpa þeim að ná markmiðum CO2 minnkunar ESB fyrir árið 2020. Toyota hefur lægsta meðaltal CO2 af öllum almennumbílaframleiðendum eins og raðað af hálfu JATO Dynamics.
Harrison: „Í þriðja kynslóðinni gerum við ráð fyrir að heildarkostnaður verði sambærilegur við tengitvinnbíla“.
Toyota seldi 480.000 tengitvinnbíla á útvíkkuðu evrópsku markaðssvæði á síðasta ári, þar á meðal Rússlandi, þar sem sú tækni er talin vera um 46 prósent af sölunni. Ef aðeins er horft á Vestur-Evrópu, hækkaði þessi tala í 60 prósent. „Þetta takmarkast af framboði annað árið í röð, ekki eftirspurn“, segir Harrison.
Harrison sagði að Toyota hafi lækkað kostnaðinn af tengitvinntækni um 75 prósent frá því að þeir byrjuðu fyrst með Prius árið 1997. Bíllinn er nú á fjórða kynslóðinni. „Næstu kynslóð okkar tengitvinntækni mun verða á enn meira viðráðanlegu verði“, sagði hann.
Harrison lét ekki uppi hvernig verð á vetnisbílum verði lækkað til að mæta tengitvinnbílum.
Þýski framleiðandi Robert Bosch býst við því að efnarafalar á borð við þá sem eru notaðir í vetnisbílum verði ódýrari að hluta til vegna minnkunar á notkun hinum dýra málmi platínu. Í framtíðinni mun hönnun á efnarafal aðeins þurfa sama magn af platínu og í núverandi gerðum hvarfakúts, sagði Bosch fyrr í þessum mánuði.
David Hart, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins E4tech í Sviss, býst við að næsta kynslóð Toyota Mirai muni draga úr notkun á platínu um tvo þriðju hluta.
?
Umræður um þessa grein