Jessica um áhættuatriðið við Kárahnjúka

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Jessica um áhættuatriðið við Kárahnjúka

Hún ók eins og herforingi „upp eftir“ Kárahnjúkastíflu á Range Rover Sport fyrir fáeinum mánuðum og reyndi það nokkuð á bílstjóra og bílinn. Hér er tæknilega hlið þessa áhugaverða „bíltúrs“ skoðuð.

Ljósmyndir/Land Rover.com

Hin 27 ára Jessica Hawkins er magnaður bílstjóri og var það hún sem ók bílnum í kynningarmyndbandi fyrir Range Rover Sport sem hér er vísað til. Hawkins var „í kapphlaupi við tímann áður en vatnsborðið hækkaði of mikið enda Hálslón komið á yfirfall,“ eins og sagði í grein hér á vefnum um uppátækið.

Stelpan sú er enginn aukvisi! Hún var áhættuökumaður í James Bond myndinni No Time to Die og ekki þótti henni minna fjör að ærslast uppi við Kárahnjúka á þessum áhugaverða bíl.  

Hér er nýtt myndband frá Land Rover þar sem Jessica Hawkins ræðir við tvo spekinga, þá Jim Dowdall og Erol Mustafa, um aksturinn og bílinn.

Þessu tengt:

Að læra áhættuakstur

Nýr Range Rover Sport við Kárahnjúka

Hvað er plat og hvað ekki í bílasenum?

Víst er eftirspurn eftir rammíslensku votviðri!

Svipaðar greinar