Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 5:21
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Kári Hafsteinsson gerði upp 1966 árgerð af Ford Bronco

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
07/07/2023
Flokkar: Bílaheimurinn, Fornbílar
Lestími: 5 mín.
855 17
0
417
DEILINGAR
3.8k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Kári Hafsteinsson endursmíðaði Ford Bronco árgerð 1966. Bíllinn var tekinn í nefið ef svo má segja. Alls tók það Hafstein um þrjú ár að klára verkið og óhætt er að segja að honum hefur tekist vel til.

Bronco Kára lítur glymrandi vel út. Hann bókstaflega öskrar á mann þegar maður horfir á hann enda sterk appelsínugulur á litinn.

Mikið breyttur

Þegar Kári fékk bílinn var hann nokkuð mikið breyttur fjallajeppi sem var farinn að láta á sjá. Hann tók því bílinn í gegn og skipti meðal annars um gólf í honum. Kári jók ennfremur hjólabilið til að gera bílinn þægilegri og öruggari í akstri en þetta torfærutröll er á risastórum dekkjum.

Að sögn Kára fóru margir tímar í vinnu við uppgerð bílsins en hann gaf sér þrjú ár í að klára verkefnið. Því markmiði var náð og útkoman er vægast sagt glæsileg. Það er hægt að fá allt í Bronco til uppgerðar í Bandaríkjunum segir Kári ennfremur.

Broncoinn er með 351 Windsor mótor. Svona mótorar eru að gefa um 180-200 hestöfl en með smá fiffi má ná allt að 350-400 hestöflum út úr svona vél.

Aðeins um Bronco 1966

Ford Bronco 1966 er klassískur jeppi sem var fyrst kynntur af Ford Motor Company árið 1965 sem samkeppnisaðili við Jeep CJ-5 og International Harvester Scout.

Ford Bronco 1966 var með harðgerða og kassalaga hönnun, með stuttu hjólhafi og færanlegum harðtoppi eða mjúku þaki. Hann var fáanlegur tveggja dyra og með sætum fyrir allt að fimm farþega.

Einföld en flott hönnun

Að framan var Bronco var með áberandi grilli með feitletruðum „FORD“ hástöfum. Hann var einnig með kringlótt framljós og áberandi stuðara.

Afturhluti jeppans var með afturhlera sem opnaðist til hliðar með áfestu varadekki. Einnig var hægt að fjarlægja afturrúðuna.

Hellingur af afli

Bronco 1966 kom með ýmsum vélakostum. Standard var 170 rúmmetra (2,8 lítra) inline-six vél sem framleiddi um 105 hestöfl. Hægt var að velja um 200 cid  (3.3 lítra) inline-sex og 289 rúmmetra (4.7 lítra) V8 vélar að auki.

Broncoinn var með þriggja gíra beinskiptingu sem staðalbúnað, með valfrjálsri fjögurra gíra beinskiptingu eða þriggja gíra sjálfskiptingu.

Sannkallaður jeppi

Bronco 1966 var með fjórhjóladrifskerfi sem tengt var þegar á þurfti að halda. Það var með handvirkri læsingu að framan.

Ford Bronco var hannaður með torfærur í huga. Hann var með öflugan undirvagn og traustan framás sem sem gerði hann að því torfærutrölli sem raun ber vitni.

Það var sérlega hátt undir bílinn, góð aðkomu- og brottfararhorn og stutt hjólhaf, sem gerði mjög lipran í krefjandi aðstæðum.

Broncoinn varð ansi vinsæll hér á landi og má segja að þeir sem einu sinni áttu Bronco sakni hans mikið. Þó svo var bíllinn ekki gallalaus. Hann þótti svagur og auðvelt var að missa stjórn á bílnum ef menn fóru ekki varlega. Að auki gat Broncoinn verið mjög kraftmikill svo það var eins gott að geta stjórnað honum af öryggi.

Ford Bronco 1966 gegndi mikilvægu hlutverki við að gera vörumerkið að nokkurskonar „stjörnu” innan jeppageirans. Þar var lagður grunnur að komandi kynslóðum Ford Bronco, sem voru framleiddar til ársins 1996.

Stutt er síðan nýr Bronco leit dagsins ljós eftir fjölda ára í hvíld. Brimborg og IB bílar á Selfossi hafa verið að selja þessa nýju bíla.

Ford Bronco 1966 skipar sérstakan sess í bílasögunni og á án efa stóran þátt í að gera jeppann að einum vinsælasta jeppa veraldar.

Myndband

Fyrri grein

Ný andlitslyfting 2024 Volkswagen T-Cross með fullt af nýrri hönnun

Næsta grein

Bjarni Snorrason ekur 1958 módelinu af Oldsmobile Super 88 Holiday Coupe

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Bjarni Snorrason ekur 1958 módelinu af Oldsmobile Super 88 Holiday Coupe

Bjarni Snorrason ekur 1958 módelinu af Oldsmobile Super 88 Holiday Coupe

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.