Miðvikudagur, 14. maí, 2025 @ 21:27
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Þegar maður fær grænan miða…

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
30/06/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
290 3
0
140
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter
Þegar maður fær grænan miða…

Skrifari Bílabloggs á jeppa af minni gerðinni. Fékk hann ekki nýjan en nú var loks komið að því að fara með bílinn í skoðun eftir um tveggja ára eigu. Kílómetramælirinn sýnir um 53.000 kílómetra.

Bíllinn var nýkominn úr reglulegri þjónustuskoðun og allt virtist í himnalagi.

Þegar í skoðunarstöðina var komið var bíllinn keyrður inn á skoðunarbrautina og allt prófað eins og vinnureglur segja til um. Aðeins tók þetta lengri stund en ég reiknaði með og á tíma voru 2-3 skoðunarmenn að athuga bílinn. Eitthvað var ekki eins og það átti að vera!

Loks kom að því að bílnum var slakað niður, og ég var kallaður til að kvitta fyrir skoðuninni.

Nú þarf að laga…

Þetta sagði skoðunarmaðurinn um leið og hann rétti mér blaðið til að kvitta á það. Þar stóð að skipta þyrfti um spindla beggja megin og eins um gúmmí á jafnvægisstöng að aftan. Einnig stýrisenda öðru megin. Hann tók að vísu fram að hann væri ekki viss um stýrisendann, en verkstæðið myndi finna út úr því, því það væri erfitt að sjá þetta vegna slits í spindlum.

Þetta sýnir svo ekki verður um villst að það er bráðnauðsynlegt að færa bíla reglulega til skoðunar, og ekki eru bilanir alltaf með þeim hætti að þær finnast í akstri.

Þegar ég pantaði síðan viðgerð á þessu hjá þjónustuverkstæði umboðsins, þá hafði þjónustustjórinn orð á því að hann myndi ekki til þess að hafa áður selt spindla í svona bíl, svo ekki er þessi bilun algeng.

Mikil framför í bifreiðaskoðun

Skrifari fékk bílpróf fyrir tæplega 61 ári og hefur átt bíla síðan. Hann minnist þess enn vel hvernig það var að fara með bíla í skoðun á þessum fyrstu árum bílaeignar.

Skoðun bíls fór fram utandyra í hvaða veðri sem var og þeir sem eldri eru muna eflaust vel eftir aðstöðu Bifreiðaeftirlits Ríkisins í Borgartúni, þar sem bifreiðaeftirlitsmenn í brúnum sloppum, stundum með kaskeiti, skoðuðu bílana á litlu steyptu plani þar sem þeir notuðu hjólatjakka og jafnvel kúbein til að athuga hvort hjólabúnaðurinn væri ekki í lagi.

Bremsuprófunin fór fram með þeim hætti að bílnum var ekið í hring á malarplaninu og síðan bremsað og athugað hvort öll hjólin bremsuðu jafnt.

Litla steypuplanið við Bifreiðaeftirlit Ríkisins í Borgartúni, þar sem þúsundir bifreiða voru skoðaðar úti í hvaða veðri sem var.
Aðalskoðunarverkfærin voru hjólatjakkar til að lyfta bílnum upp svo hægt væri að athuga hjólabúnað og legur. Ljósmyndir frá Þjóðminjasafninu.

En í dag fer skoðunin fram í björtum og hreinum skoðunarstöðvum, þar sem bílar eru teknir inn á prófunarbraut, bremsur athugaðar á sérstökum rúllum og bílnum síðan lyft upp þannig að skoðunarmaðurinn hefur gott aðgengi til að skoða allt sem þarf.

Aðstaðan fyrir skoðunarmenn er allt önnur og betri í dag. Mynd af vef Tékklands

Þessi mikla breyting í aðstöðu hefur án efa orðið til þess að meginhluti bílaflotans á götunum er í mun betra ástandi en áður var, þótt við losnum aldrei alveg við trassana sem ekki láta skoða á réttum tíma.

Núna bíð ég bara eftir því að bíllinn minn komist að á verkstæðinu og fái bláan fallegan miða með tölustöfunum 23 í staðinn fyrir þann græna!

Fleiri greinar eftir sama höfund þar sem litið er í söguspegilinn:

Gömul og úrelt bílorð

Þegar nælondekkin voru málið

Þá ók blaðamaður inni í húsi og uppi á þaki

Þegar ég átti „blöðruskóda“!

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Drungaleg fortíð Michelin-mannsins

Næsta grein

Hvenær kviknar í skegginu?

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Höf: Jóhannes Reykdal
13/05/2025
0

Nýr Volvo sportjeppi er fyrst og fremst hannaður fyrir kínverska markaðinn en alþjóðleg kynning er í skoðun. Volvo er að...

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Höf: Jóhannes Reykdal
07/05/2025
0

FIESOLE, Ítalíu — Jeep vonast til að nýja kynslóð Compass jeppans muni stækka viðskiptavinahóp forvera síns, bæta við rafknúinni útgáfu...

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2025
0

Volkswagen leggur mikið kapp á að vera áberandi fyrir kínverska bílakaupendur. Á bílasýningunni í Sjanghæ sýndi framleiðandinn þrjá nýja hugmyndabíla....

Næsta grein
Þegar hjólkoppar voru málið!

Þegar hjólkoppar voru málið!

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

14/05/2025
Bílaframleiðsla

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

13/05/2025
Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.